Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 198
196
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Nokkrum köflum er þó varið til að lýsa bókmenntum, tungu og list, en megin-
stofninn í bókinni er menningarsaga allt frá upphafi landnáms fram yfir lok
þjóðveldis.
Höfundurinn kemst svo að orði í formála að hann hafi ritað þessa bók til
þess að létta undir með þýzkum lesendum; til þess að þeir geti skilið íslenzk-
ar fornbókmenntir sé þeim nauðsynlegt að þekkja þann jarðveg sem þær eru
sprottnar upp úr. Hann afsakar og, að þess vegna sé fjallað um efni í bók-
inni, sem annars komi bókmenntunum lítið við.
Það er varla unnt að ætlast til þess að í alþýðlegu yfirlitsriti komi fram
einhverjar nýjungar. A hinn bóginn verður að krefjast þess að þar sé drepið
á allflestar viðurkenndar skoðanir og hugmyndir fræðimanna um viðfangs-
efnið. Yfirleitt hefur höf. tekizt vel að vinza úr og bera á borð það sem að-
gengilegast er. Fetta má þó fingur út í einstök atriði: Höfundur er trúaður á,
að Rómverjar hafi komið hingað til lands og rekur alþekkt rök fyrir því. En
hann minnist ekki á gagnrökin: skrautgirni víkinga. - Engin haldbær rök eru
fyrir því, að Grænland hafi nokkru sinni talizt til íslenzka þjóðveldisins. -
Ekki hefði sakað að höfundur hefði fjallað um kenningar 0. Olsens um hofin;
það hefði e. t. v. getað skýrt betur goðaveldið. - Nafnið friðaröld er villandi.
Um umrætt tímabil eru svo litlar heimildir að tæpast er réttlætanlegt að nefna
það svo. - Er það ekki að villa um fyrir þýzkum lesendum að telja að Grettir
Ásmundarson hafi fallið um 1030? - Þá þykir mér fulldjúpt í árinni tekið
þegar höfundur heldur því fram að íslenzk sagnaritun hafi fljótt farið fram úr
„ihre siidliche Vorbilder". - Hvaðan kemur höf. sú vitneskja að Teitur Is-
leifsson hafi stofnað „eine grossenteils weltliche Schule“? Um skólahald hér
á 11. og 12. öld eru heimildir rýrar. Varla hafa aðrar greinar en hinar sjö
höfuðíþróttir verið lærðar í skólum hér. Skólarnir hafa og naumast verið
stofnaðir til að mennta leikmenn. Hitt er svo annað mál að sumir lærisveinar
hafa e. t. v. aldrei tekið prestsvígslu - og menntun þeirra varð þess vegna
hinum veraldlegu að gagni. - Of mikið er gert úr sjálfstæði íslenzku kirkj-
unnar. Hafa ber í huga að kaþólska kirkjan lét það átölulaust þó að útkjálka-
kirkjur breyttu eftir gömlum venjum, þótt þær færu í bága við almennan
kirkjurétt. Túlkun höf. á biskupaskiptunum 1237 er óljós. Hann hefði mátt
taka fram að formgallar voru á kosningunni; Kygri-Björn sagður óskilgetinn,
en Magnús Guðmundsson hafði verið allsherjargoði. Þessa galla færa kórs-
bræður sér svo í nyt. - Létt hefði það fyrir lesendum, ef teikningar hefðu
fylgt kaflanum um húsakynni. - Óvarleg er sú staðhæfing höf. að tónlist
virðist hafa verið vanrækt í íslenzku menningarlífi. Um veraldlega tón-
mennt eru engar heimildir, en það þarf ekki að tákna að tónlist hafi endilega
skort í samkvæmislífi íslenzkra á miðöldum. - Enda þótt þrælahald hafi e. t. v.
verið úr sögunni um 1100, er óvíst að hér hafi nokkurn tíma náðst „Status
der „klassenlosen Gesellschaft“ “. - Oflof er borið á heimildagagnrýni Snorra.
Sem sagnaritari stendur hann naumast framar en evrópskir samtíðarmenn
hans. - Fullsterkt er tekið til orða um tilurð Sverris sögu, að Karl ábóti hafi
skrifað söguna „im Auftrag des kirchenfeindlichen Königs selbst“. Formáli
Sverris sögu gefur ekki tilefni til slíkrar túlkunar.