Fréttablaðið - 23.04.2016, Síða 106

Fréttablaðið - 23.04.2016, Síða 106
Fiðluleikarar spila alltaF part úr þessu verki í pruFuspilun og þá auðvitað undir pressu. því er gaman að taka það úr stress-samhenginu. Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norður-lands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórar- insdóttir sem leikur einleik með sveit- inni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í A-dúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svo- lítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að tak- ast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kennd- ar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Man chester með kær- asta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Evu Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótt- urinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmunds- dóttur. „Þegar ég spilaði einleikstón- leika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægju- legt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sin- fónía númer 40 í G-moll og forleikur- inn að Brúðkaupi Fígarós á dagskrá. gun@frettabladis.is Mig dreymir enn á íslensku eftir öll þessi ár mozart verður í fyrirrúmi hjá sinfóníuhljómsveit norðurlands á tónleikum í hofi á morgun undir stjórn daníels Bjarnasonar. eva guðný þórarinsdóttir fiðluleikari flaug heim frá manchester til að spila einleik. Eva Guðný er orðin hagvön í Manchester en hlakkar mikið til að spila heima. TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Eldborg í Hörpu Föstudaginn 15. apríl Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Peter Ablinger, Roscoe Mitch ell, Þráin Hjálmarsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Roscoe Mitchell. Stjórnandi: Ilan Volkov. Seinni tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Tectonics hófust á skringilegu verki. Það heitir Quartz og er eftir Peter Ablinger. Skerandi hljómar á efsta tónasviðinu voru endurteknir hvað eftir annað, en undirliggjandi var hljómurinn úr risastórum taktmæli. Hljómsveitar- stjórinn, Ilan Volkov, var líka með taktmælinn í heyrnartólum og miðlaði honum til hljómsveitar- innar með taktslögum. En hljóm- sveitin var aldrei alveg með honum, sem skapaði furðuleg áhrif. Annars- vegar var óhagganlegur rytmi, hins- vegar taktur sem var alltaf aðeins á skjön. Manni datt í hug tíminn sem er óbreytanlegur en samt afstæður. Það var athyglisverð upplifun. Næst á dagskrá var Convers- ations eftir Roscoe Mitchell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitar- útsetningu. Væntanlega var það tónskáldið sjálft sem lék einleik á saxófón. Það kom þó hvergi fram í tónleikaskránni. Segjast verður að hún var hróplega illa unnin, með alltof litlum upplýsingum um verkin á hátíðinni. En Conversations var frábært! Þetta var einleikskonsert þar sem saxófónninn var í aðal- hlutverki. Trommusett sem Pétur Grétarsson spilaði á var líka í veiga- miklu hlutverki. Stíllinn á tónlistinni var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Conversations hófst í algerri ringul reið sem lofaði ekki góðu. Maður hugsaði: Ó nei! En en eftir nokkra stund hugsaði maður: Ó já! Pétur Grétars byrjaði að skapa athyglisverðar línur, sem römmuðu inn síbreytilegan saxófóninn og tón- málið fór að verða skiljanlegt. Alls- konar hendingar og strófur köstuðust á milli ólíkra hljóðfærahópa og yfir öllu sveif brjálæðislegur saxófónn- inn. Tónlistin var spennuþrungin og litrík, hvergi var dauður punktur. Það var ótrúlega skemmtilegt. Eftir hlé voru tvær íslenskar tón- smíðar, sú fyrri var eftir Þráin Hjálm- arsson og hét As Heard Across a Room. Þetta var sveimkennd tónlist, kliðmjúk og dreymandi. Hin var eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og hét Aequora. Það mun þýða flatt og lárétt. Eftir því var tónlistin flöt, en þó ekki í neikvæðum skilningi. Ekki væri rétt að kalla hana sveimtón- list, því það var of mikil framvinda í henni. Samt var yfir henni djúp ró, sem hreyfðist nánast aldrei. Ýmis- legt var að gerast undir niðri, en það var fyrst og fremst gefið í skyn, ekki slengt framan í áheyrandann. Þetta var sjarmerandi og ljúft áheyrnar, ákaflega áhrifamikið í einfaldleik sínum. Jónas Sen niðursTaða: Spennandi tónleikar sem komu stöðugt á óvart. Allt frá villtum framúrstefnudjassi niður í óljósan sveim Ilan Volkov stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á Tektóniks hátíðinni. FréTTablaðIð/VallI 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r50 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -7 8 3 4 1 9 3 1 -7 6 F 8 1 9 3 1 -7 5 B C 1 9 3 1 -7 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.