Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 84

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 84
Mikil gróska hefur byggst upp á Grandanum í skemmtilegu um- hverfi. Þar á meðal er verslun Nettó sem var opnuð í ágúst 2013. Verslunin var opnuð á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi og hleypa þurfti viðskiptavinum inn í hollum, svo mikil var traffík- in. Geir Magnússon er verslunar- stjóri í Nettó á Granda. Hann segir að verslunin hafi mikla sérstöðu gagnvart öðrum lágverðsverslun- um á Grandanum. „Við erum eina verslunin sem hefur opið allan sólar hringinn hér á þessu svæði. Það hefur verið mjög vinsælt og alltaf að aukast. Fólk vinnur á öllum mögulegum tímum og finnst gott að vita af sólarhringsopnun hér, hvort sem fólk er að kaupa sér nesti í vinnuna eða kaupa inn fyrir heimilið,“ segir hann. „Fólk veit að hér er alltaf opið og það er greini- lega eftirspurn eftir því.“ Gæðavörur í opnu kjötborði „Við bjóðum upp á mjög gott kjöt- borð þar sem alltaf eru spennandi tilboð í gangi, umfram lágt vöru- verð. Margar spennandi tegundir gæðakjöts og -fisks. Nettó er eina lágverðsverslunin hér á landi með opið kjötborð þar sem allar vörur eru ferskar. Við getum boðið mjög gott verð í kjötborðinu okkar. Fiskurinn er alltaf vinsæll og einnig erum við með sérlega gott nautakjöt sem fólk kemur aftur og aftur og kaupir. Nú er grilltím- inn að byrja og við marinerum og gerum kjötið tilbúið á grillið. Minni sóun og lífrænar vörur Auk þess erum við með breiða vörulínu í lífrænt ræktuðum vörum sem margir kunna vel að meta. Sömuleiðis glútenlausum vörum og sykurlausum. Þetta eru flokkar sem eru að vaxa gríðar- lega. Fólk leggur mikla áherslu á að borða hollt og veltir fyrir sér hvaða vörur það kaupir. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi,“ útskýrir Geir. „Þá er ég stolt- ur af átaki okkar sem nefnist „minni sóun“. Þar bjóðum við upp á vörur sem eru að renna út á sölu- tíma með ríflegum afslætti. Marg- ir nýta sér það. Með þessu hend- um við mun minna af mat en ella. Við finnum fyrir auknum áhuga á þessu enda góð vara í boði.“ Ferskt grænmeti og ávextir Á Grandanum eru allar helstu lág- verðsverslanirnar og Geir segir mikla samkeppni á svæðinu. „Við leggjum okkur fram um að hafa sérstöðu til að mæta þessari sam- keppni. Til dæmis leggjum við mikla áherslu á að hafa grænmeti og ávexti nýtt og ferskt. Bæði framandi, suðræna ávexti sem aðra. Gæðin eru alltaf í fyrir- rúmi. Okkur hefur tekist mjög vel að laða til okkar fólk sem veit af þessum gæðum enda leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu. Mikið vöruúrval Viðskiptavinir okkar koma víða að. Sumir úr Mosfellsbæ eða lengra frá. Um helgar tekur fólk rúnt hér um Grandann og kemur við hjá okkur í leiðinni. Það er pínu kaupfélagsandi hjá okkur. Hér fást meðal annars leikföng, garn, lopi, búsáhöld, bækur, und- irföt og sokkar svo eitthvað sé nefnt.“ Geir starfaði við að setja Nettó- verslunina upp á Grandanum á sínum tíma en fór síðan til Dan- merkur til að kynna sér rekstur lágverðsverslana og víkka sjón- deildarhringinn. Hann kom síðan aftur fyrir ári og tók við sem verslunarstjóri. Nettó er í eigu Samkaupa hf. Fyrsta Nettóverslunin var opnuð á Akureyri árið 1988 en í dag eru þær 13 talsins, fjórar á höfuðborg- arsvæðinu, á Grandanum, í Mjódd og tvær í Kópavogi. Auk þess eru Nettóverslanir á Akureyri, Húsa- vík, í Borgarnesi, á Selfossi, í Reykjanesbæ, Grindavík, á Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum. Sjá nánari upplýsingar um Nettó- verslanirnar á www.netto.is. Lágt verð allan sólarhringinn Verslun Nettó á Granda leggur áherslu á mikið vöruúrval og fyrsta flokks gæði. Verslunin er opin allan sólarhringinn sem margir nýta sér. Í versluninni á Granda er frábært kjötborð og mikið úrval af lífrænt ræktuðum matvælum. Nettó Granda er hluti af lágverðskeðju. Í Nettó á Granda er bakað á staðnum. MYND/PJETURFerskir ávextir og grænmeti í miklu úrvali. MYND/PJETURKjötborðið er spennandi með úrvali af kjöti og fiski. MYND/PJETUR Nettóverslunin á Granda er við Fiskislóð. Verslunin er opin allan sólarhringinn. MYND/PJETUR Þá er ég stoltur af átaki okkar sem nefnist „minni sóun“. Þar bjóðum við upp á vörur sem eru að renna út á sölutíma með ríflegum afslætti. Margir nýta sér það. Geir Magnússon GRaNDiNN Kynningarblað 23. apríl 20168 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -E 9 C 4 1 9 3 1 -E 8 8 8 1 9 3 1 -E 7 4 C 1 9 3 1 -E 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.