Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 84
Mikil gróska hefur byggst upp á
Grandanum í skemmtilegu um-
hverfi. Þar á meðal er verslun
Nettó sem var opnuð í ágúst 2013.
Verslunin var opnuð á föstudegi
fyrir verslunarmannahelgi og
hleypa þurfti viðskiptavinum inn
í hollum, svo mikil var traffík-
in. Geir Magnússon er verslunar-
stjóri í Nettó á Granda. Hann segir
að verslunin hafi mikla sérstöðu
gagnvart öðrum lágverðsverslun-
um á Grandanum. „Við erum eina
verslunin sem hefur opið allan
sólar hringinn hér á þessu svæði.
Það hefur verið mjög vinsælt og
alltaf að aukast. Fólk vinnur á
öllum mögulegum tímum og finnst
gott að vita af sólarhringsopnun
hér, hvort sem fólk er að kaupa sér
nesti í vinnuna eða kaupa inn fyrir
heimilið,“ segir hann. „Fólk veit að
hér er alltaf opið og það er greini-
lega eftirspurn eftir því.“
Gæðavörur í opnu kjötborði
„Við bjóðum upp á mjög gott kjöt-
borð þar sem alltaf eru spennandi
tilboð í gangi, umfram lágt vöru-
verð. Margar spennandi tegundir
gæðakjöts og -fisks. Nettó er eina
lágverðsverslunin hér á landi með
opið kjötborð þar sem allar vörur
eru ferskar. Við getum boðið mjög
gott verð í kjötborðinu okkar.
Fiskurinn er alltaf vinsæll og
einnig erum við með sérlega gott
nautakjöt sem fólk kemur aftur
og aftur og kaupir. Nú er grilltím-
inn að byrja og við marinerum og
gerum kjötið tilbúið á grillið.
Minni sóun og lífrænar vörur
Auk þess erum við með breiða
vörulínu í lífrænt ræktuðum
vörum sem margir kunna vel að
meta. Sömuleiðis glútenlausum
vörum og sykurlausum. Þetta eru
flokkar sem eru að vaxa gríðar-
lega. Fólk leggur mikla áherslu
á að borða hollt og veltir fyrir
sér hvaða vörur það kaupir. Hér
finna allir eitthvað við sitt hæfi,“
útskýrir Geir. „Þá er ég stolt-
ur af átaki okkar sem nefnist
„minni sóun“. Þar bjóðum við upp
á vörur sem eru að renna út á sölu-
tíma með ríflegum afslætti. Marg-
ir nýta sér það. Með þessu hend-
um við mun minna af mat en ella.
Við finnum fyrir auknum áhuga á
þessu enda góð vara í boði.“
Ferskt grænmeti og ávextir
Á Grandanum eru allar helstu lág-
verðsverslanirnar og Geir segir
mikla samkeppni á svæðinu. „Við
leggjum okkur fram um að hafa
sérstöðu til að mæta þessari sam-
keppni. Til dæmis leggjum við
mikla áherslu á að hafa grænmeti
og ávexti nýtt og ferskt. Bæði
framandi, suðræna ávexti sem
aðra. Gæðin eru alltaf í fyrir-
rúmi. Okkur hefur tekist mjög vel
að laða til okkar fólk sem veit af
þessum gæðum enda leggjum við
mikla áherslu á góða þjónustu.
Mikið vöruúrval
Viðskiptavinir okkar koma víða
að. Sumir úr Mosfellsbæ eða
lengra frá. Um helgar tekur fólk
rúnt hér um Grandann og kemur
við hjá okkur í leiðinni. Það er
pínu kaupfélagsandi hjá okkur.
Hér fást meðal annars leikföng,
garn, lopi, búsáhöld, bækur, und-
irföt og sokkar svo eitthvað sé
nefnt.“
Geir starfaði við að setja Nettó-
verslunina upp á Grandanum á
sínum tíma en fór síðan til Dan-
merkur til að kynna sér rekstur
lágverðsverslana og víkka sjón-
deildarhringinn. Hann kom síðan
aftur fyrir ári og tók við sem
verslunarstjóri.
Nettó er í eigu Samkaupa hf.
Fyrsta Nettóverslunin var opnuð
á Akureyri árið 1988 en í dag eru
þær 13 talsins, fjórar á höfuðborg-
arsvæðinu, á Grandanum, í Mjódd
og tvær í Kópavogi. Auk þess eru
Nettóverslanir á Akureyri, Húsa-
vík, í Borgarnesi, á Selfossi, í
Reykjanesbæ, Grindavík, á Höfn í
Hornafirði og Egilsstöðum.
Sjá nánari upplýsingar um Nettó-
verslanirnar á www.netto.is.
Lágt verð allan sólarhringinn
Verslun Nettó á Granda leggur áherslu á mikið vöruúrval og fyrsta flokks gæði. Verslunin er opin allan sólarhringinn sem margir nýta sér.
Í versluninni á Granda er frábært kjötborð og mikið úrval af lífrænt ræktuðum matvælum. Nettó Granda er hluti af lágverðskeðju.
Í Nettó á Granda er bakað á staðnum. MYND/PJETURFerskir ávextir og grænmeti í miklu úrvali. MYND/PJETURKjötborðið er spennandi með úrvali af kjöti og fiski. MYND/PJETUR
Nettóverslunin á Granda er við Fiskislóð. Verslunin er opin allan sólarhringinn. MYND/PJETUR
Þá er ég stoltur af átaki okkar sem nefnist
„minni sóun“. Þar bjóðum við upp á vörur
sem eru að renna út á sölutíma með ríflegum
afslætti. Margir nýta sér það.
Geir Magnússon
GRaNDiNN Kynningarblað
23. apríl 20168
2
3
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
3
1
-E
9
C
4
1
9
3
1
-E
8
8
8
1
9
3
1
-E
7
4
C
1
9
3
1
-E
6
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K