Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 194
192
RITDOMAR
SKÍRNIR
þræðir bókmenntaþróunarinnar á því skeiði, og byggja þessir inngangskaflar
á röksemdafærslu og niðurstöðum ritgerðanna um bókmenntir einstakra þjóða.
Þessir inngangskaflar og það sjónarmið, sem að baki þeim liggur, eru
sennilega mikilsverðasta nýjungin við þessa miklu bókmenntasögu. Þeir eru
samdir af Peter Haflberg um tímabilin fyrir 1500, af Mogens Br0ndsted 1500-
1700, af Gunnari Svanfeldt 1700-1800 og af Mogens Br0ndsted um öll tíma-
bilin eftir 1800, nema Ulf Wittrock hefur samið með honum innganginn að
tímabilinu 1890-1910.
Þetta mikla bókmenntasöguverk vekur ýmsar spurningar hjá lesanda, og
verður hér aðeins á fátt eitt drepið.
Áður en lengra er haldið, er þó vert að benda á hið tvíþætta meginhlut-
verk ritsins, sem skilgreint er í formála þess, og jafnframt, að þar er gerð
grein fyrir grundvallarsjónarmiðum varðandi tímamörk, val höfunda og skáld-
verka, sem um er fjallað. Það væri því óréttmætt að krefjast þess, að höfundar
einstakra kafla hefðu fylgt einhverjum öðrum línum. Hitt getur aftur á móti
verið umræðuefni, hvort sjónarmið ritstjórnarinnar hafi átt rétt á sér eða
hvort Nordens litteratur, eins og verkið liggur fyrir, sé réttlæting þeirra sjón-
armiða.
Að því er varðar fyrri megintilgang ritsins, að kynna norrænar bókmenntir
fyrir áhugasömum lesendum hverrar og einnar hinna norrænu þjóða, leikur
varla á tveim tungum, að sú ætlun er æskileg og lofsverð.
Þótt oft sé talað um, að norræn samvinna sé meiri í orði en á borði, ríkir
almennari skilningur og þekking á högum og menningu milli Norðurlanda-
þjóðanna innbyrðis en milli nokkurrar þeirrar annars vegar og hins vegar
þjóðar utan þessa þjóðahóps. Engu að síður er fyrir hendi meðal Norður-
landaþjóða ærin gagnkvæm vanþekking á bókmenntum hverrar annarrar, og
því liggja bæði félagsleg og menningarpólitísk rök til útgáfu rits sem Nordens
litteratur.
Um hitt má spyrja, hvort til þess liggi einnig fræðileg rök að fjalla þannig
um bókmenntir tiltekins þjóðahóps sem eina heild. I svarinu við þeirri spum-
ingu felst réttmæti eða óréttmæti þeirra sjónarmiða, er liggja að baki öðrum
aðaltilgangi verksins.
Þegar ritið Nordens litteratur er lesið í heild og einkum inngangskaflar
hinna einstöku tímabila, þar sem reynt er að skapa heildarsýn yfir samhengi
og þróun norrænna bókmennta, hygg ég, að niðurstaðan verði einnig sú, að
þetta sjónarmið ritstjórnarinnar hafi átt fyllsta rétt á sér.
Landfræðileg lega Norðurlanda, málleg tengsl þjóðanna, sem þau byggja
fnema að sjálfsögðu Finna), og náinn skyldleiki veldur því, að bókmenntir
þeirra eiga sér fleiri hliðstæður og sameiginlegar þróunarbrautir en títt er
meðal annarra þjóða.
Vissulega hefur samsvipur norrænna bókmennta verið mismikill á mismun-
andi tímum; á síðari öldum sennilega aldrei jafnríkur og á árunum 1870-90,
þegar Georg Brandes og skáldakynslóð hans varp ljóma á norræna menningu.
Líka hafa tengslin milli miðþjóðanna þriggja ávallt verið nánari innbyrðis en
við bókmenntir jaðraþjóðanna, Finna, Færeyinga og Islendinga. Þess vegna