Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 38
36
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
hann ræðir síðar við föður hennar um hana, kynnist hann nýrri
og öllu jarðneskari hlið álfkonunnar.
Faðirinn segir:
Já, sál hennar. - Þó að eg sé faðir hennar, þá skammast eg mín ekkert fyrir
að segja, að þar gnæfir villidýrið yfir alt annað. (41).
Konan sem villidýr og mannæta var stef, sem átti eftir að hlj óma
oftar í sögum Halldórs.
Konubarn þetta útrýmir fljótlega kvenhatri Randvers, og hugsjón
hennar er um skeið sú að láta auðuga karlþjóð dekra við sig. Mun-
ar minnstu, að hún gangi af tveimur karlhetjum bókarinnar dauð-
um, en þó verður það aðeins annar þeirra, sem fer sér af hennar
völdum. Randver leggst hins vegax í drykkjuslark og örvæntingu,
unz Hulda dregur hann upp úr svaði:
Hún strauk moldarskánina burt af kinnum hans, og dustaði úr skeggi hans
með fingrunum.
„Hvað... hvað... hvað er þetta?“ muldraði hann og ætlaði að rísa upp.
„Það er bara hún Hulda þín,“ mælti hún blíðlega. (213).
Og síðan segir hún:
Randver! Má eg ekki vera fótaþurka þín? Eg óska einskis frekar. (215).
Því hefur verið dvalizt svo við þetta æskuverk Halldórs, að þar
koma þegar fram kvengerð og minni, sem hann átti eftir að vinna
upp aftur: Álfkonan bláklædda sem fótaþurrka og ambátt manns
síns
Gerist þess þörf að minna á Hið Ijósa man?
Næsta skáldsaga Halldórs, Undir Helgahnúk, er merkileg um
margt og visar veginn til fjölmargra meginþátta í höfundarverki
hans síðar.
Þar birtast m. a. allar þær þrjár aðal-kvengerðir, sem hér hefur
verið haldið fram, að einkenndu kvenlýsingar skáldsins.
Þar er enn á ferðinni hin álfkynjaða kona, þar sem er Áslaug, og
raunar er hún miklu hreinræktaðri tegundarmynd en Hulda:
Hún horfði út í bláinn, og hann sá óljóst móta fyrir mjúkum, hálfþroskuð-
um formunum í hinum kornúnga túnglskinslíkama, þar sem mynd hennar bar
við kvöldhimininn. (243).