Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Fréttir Breytt eignarhald félagsheimilisins Mela í Hörgárdal: Leikfélagið eignast húsið og eflir menningarstarf á svæðinu Fulltrúar Hörgársveitar, Kven- félags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla hafa skrifað undir samning um breytingar á eignarhaldi félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Leikfélagið eignast húsið að fullu, með því meginskilyrði að sú starfsemi sem fram fer í húsinu stuðli að blómlegu starfi félagsins og styðji við menningarlífið í sveitarfélaginu og héraðinu öllu. Leikfélag Hörgdæla hefur verið aðalnotandi Mela mörg undanfarin ár og sett þar upp leikverk af ýmsu tagi við góðan orðstír. Með samningnum er rennt enn styrkari stoðum en áður undir hið blómlega starf sem leikfélagið hefur staðið fyrir. Eignaraðild Kvenfélagsins lýkur Með samningnum lýkur eignaraðild Kvenfélags Hörgdæla að félagsheimilinu, sem staðið hefur óslitið allt frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið einn af burðarásum samfélagsins í Hörgárdal og nágrenni um áratugaskeið og gert er ráð fyrir að samningurinn verði til þess að styrkja félagið. Rekstur húseigna er stór þáttur í umsvifum Hörgársveitar og með samningnum er stuðlað að því að hann minnki. Eftir því sem tíminn líður er gert ráð fyrir að af því verði talsvert hagræði fyrir sveitarsjóðinn, um leið og „grasrótin“ í sveitarfélaginu fær frjálsari hendur en áður fyrir listsköpun sína og menningariðkun. Í góðu ástandi Félagsheimilið Melar í Hörgárdal var upphaflega byggt árið 1924, en hefur síðan verið stækkað og endurbætt, og er nú 260 m2 að stærð í góðu ástandi. Fyrir utan að henta vel til leiksýninga er húsið kjörinn staður fyrir fundi, veislur, ættarmót og hvers konar mannfagnaði. /MÞÞ Aðalfundur Veiðifélags Þjórsár: Lýsir yfir vonbrigðum með fyrirhugaða Hvammsvirkjun „Hvammsvirkjun hefur verið færð úr biðflokki í nýtingarflokk af Verkefnisstjórn Rammaáætlunar. Ekki eru til nein vísindaleg rök fyrir þessari breytingu,“ segir í ályktun aðalfundar Veiðifélags Þjórsár sem haldinn var í Brautarholti 3. apríl 2014. „Verði Hvammsvirkjun byggð mun lífsskilyrðum fiska ofan við Búða verða stefnt í hættu. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ólíklegar til árangurs og hafa erlendir vísndamenn með sérþekkingu á þessum málaflokki bent á fjölmörg tilfelli þar sem lausnir eins og þær sem Landsvirkjun boðar við Hvammsvirkjun hafa brugðist að heita má algjörlega. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eitt einasta tilfelli þar sem virkni er ásættanleg. Á síðustu áratugum hefur laxgengd fyrir ofan Búða aukist mjög og hrygning margfaldast. Í niðurstöðum rannsókna starfsmanna Veiðimálastofnunar á vatnasvæði Þjórsár ofan Búða kemur skýrt fram hversu mikilvægt þetta svæði er orðið fyrir laxastofn Þjórsár í heild sinni. Rannsóknir sýna að Hvammsvirkjun mun raska 68% búsvæða ofan Búða. Sá fiskur sem elst upp ofan við Búða gengur í Þverá, Sandá og Fossá. Fiskur klakinn út í þessum hluta árinnar leitar um allt vatnasvæðið og á eftir að gefa eigendum sínum auknar tekjur og þar með styrkja búsetu í sveitum við Þjórsá fái áin að vera í óbreyttu ástandi. Það eru okkur mikil vonbrigði sem eigum veiðirétt í Þjórsá að ræktunarstarfi síðustu áratuga skuli vera stefnt í svo mikla óvissu.“ Þjórsá nokkru ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun. Mynd / HKr. Tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti er opinn og hefur verið það síðan 28. febrúar síðastliðinn. Það þýðir að innflytjendur geta flutt inn nautakjöt á 45 prósentum af þeim magntolli sem myndi leggjast á ef kvótinn væri ekki opinn. Athygli er vakin á þessu á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, vegna umræðu um skort á nautakjöti og innflutning upp á síðkastið. Auk magntollsins leggst 30 prósenta verðtollur á kjötið. Sem dæmi má nefna að tollur á hakkefni er 270 krónur sem er 45 prósent af leyfilegum magntolli. Væri tollkvótinn ekki opinn myndi tollurinn verða 30 prósent af innflutningsverði auk 599 króna. Þegar tollkvóti er opinn, eins og núna, hefur verðhækkun á innlendu nautakjöti engin áhrif á innflutningsverðið, að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins. /fr Tollkvóti fyrir nautakjöt opinn „Það er frábært að vera komin á Selfoss enda eigum við marga viðskiptavini á svæðinu þar í kring. Ekki spillir fyrir að starfsmaður okkar, Margrét Lilliendahl, býr á staðnum og mun sinna nýja útibúinu,“ segir Óðinn Elísson hrl., sem er eigandi og framkvæmdastjóri Fulltingis, en hann er sjálfur búsettur í Kjósinni. Fulltingi hefur mikla sérhæfingu í slysa- og skaðabótamálum og uppgjörum slysabóta við tryggingafélög. „Við hvetjum fólk sem lent hefur í slysum að koma við á skrifstofu okkar og leita sér upplýsingar um rétt sinn hjá sérhæfðu starfsfólki þar sem fólk lendir í slysum veit oft ekki rétt sinn sem oft kann að vera meiri en það ætlar í fyrstu. Best er að koma sem fyrst eftir að slys hefur orðið til að fá ráðgjöf,“ segir Margrét og bætir því við að Fulltingi bjóði Selfyssinga og aðra nærsveitamenn hjartanlega velkomna. Skrifstofan er til húsa við Austurveg 42, 2. hæð á Selfossi, fyrir ofan Nettó. