Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 38
1960 var búið
að byggja verbúð-
irnar löngu, sem
eru svo einkenn-
andi fyrir Grand-
ann. Þær voru
mjög mikilvægar
því þeim var ætlað
að vera brim-
brjótur og veita
skjól og þar höfðu
sjómenn aðstöðu
til að geyma
veiðar færi og
jafnvel báta.
Guðbrandur Benediktsson
„Örfirisey var eyja sem mjótt eiði
lá út í og hægt var að ganga eftir á
fjöru. Sagan segir að öndvegissúl
ur Ingólfs okkar hafi komið fyrst
að landi þar en það er þó auð vitað
aðeins mýta,“ segir Guðbrandur.
Nokkur hús og bæir byggðust upp
á þessu svæði og síðar var á þess
um slóðum kaupstaður frá 17. öld
og fram til 1780 sem kallaður var
Hólmskaupstaður. „Þetta var einn
af verslunarstöðum einokunar
verslunar Dana en hann lagðist
af þar sem skilyrðin til verslunar
voru erfið, sér í lagi vegna lélegr
ar hafnaraðstöðu,“ lýsir Guðbrand
ur en verslunin fluttist í kjölfar
ið í Kvosina í Reykjavík og stuttu
síðar, eða árið 1786, hlaut Reykja
vík kaupstaðarréttindi.
Lítið var um að vera á Grand
anum eftir að verslun lagðist af
enda var ágangur sjávar nokkur
og stöðugt flæddi yfir eiðið sem nú
er Grandagarður.
Miklar breytingar voru þó í
vændum enda urðu raddir æ há
værari sem kröfðust þess að bæta
hafnaraðstöðu í Reykjavík. Töldu
menn það lykilatriði til að Reykja
vík gæti vaxið og dafnað. „Síðan
var það fljótlega eftir aldamótin
1900 að farið var ræða um að bæta
hafnaraðstöðuna í Reykjavík. Ráð
ist var í þetta stóra og merkilega
verk, sem hafnargerðin var, á ár
unum 1913 til 1917 og má segja
að höfnin hafi gjörbylt Reykjavík
sem verslunar og útvegsbæ,“ segir
Guðbrandur.
Eiðið út í Örfirisey var þá byggt
upp sem hafnargarður. Þar voru
lagðir járnbrautarteinar og lest
ir fluttu grjót úr Öskjuhlíð til að
byggja upp höfnina. Var þetta upp
hafið að uppbyggingu Grandans.
Breska hernámsliðið tók allt
svæðið undir sig í síðari heims
styrjöld og var þar með ýmsar
varnir. Eftir stríðið fóru ýmis
fyrir tæki og verksmiðjur sem
tengdust sjávarútvegi að byggja
þar upp sína starfsemi, auk þess
sem Slysavarnafélagið kom sér þar
fyrir fljótlega eftir stríð. „Um 1950
var byrjað að byggja olíugeymana
í Örfirisey og um 1960 var búið
að byggja verbúðirnar löngu, sem
eru svo einkennandi fyrir Grand
ann. Þær voru mjög mikilvægar því
þeim var ætlað að vera brimbrjótur
og veita skjól og þar höfðu sjómenn
aðstöðu til að geyma veiðar færi og
jafnvel báta,“ segir Guðbrandur en
bætir við að byggingin hafi vakið
nokkra furðu á sínum tíma, en gefi
svæðinu vissulega afar sterkan
svip.
Á síðustu árum hefur hverfið
gengið í endurnýjun lífdaga með
uppbyggingu Sjóminjasafnsins,
nýrri starfsemi í hluta verbúðanna,
Sjávarklasanum og tilkomu ýmiss
ar menningarstarfsemi, verslana
og veitingastaða. „Þetta er klassísk
þróun sem við sjáum víða í erlend
um borgum. Listamenn og menn
ingarstofnanir koma inn og gera
hverfin að áhugaverðum áfanga
stöðum fyrir heimafólk og ferða
menn,“ segir Guðbrandur og telur
mikilvægt að halda í rótgróna
starfsemi og þann karakter sem
einkennt hefur svæðið síðustu ára
tugi. „Við viljum að sagan sé sýni
leg og að einkennum svæðisins,
sem tengjast fiskvinnslu og útgerð,
verði haldið á lofti,“ segir hann og
bendir á að gestir Sjóminjasafns
ins kunni til að mynda vel að meta
nálægðina við Slippinn. Jafnframt
má benda á að Reykjavík er eina
höfuð borgin í Evrópu þar sem út
gerð og fiskvinnsla er í öndvegi
hafnarinnar.
„Núna vinnum við að gerð nýrr
ar grunnsýningar á Sjóminjasafn
inu, þar sem við viljum ramma
þessa sögu inn. Það má jafnvel sjá
fyrir sér að þetta svæði sem áður
var pínulítið hornreka geti í fram
tíðinni stækkað gömlu miðborgina
og hugsanlega létt álaginu af henni
sem hefur orðið meira með tilkomu
aukins ferðamannastraums.“
Höfnin órjúfanlegur hluti af Granda
Saga Grandans hefur í gegnum tíðina verið nátengd verslun og sjávarútvegi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, segir
nýlega þróun á svæðinu ánægjulega en þó þurfi að gæta þess að halda í þann karakter sem einkennt hefur Grandann síðustu áratugi.
Um 1930, konur við saltfiskverkun á stakkstæði Alliance við Mýrargötu. Í baksýn eru hús við Mýrargötu, fjær er Grandagarður
og Örfirisey. LjósMyndAsAfn ReykjAvÍkUR/MAGnús óLAfsson
1918-1920, þrír karlmenn standa á Grandagarði á járnbrautarteinum sem lágu út í
Örfirisey. Í fjöruborðinu liggur seglskúta, drangey BA5.
LjósMyndAsAfn ReykjAvÍkUR/MAGnús óLAfsson
1950-1960, fiskvinnsla hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, BúR við Grandagarð. Í þessum vinnslu-
sal er í dag rekið sjóminjasafn Íslands. LjósMyndAsAfn ReykjAvÍkUR/PétUR tHoMsen 1947, Bæjarútgerð Reykjavíkur, BúR, Grandagarði 8. við bryggju liggur fjöldi vél-
báta og skipa. LjósMyndAsAfn ReykjAvÍkUR/siGURHAns viGniR
Um 1960. verbúðir við Grandagarð. skip við bryggju og bátar uppi á landi.
LjósMyndAsAfn ReykjAvÍkUR/PétUR tHoMsen
Guðbrandur með Grandagarð í baksýn. Hann stendur á þaki sjóminjasafnsins en
þar er unnið að gerð nýrrar grunnsýningar um sjávarútveg og siglingar í Reykjavík.
Mynd/stefán
GRAndinn kynningarblað
23. apríl 20166
2
3
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
1
-E
E
B
4
1
9
3
1
-E
D
7
8
1
9
3
1
-E
C
3
C
1
9
3
1
-E
B
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K