Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 83
Á norðurljósasetrinu Aurora Reykjavík geta gestir fræðst og notið norðurljósanna með ým­ iskonar margmiðlun auk þess sem þeir fá aðstoð við að stilla myndavélarnar áður en þeir fara í norður ljósaferðir með þeim fjöl­ mörgu ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á slíkar ferðir. Setrið var stofnað í júní 2013 og er hugarfóstur þeirra Grétars Jónssonar, Harðar Finnbogason­ ar og Ólafs Haraldssonar. Allir eru þeir miklir áhugamenn um norðurljósin og ljósmyndun en jafnframt allir með mjög ólíkan bakgrunn. Grétar er alþjóða við­ skiptafræðingur, Hörður er ferða­ málafræðingur og Ólafur er gagn­ virkur hönnuður. Að sögn Grétars eru mörg dæmi þess að upplýsingamið­ stöðvar, ferðaþjónustufyrirtæki og hótel sendi ferðamenn til þeirra einungis til að stilla myndavélarn­ ar. „Þeir sem vinna í norðurljósa­ ferðum vita að ekkert er verð­ mætara fyrir viðskiptavininn en að fanga norðurljósin á mynd og þar getum við hjálpað til. Það er ekki gefið að sjá norðurljósin á Ís­ landi, stundum er veðrið að stríða okkur og svo sjást þau auðvitað ekki yfir sumartímann. Yfir sum­ arið koma því margir ferðamenn til okkar og fræðast um norður­ ljósin hjá okkur.“ Mikill metnaður Að sögn Grétars eru þeir allt­ af að eltast við nýjustu tækni og hafa mjög mikinn metnað til að veita gestum allt það besta sem í boði er þegar kemur að margmiðl­ un. „Núna erum við að vinna að því að búa til 360 gráðu sýndar­ veruleika. Við erum í raun komnir með efni sem við erum byrjaðir að sýna gestum okkar en það krefst mikillar tæknikunnáttu og góðs tækjabúnaðar.“ Þessa dagana geta gestir skoð­ að myndbönd í sýndarveruleika­ gleraugum frá Samsung. „Þannig getur þú staðið á ýmsum stöðum á Íslandi og baðað þig í norður­ ljósunum. Með því að snúa höfð­ inu breytist sjóndeildarhringur­ inn og þér finnst eins og þú sért á staðnum. Þetta er svo raunveru­ legt að við látum fólk sitja því ann­ ars flýgur það á hausinn. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með gestunum því þeir brosa allan hringinn meðan á þessu stendur og lengi á eftir.“ Aurora Reykjavík var með fyrstu ferðaþjónustufyrirtækj­ unum á Grandanum. „Fyrir var Sjóminjasafnið Vík og raunar fátt annað. Þetta var því ákveð­ in áhætta sem við tókum. Þegar hugmyndin um Aurora Reykja­ vík fæðist höfðum við ákveðnar hugmyndir um hvernig við vild­ um að sýningin væri uppbyggð en líka hvernig andrúmsloft við vild­ um hafa þar. Við þurftum þokka­ lega stórt húsnæði og þegar borg­ in auglýsti gamla Ellingsenhúsið til sölu leist okkur vel á. Því slóg­ um við til og létum hendur standa fram úr ermum. Ég var á kafi í rekstri skemmtistaðarins Fact­ ory á þeim tíma og það var eitt­ hvað spes andrúmsloft þar sem við vildum reyna að koma að hjá okkur. Því söfnuðum við í lið af ungum hæfileikaríkum smiðum, gröffurum, listamönnum og hönn­ uðum og ákváðum að leyfa þeim að ráða ansi miklu um útkomuna en alltaf með þetta andrúmsloft í huga.“ Ótrúleg stemning Fyrsta árið var frekar einmana­ legt á Grandanum að sögn Grétars og svo fóru hlutirnir að breytast. „Í dag er ótrúleg stemning meðal ferðamanna sem koma niður á Granda og njóta alls sem þar er á boðstólum. Í 100 metra radíus má heimsækja þrjú söfn auk okkar, ísbúð, reiðhjólaverslun, nokk­ ur gallerí, sérverslanir með mat, brugghús og veitingastaði.“ Hann segir þá félaga ótrúlega stolta yfir að vera ákveðnir braut­ ryðjendur í því að koma ferðaþjón­ ustunni niður á Granda. „Ekki var vanþörf á þar sem miðbær­ inn var orðinn vel þéttur. Upp­ byggingin á Granda er því rökrétt framhald af öllu því skemmtilega sem er að gerast við gömlu höfn­ ina og Hótel Marína. Vonandi fær Grandinn að gerjast áfram í þeirri mynd sem hann er í í dag, mátu­ lega mikil ferðaþjónusta, gras­ rót, listir og menning ásamt iðn­ aði. Þetta er ótrúlega mikil flóra af starfsemi þar sem heimamenn í sátt við ferðamenn njóta sín til fulls við að skapa og versla. Við sjáum ekki annað en að Grandinn sé kominn til að vera sem svona „fusion“ hverfi þar sem sköpunar­ gleðin ræður ríkjum.“ Nánari upplýsingar má finna á www.aurorareykjavik.is. Töfrandi veröld norðurljósanna  Með nýjustu tækni og margmiðlun geta gestir norðurljósasetursins Aurora Reykjavík fræðst um norðurljósin. Setrið var eitt fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Grandanum og líta aðstandendur þess björtum augum á framtíðina. Grétar Jónsson, einn eigenda Aurora Reykjavík. MYND/PJETUR Gestur Aurora Reykjavík nýtur norðurljósanna í sýndarveruleika. Eitt sýningarherbergja Aurora Reykjavík. MYND/PJETUR Eins og sjá má koma gestirnir víðs- vegar að. MYND/PJETUR Mikið úrval af handunni íslenskri vöru er í boði. MYND/PJETUR Kynningarblað GRANDiNN 23. apríl 2016 7 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -E E B 4 1 9 3 1 -E D 7 8 1 9 3 1 -E C 3 C 1 9 3 1 -E B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.