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 starfsmenn. /MHH Fulltingi opnar útibú á Selfossi Margrét Lilliendahl og Óðinn Elísson á nýju skrifstofunni á Selfossi. Axel Vatnsdal, formaður Leikfélagsins, Jónína Björg Grétarsdóttir, formaður Kvenfélagsins, og Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins um félagsheimilið Mela. Garðyrkjustöðin Akur verið án vottunar frá áramótum: Hefur samt merkt vörur sínar með vottunarmerkinu – ástæðan sögð ágreiningsmál um gildi samningsins við Vottunarstofuna Tún Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði hefur Garðyrkjustöðin Akur ekki lengur lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Bændur þar héldu áfram að nota svokallaðan svepparotmassa sem áburðargjafa en hann hefur verið bannaður í lífrænt vottaðri ræktun. Því var vottunin ekki endurnýjuð hjá Akri um síðastliðin áramót – þegar gildistíminn rann út. Engu að síður hefur Akur, sem var einn stærsti framleiðandi á vottuðu lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi, áfram notað vottunarmerki Túns á vörum sínum. Í samtölum Bændablaðsins við Þórð Halldórsson, garðyrkjubónda á Akri, hefur komið fram að á milli Vottunarstofunnar Túns og Akurs sé ágreiningur um gildi samnings þeirra á milli. Þórður vildi ekki greina nánar frá þeim málum á þessu stigi málsins. Hann hefur þó upplýst að í ljósi afstöðu Túns til starfsumgjarðar lífrænnar ylræktar munu vörur frá Akri ekki lengur merktar vottunarmerki Túns. Á Akri mun þó haldið áfram héðan í frá sem hingað til að rækta með þeim hætti sem gert hefur verið – í lífrænum anda. Slæm þróun fyrir lífrænt vottaða framleiðslu Guðrún Arndís Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Náttúran.is, einn stofnenda Samtaka lífrænna neytenda og situr þar í framkvæmdanefnd. Hún harmar hvernig þessi mál hafa þróast og segir þau ekki vera til hagsbóta fyrir lífræna vottun í landinu. „Ég hef lagt gríðarlega vinnu í að vinna lífrænni hugmyndafræði brautargengi og halda gagnagrunn um hverjir hafa vottun á Íslandi og fyrir hvað. Bæði gefið út prentað kort og vefkort á vef mínum Náttúran.is til marga ára. Því tekur mig mjög sárt að einn aðili skuli reyna að sverta starfshætti Vottunarstofunnar Túns með þessum hætti og láta líta út fyrir að Tún sé að skemma fyrir lífrænni vottun með því að vilja hlíta alþjóðlegum viðmiðum. Akur hefur haldið áfram að selja vörur sínar með vottunarmerki Túns, sem brýtur í bága við allar reglur. Þórður Halldórsson er ekki vottunaraðili yfir sjálfum sér og hann verður að gera sér grein fyrir að sömu reglur gilda fyrir hann og alla aðra. Verst er þetta fyrir orðspor lífrænnar ræktunar. Það er skylda mín að hylma ekki yfir þegar vottunarmerki eru misnotuð, í þeirri von að enginn fjalli um málið – en það er nákvæmlega það sem Þórður hefur gert síðastliðið hálft ár. Fyrir tveim dögum var ég í Krónunni á Selfossi og sá þá í fyrsta skipti að vottunarmerkið var ekki sýnilegt á vörunum hans en hann hefur nú límt Akur-límmiða yfir vottunarmerkið. Merkið er þó sýnilegt hinum megin á plastinu. Það getur varla verið lögum samkvæmt að afgreiða málið með svo ódýrum hætti þegar upp hefur komist að vottunin sé ekki lengur til staðar og halda svo áfram að selja til verslana – sem eru ekki meðvitaðar um staðreyndir málsins.“ Í vettvangsferðum Bænda- blaðsins í verslanir á undan förnum dögum kom í ljós að enn mátti sjá vottunarmerki Túns á vörum Akurs, þó í flestum tilvikum sé búið að líma yfir það með merki frá Akri. Hvetur Guðrún eigendur Akurs til að hefjast handa við nauðsynlegar úrbætur – sem aðrir ræktendur hafi þegar gert – og hefji aftur lífrænt vottaða framleiðslu. Í upplýsingum frá Vottunar- stofunni Túni, vegna fyrirspurnar um hvernig eftirliti með vottunarmerkinu sé háttað, kemur fram að eftirlit af hálfu Túns á sér stað í úttektum hjá framleiðendum eða með öðrum áreiðanlegum hætti. Berist upplýsingar um merkingar sem ekki samrýmast reglum, er kannað hvort slíkar upplýsingar eigi við rök að styðjast. Ef framleiðandi verði uppvís að misnotkun á vottunarmerki Túns, er haft samband við viðkomandi og honum bent á, að um óheimila notkun á merkinu sé að ræða. Hingað til mun sú staða ekki hafa komið upp að nauðsynlegt hafi verið að leita til hærra yfirvalds, en í slíkum tilvikum væri Matvælastofnun það yfirvald sem málinu yrði vísað til. Upplýsingar framleiðendur ekki birtar opinberlega Vottunarstofan Tún vildi hins vegar ekki svara því beint hvort athugasemdir hefðu verið gerðar varðandi notkun Akurs á vottunarmerkinu – upplýsingar um frávik frá reglum hjá einstökum framleiðendum væru ekki birtar opinberlega. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.