Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 79
SKIRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
77
Kristni Örn Úlfar vera söguhetjan í Heimsljósi: svo þröngar skorS-
ur setur hinn pólitíski skoðunarháttur skilningi skáldskapar.18 Og
þess eru fleiri dæmin. I hinni ýtarlegu ritgerS Sigfúsar DaSasonar
um Brekkukotsannál, löngu síSar, lýstur þannig allt í einu upp
þeirri fullyrSingu aS sú bók sé „framar öllu öSru bókin um mátt
borgarastéttar til aS slá ryki í augu alþýSu og nota sér góSlyndi
hennar og trúgirni“.19
Um hiS pólitíska gildi Halldórs og verka hans fyrr á tíS má
fræSast nokkru nánar af endurminningum Jóns Öskars úr „lífi
skálda og listamanna“ í Reykjavík á hernáms- og eítirstríSsárum.
A öndverSum skáldatíma Jóns Óskars er róttæk vinstristefna, sósíal-
ismi og kommúnismi í uppgangi á Islandi. Ahugi hans beinist frá
spíritisma, dulspeki Gretars Ö. Fells, fræSum Helga Péturss aS
pólitík, og sína pólitísku skoSun virSist hann meStaka ómelta frá
öSrum, falslausa barnatrú. Þá trú kennir hann en þakkar ekki einni
bók og einum höfundi, Halldóri Kiljan Laxness og Gerska œfin-
týrinu. Og sakfellir Halldór fyrir aS hafa vísvitandi veriS aS villa
um fyrir sér og sínum líkum:
Ykjustíll er ekki sama og blekkingar. Hann er oft nauðsynlegur til að gefa
frásögninni líf og lit. En þarna voru annarskonar blekkingar í frammi hafðar.
Og hvað vildi höfundurinn með blekkingunum? Eg á ekki við stílinn. Ég á
við raunverulegar blekkingar (og lygar). Stíllinn fól ekki í sér blekkingar
nema að því leyti sem hann var notaður til að koma fram ákveðnum blekk-
ingum. Hversvegna þurfti að koma þeim fram? Ég hugði að þessi höfundur
væri ekki eins og þeir sem skrumuðu um Ráðstjórnarríkin, því það lá í orð-
um hans sjálfs, að hann væri að segja frá raunveruleikanum og því sem hann
hefði sjálfur augum litið.
Þegar ég var að lesa Gerska œvintýrið, flaug mér sízt í hug að ég væri ein-
faldlega að lesa bók eftir trúgjarnan íslenzkan sveitamann, enda er málið því
miður ekki svo einfalt, þar sem höfundur vissi betur en hann lét uppi. En
með bókinni eignaðist ég í rauninni drauminn um byltinguna sem ekki skildi
við mig öll stríðsárin. Ég veit að fleiri hafa sömu sögu að segja . . . Þess
vegna sigraði sósíalistaflokkurinn í kosningunum 1942. Og við höfðum að
orðtaki: Þetta gerum við eftir byltinguna. Allt sem var fegurst og bezt og
merkilegast, það átti að verða eftir byltinguna.29
Það er ljóst af grein Sigurðar Nordals, „Tvær miklar skáldsög-
ur“, sem hann birti þegar síðasti hluti Heimsljóss var nýlega út-
kominn, að hann telur sig vera að rjúfa þagnarmúr um nafn höf-