Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Ruðningur skóga sagður orsök mikilla skógarelda í Indónesíu:
Mestu eldarnir hafa komið
upp á olíupálmaekrum
Miklir skógareldar geisa í Riau-
héraði í Indónesíu og hafa
eldarnir ekki verið meiri síðan
í júní 2013. Gervihnattamyndir
sýna mikinn reyk frá eldunum
og skýra myndirnar ágætlega
hvers vegna 50.000 manns þjást
nú vegna mengunar. Þá eru
stórar viðskiptaborgir á borð
við Singapore í hættu vegna
yfirvofandi reykmengunar.
Nýjar rannsóknir af hálfu World
Resources Institute sem byggja
á nýlegu verkefni alþjóðlegrar
frumskógavöktunar (Global Forest
Watch), benda til að eyðing skóga
vegna jarðræktar sé meginástæða
skógareldanna í Indónesíu. Hafa
mestu eldarnir stafað af því að kviknað
hefur í stórum olíupálmaekrum. Þrátt
fyrir að stórfyrirtækin sem eiga þessa
ræktun hafi lofað að hætta að nota
eld til að ryðja land virðist lítið farið
eftir því.
Bandarískir fjárfestar
sækjast eftir akurlendi
Fjárfestar á Wall Street vilja
kaupa 16 milljón ferkílómetra af
akurlendi í Bandaríkjunum. Ef
fjárfestar eignast helminginn af
ræktunarlandi í Bandaríkjunum
getur það ógnað matvælaöryggi
í landinu, segir hugmyndaveitan
Oakland Institute í nýbirtri
skýrslu sinni, Down on the farm,
sem kom út um miðjan febrúar
síðastliðinn.
Í ljós hefur komið að meðal
næstu kynslóðar í Bandaríkjunum,
sem ætti að taka við jörðum, sem
nú losna, hefur áhugi á búskap
dvínað. Þar með opnast fjárfestum
tækifæri til að eignast 400 milljón
ekrur af ræktunarlandi á næstu
tveimur áratugum, segir í skýrslu
frá fjármálastofnuninni Oakland
Institute, en það samsvarar
fjórföldu ræktunarlandi í Noregi.
Fjárfestingarsjóðir, þar á meðal
lífeyrissjóðir og háskólasjóðir,
fylgjast grannt með viðskiptum
með fasteignir í Bandaríkjunum,
segir Lukas Ross, sem starfar við
áðurnefnda fjármálastofnun og er
höfundur skýrslu þeirrar, sem hér
er fjallað um. Ef það tekst að ná
eignarhaldi á ræktunarlandinu,
getur ný stétt „jarðeignabaróna“
ógnað matvælaöryggi þjóðarinnar,
segir hann.
Samkvæmt skýrslunni sjá
bandarískir fjárfestar mikla framtíð
í því að komast yfir ræktunarland
þar í landi og viðskipti með það.
„Ný stétt jarðeignabaróna getur
þá ógnað öryggi í matvælaöflun
almennings,“ segir Lukas Ross.
Annar meinbugur, að áliti
Oakland Institute, er sá að bændur,
sem vilja stunda búskap, verða
undir í samkeppninni, þar sem
efnaðir fjárfestar þrýsta upp verð
bújarðanna.
Áætlað er að bandarískir
fjárfestar hafi undir höndum
allt að 1,8 milljarða dollara til
þessara fjárfestinga og þeir eru
nú þegar á höttunum eftir nýjum
fjárfestingarkostum.
Í skýrslunni er varað við
jarðeigendum, sem reka ekki
sjálfir búskap á jörðum sínum.
Töluverðar líkur eru á því að
þeir stundi búskap sem er ekki
umhverfisvænn eða óhollur fyrir
heilsu starfsmanna.
Annar meinbugur, að áliti
Oakland Institute, er sá að bændur
sem vilja stunda búskap verði
undir í samkeppninni, þar sem
efnaðir fjárfestar þrýsta upp verð
á bújörðum.
Anuradka Mittel, forstöðu-
maður Oakland Institute, telur
skýrsluna sýna þá þróun að
eigendur jarða, sem stunda ekki
búskap sjálfir, ráði „rekstrarfélög“
til að annast dagleg störf á
búinu. Þau hafi hins vegar aðra
forgangsröðun á því hvað beri að
rækta til að ná hámarkshagnaði.
Það er því miður ekki
endilega rekstur sem miðast við
heildarhagsmuni, þ.e. baráttu
gegn veðurfarsbreytingum,
vaxandi hungri í heiminum og
stöðugleika í heimsviðskiptum,
segir Mittel í viðtali við vefritið
The International News Magazine.
Þýtt og endursagt / ME
DOWN ON THE FARM
WALL STREET: AMERICA’S NEW FARMER
Upplýsingar í 567 8888. Ofnar til sýnis á staðnum
Sjá einnig www.pmt.is og www.turbochef.com
Plast, miðar og tæki Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is
40% fljótari.
Ódýrir í rekstri.
Taka lítið pláss.
Auðvelt að þrífa.
Þurfa ekki loft-
ræstiháf.
Pizzurnar, steikin, laxinn og humarinn,
bragðast einstaklega vel úr Turbochef.
Stærðir: 40, 50 og 64cm (16“, 20“ og 24“ tommu).
TURBOCHEF BAKAR OG GRILLAR
Óskum Steina og Gunna til hamingju með
Sbarro á nýjum stað Iðu.
„Ég hef aldrei kynnst annari eins snild. Turbochef ofnarnir
eru hreint ótrúlegir.“ Steini í Sbarro
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!