Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 L e r k i b a r r f e l l i s v e p p u r i n n Meria laricis er alþekktur sjúkdómsvaldur erlendis en er þar fyrst og fremst á skaðvaldur á ungplöntum í uppeldi. Sveppurinn fannst fyrst hér á landi í Haukadal í Biskupstungum um mitt sumar 1999. Síðar það sama sumar fannst hann einnig víða annars staðar á Suðurlandi. Hann hefur síðan þá gert usla í lerkiskógum á Fljótsdalshéraði og víðar og í uppeldi lerkis í gróðrarstöðvum. Halldór Sverrisson, sérfræðingur Skógræktar ríkisins á Mógilsá, hafði umsjón með rannsókn sem landshlutaverkefnin í skógrækt og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá gerðu á liðnu vori, en markmið hennar var að freista þess að komast að því hvernig minnka mætti barrfall í eins árs gömlum lerkiplöntum áður en þeir er plantað út. Evrópulerki að mestu laust við barrfelli Halldór segir að Evrópulerki virðist að mestu laust við barrfelli og það gildi líklega einnig um blendinga þess og síberíu- eða rússalerkis, t.d. nýja blendinginn Hrym. „Það er framendi nálarinnar sem fyrst visnar og verður brúnn, en skemmdirnar færast síðan inn eftir nálinni. Þegar sveppurinn hefur lagt undir sig alla nálina fellur hún af en sé innsti hluti hennar ósýktur lafir hún á. Nálar eru því smám saman að falla af trjánum fram eftir sumri en nálar á sprotaendum sleppa hins vegar yfirleitt nema ef votviðri helst nokkuð samfellt lengi sumars,“ segir Halldór. Sveppurinn lifir af veturinn í sýktum nálum, sérstaklega þeim sem hanga á trénu yfir veturinn, og gró frá þeim sýkja nálar á nýjan leik næsta vor og síðan koll af kolli fram eftir sumri sé nægur raki til staðar. „Þar sem lerkibarrfellisveppurinn veldur mestum vandræðum við trjáuppeldi eru það nálar sem lafa á veturgömlum plöntum að vori sem helst smita nýju nálarnar þegar þær byrja að vaxa. Gróin þola ekki þurrk og þurrviðri stöðvar útbreiðslu lerkinálafallssýkinnar.“ Afföll stórt vandamál í íslenskri skógrækt Halldór segir að hvað eftir annað hafi komið í ljós að lerki sem sýkst hafi í gróðrarstöð haldi áfram að tapa nálum eftir að plantað er út. „Þetta getur valdið töluverðum afföllum á plöntum, en afföll á gróðursettum plöntum er stórt vandamál í íslenskri skógrækt,“ segir hann. Til að bregðast við var nú á liðnu vor gerð rannsókn sem Halldór hafði umsjón með og miðaði að því að skoða hvernig minnka mætti barrfall í eins árs gömlum lerkiplöntum áður en þeim er plantað út. Hann segir að í einum lið hafi verið reynt að fjarlægja allt gamalt barr fyrir laufgun. Í öðrum liðum var úðað eftir laufgun með sveppavarnarefnunum Topsin og Rovral, ýmist einu sinni eða tvisvar. „Niðurstaðan er í stuttu máli sú að eina aðgerðin sem marktækt dró úr barrfalli var úðun með Rovral skömmu eftir laufgun þegar fyrstu einkennin komu fram,“ segir Halldór. Ekki víst að niðurstöður séu yfirfæranlegar Endurtekin úðun síðar virtist ekki breyta neinu, en gæti hugsanlega skipt máli eftir að plöntunum hefur verið plantað út. „Þessi tilraun var gerð í gróðurhúsi og er því ekki alveg víst að niðurstöðurnar séu yfirfæranlegar á aðstæður í venjulegri framkvæmd við dreifingu plantna úr vetrargeymslu í dreifingarstöðvar Landshlutaverkefnanna. Þessu þyrfti að fylgja eftir með úðunartilraun á dreifingarstöðvunum,“ segir hann. Halldór Sverrisson sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá: Lerkibarrfellir alvarlegur trjásjúkdómur sem veldur miklum afföllum – Eina aðgerðin sem marktækt dró úr barrfalli var úðun með Rovral skömmu eftir laufgun Mynd 1. Lerkibarrfellissýki á rússalerki. Myndir / Halldór Sverrisson Mynd 2. Rússalerki á Suðurlandi hrjáð af lerkibarrfelli í ágúst eftir vætutíð sumarið 2013. Mynd 3. Tilraunaliður þar sem reynt var að fjarlægja allt barr frá árinu áður. Mynd 4. Úðun með Rovral reyndist gefa góðan árangur eins og berlega sést ef þessi mynd er borin saman við 3. mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.