Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 2
Veður Vestan- og norðvestankaldi í dag og víða súld eða dálítil slydda, en bjart- viðri suðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðausturlandi. sjá síðu 48 Fara með leikinn alla leið Þessir grímuklæddu gestir Fanfest, hátíðar fyrir aðdáendur tölvuleikja CCP, voru mættir í Hörpu í gær. Mikill fjöldi spilara tölvuleikja fyrirtækisins, einna helst leiksins EVE Online, er kominn til landsins, en ný uppfærsla fyrir EVE-leikinn var kynnt á hátíðinni í gær. Fréttablaðið/anton brink Siglt um Miðjarðar- og Eyjahaf Tilboðsverð ef bókað er fyrir 30. apríl. VITA | SKÓGARHLÍÐ 12 | SÍMI 570 4444 | VITA.IS Verð frá: 457.900 kr. Og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v. 2 í ytri klefa með svölum. Verð án Vildarpunkta: 467.900 kr. SIGLING 27. ágúst - 11.sept samfélag Tvö hundruð sjö­ tíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjar­ lægðar af vefnum án þess að upp­ runalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósentum til­ fella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 pró­ sent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslend­ inga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síð­ ustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Þeir hjá Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evr­ ópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast. Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evr­ ópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjar­ lægði áratugagamlar fréttir af sak­ fellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kenn­ ara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. „Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem sam­ kvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir við­ komandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða tak­ mörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður. snaeros@frettabladid.is Fara varlega með réttinn til að gleymast Hátt í þrjú hundruð Íslendingar hafa óskað eftir því að Google fjarlægi um þá leitarniðurstöður á aðeins tveimur árum. Beiðnum hefur fjölgað um 117 frá febrúar í fyrra. Stjórnmálamenn fá engan afslátt hjá Google. leitarniðurstöður á Google færast ofar eftir því sem þær eru oftar opnaðar. Þar af leiðandi lenda neyðarlegustu atriðin oftast efst. nordicPhotos/aFP Þeir hafa verið að berjast við persónu- verndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta. Ragnar Tómas Árnason, hæsta- réttarlögmaður 64,1% af beiðnum Íslendinga hefur verið hafnað. Bandaríkin Forvali í forsetakosning­ um í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforseta­ efnum flokkanna. Varaforsetaefnin verða kynnt á flokksþingi í júlí. Talið er að forsetaslagurinn verði á milli Hillary Clinton og Donalds Trump. Hvorugu hefur þó tekist að heilla Bandaríkjamenn upp úr skón­ um og því getur gott varaforsetaefni skipt sköpum. Hagsmunahópar Bandaríkja­ manna sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku vilja að Clin ­ ton velji varaforseta úr þeirra hópi. Nefndir eru Julian Castro, húsnæðis­ og þéttbýlisþróunarráðherra, og atvinnumálaráðherrann Tom Perez. Tengsl Clinton við fjármálaheiminn hafa sætt gagnrýni og því telja sér­ fræðingar að hún gæti valið sér Sherr­ od Brown, öldungadeildarþingmann frá Ohio, sem varaforsetaefni en hún hefur beitt sér gegn alþjóðavið­ skiptasamningum. Öldungadeildar­ þingmaðurinn Elizabeth Warren frá Massachusetts hefur einnig verið nefnd, þar sem hún hefur gagnrýnt bankakerfið í Bandaríkjunum harð­ lega. Hvað Trump varðar hafa verið nefndir öldungadeildarþingmenn­ irnr Tim Kaine frá Virginíu og Cory Brooker frá New Jersey, sem tengist fjármálageiranum. Trump hefur nefnt að hann vilji varaforseta með reynslu í stjórnmálum, ólíkt honum, og hefur þar nefnt nokkra sem tóku þátt í for­ valinu, svo sem Scott Walker, ríkis­ stjóra Wisconsin, og öldungadeildar­ þingmanninn Marco Rubio. – sg Strax rýnt í næstu varaforseta HeilBrigðismál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók fyrstu skóflustunguna að nýju meðferðar­ heimili SÁÁ á Vík á Kjalarnesi í gær. Miðað er að því að framkvæmdum við nýja meðferðarheimilið verði lokið í janúar á næsta ári en það mun verða tæpir 3.000 fermetrar. Mun nýja húsið tengjast rúmlega 800 fermetra húsnæði sem fyrir er á meðferðarstöð SÁÁ á Vík. Á nýrri Vík verður hægt að hýsa 61 sjúkling í meðferð. – þea Nýtt meðferðar- heimili byggt Forsetinn tekur fyrstu skóflustunguna. Fréttablaðið/EGill aðalstEinsson Elizabeth Warren, mögu- legt varaforseta- efni demókrata í bandaríkjunum. 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -7 8 3 4 1 9 3 1 -7 6 F 8 1 9 3 1 -7 5 B C 1 9 3 1 -7 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.