Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 87
 Sú hugmynd að blanda saman brugghúsi og bistrói er þekkt um allan heim en Bryggjan brugghús er fyrsti slíki staðurinn á íslandi á þessari stærðargráðu. Bergur Gunnarsson „Þetta var einstakt tækifæri sem ég stökk á,“ segir Bergur Gunn- arsson, bruggmeistari á Bryggj- unni Brugghúsi, glænýjum og skemmtilega hönnuðum veit- ingastað að Grandagarði 8. Eftir að Bergur kláraði gráðu í efnafræði við Háskóla Íslands ákvað hann að prófa öðruvísi og skemmtilegt nám. „Ég fór til Edin borgar í mastersnám í brugg- un og eimun við Heriot Watts-há- skólann. Þegar því lauk starfaði ég á Micro bar í nokkra mánuði þar til Elvar Ingimarsson, hug- myndasmiður Bryggjunnar, kom að máli við mig síðasta sumar og bauð mér að gerast bruggmeist- ari,“ segir Bergur sem veit fátt skemmtilegra en starfið sitt. Bjórar hússins „Sú hugmynd að blanda saman brugghúsi og bistrói er þekkt um allan heim en Bryggjan brugghús er fyrsti slíki staðurinn á Íslandi af þessari stærðargráðu,“ upplýs- ir Bergur sem er sífellt að þróa og brugga nýja bjóra sem eru á boð- stólum á veitingastaðnum. „Það eru nokkrir bjórstílar sem ég fíla en þegar maður er að brugga verður maður að hugsa um fleiri en sjálfan sig,“ segir hann glett- inn. „Við erum yfirleitt með einn lager á krana enda er hann vin- sælastur hjá Íslendingum. Svo er ég líka með Pale Ale og IPA- bjóra en þeir eru síbreytilegir,“ segir Bergur en á Bryggjunni eru þrír heimatilbúnir bjórar í boði á krana en þeim mun fjölga á næstu mánuðum. Árstíðabundinn bjór „Við verðum líka með ólíka bjóra eftir árstíðum. Þannig brugg- uðum við belgískan jólabjór um jólin og súran bjór í takt við þorr- ann. Ég get í raun gert allt það sem hugurinn girnist enda hef ég mjög góðar græjur til taks,“ segir Bergur glaðlega. Auk bjórsins sem bruggaður er á staðnum verður einnig hægt að kaupa bjór af öðrum tegundum, til dæmis frá Borg og Mikkeler. Bjórskóli Bryggjunnar Bryggjan Brugghús starfræk- ir bjórskóla í samstarfi við Bjór- akademíuna. „Þetta eru nokkrir strákar sem hafa verið með fyrir- lestra í veislum og boðum undan- farin ár og munu vera með tvö námskeið á viku hjá okkur. Þar verður gefin góð innsýn í fram- leiðsluferlið, farið yfir mismun- andi bjórstíl og sögu bjórsins,“ segir Bergur, en fólk getur skráð sig í bjórskólann án matar, eða með sérstökum matseðli sem hefur verið settur saman fyrir tilefnið. Vitanlega fá nemendur einnig að bragða á hinum ólíku bjórum til að víkka sjóndeildar- hringinn. Við erum bjartsýnir á að þetta verði mjög vinsælt enda hefur áhugi Íslendinga á bjór stórauk- ist undanfarin ár,“ segir Bergur. Flott hönnun Brugghúsið sjálft leikur stórt hlutverk í útliti Bryggjunnar. „Staðnum er skipt upp í tvö rými. Annars vegar er það bistróstaður- inn með frábæru útsýni yfir höfn- ina og síðan er brugghússalurinn hinum megin í húsinu. Meðfram öllu brugghúsinu er glerveggur svo fólk sér inn í framleiðslusal- inn sem þykir mjög skemmtilegt.“ Nánari upplýsingar á www. bryggjanbrugghus.is. Blanda af brugghúsi og bistrói Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík. Þar er lögð áhersla á ferskt hráefni og gæðabjór sem dælt er beint úr brugghúsinu. Þar ræður bruggmeistarinn Bergur Gunnarsson ríkjum og sinnir sínu draumastarfi. Bergur Gunnarsson ræður ríkjum í brugghúsi Bryggjunnar þar sem bruggaðir eru girnilegir bjórar sem standa gestum veitingastaðarins til boða. MyNdir/ANtoN BriNk Hægt er að leigja dælur á Bryggjunni Brugghúsi fyrir veislur og stærri viðburði.Bryggjan Brugghús starfrækir bjórskóla í samstarfi við Bjórakademíuna. Að blanda saman brugghúsi og bistrói er þekkt út um allan heim. Brugghúsið sjálft leikur stórt hlutverk í útliti Bryggjunnar. kynningarblað GrANdiNN 23. apríl 2016 11 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -C 7 3 4 1 9 3 1 -C 5 F 8 1 9 3 1 -C 4 B C 1 9 3 1 -C 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.