Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 148
146
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
Ef orð Bjarna, kvistir kynlegir, eru hins vegar skýrð samkvæmt
þeirri merkingu, sem þessi orð hafa fengið nú, verður Oddskviða í
heild lakari skáldskapur. Með skýringunni á sálarlífi Odds, þar sem
atferði hans verður skiljanlegt fyrir sjónum lesanda, tæki skáldið
aftur orð sín um „kynj amanninn“. Og ekki nóg með það. Sú túlkun,
að vor „ástkæra fósturmold“ sé „jörð harmafuna“ og krenki börn
sín í uppvexti er í hrópandi mótsögn við herzlukenningu Bjarna,
sem er rauði þráðurinn í lífsskoðun hans. Ég læt nægja að vitna
í kvæðið ísland, sem hefst svo:
Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir,
landið sem aldregi skemmdir þín börn!
Og síðar í sama kvæði:
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði.
Kynlegir kvistir hafa nú skotið þeim rótum í málvitund almenn-
ings, að endast mun þeim til langra iífdaga í þeirri merkingu, sem
lýst var í upphafi þessarar greinar. Við þessu verður ekki gert, né
heldur amazt hér. En Oddskviða hefur goldið þessa viðtekna mis-
skilnings helzt til lengi. Hún er einn snjallasti dánaróður íslenzkra
bókmennta og um leið merkasti skerfur Bjarna Thorarensens til
þeirra, ef hún er rétt skilin.
1 íslenzk tunga. 4. árg. (Reykjavík 1963) bls. 57-81.
2 Bjarni Thorarensen, Ljóðmæli I—II. Jón Helgason bjó til prentunar. (Kaup-
mannahöfn 1935) I bls. 190-92.
3 Samtíð og saga III (Reykjavík 1946) bls. 38.
4 Sama rit, bls. 39.
5 Sama rit, bls. 43.
6 Skýringar við íslenzka lestrarbók 1750-1930 (Reykjavík 1943) bls. 17—18.
7 Studia islandica, 27. hefti (Reykjavík 1968) bls. 48.
8 Sjá Sunnanfara VI (Kaupmannahöfn 1897) bls. 86.
0 ísafold XVIII (Reykjavík 1891) bls. 56 nm.
10 Sama rit sama ár, bls. 62 nm.
11 Óffinn I. árg. (Reykjavík 1905) bls. 48.
12 Sjá Bjarni Thorarensen, Ljóffmæli II (Kaupmannahöfn 1935) bls. 251 o.áfr.
13 ísafold XVIII. árg. (Reykjavík 1891) bls. 61 nm.
14 Sbr. B. Th. Ljóðmæli I—II (Kaupmannahöfn 1935) II bls. 253-54.
15 Sama rit I, bls. 55-56.