Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 159
SKÍRNIK HJÓNIN Á HLÍÐARENDA 157
„Standa munu nokkrir hans makar á götu minni, áður en ég hræðist þá,“
segir Gunnar. (72. kap.)
Olíkt er nú til orða tekið og áður. Ekki er að sj á að kappanum
er svo mælir, sé meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.
Nú var gullið tækifæri til að rifja upp þá kenningu. En höfundur
lætur það hjá líða. Gunnar ber við fátækt að hann láti Þorgeir
sleppa, en jafnhliða gægist upp önnur ástæða: Vitanlega er meiri
sómi að því að láta smámennið sleppa en sóa því.
Eftirmálin eru rekin af hörku á báða bóga, og ekki verður annað
séð en Gunnar megi vel við dóminn una. Þrír vetur erlendis geta
langt í frá kallazt afarkostir.
Séu nú þeir þræðir er raktir hafa verið, dregnir saman í eina
hönk, verður fljótt ljóst að lokin geta aðeins orðið á einn veg.
Fimm sinnum hefur höfundur sögunnar lagt sérstaka áherzlu á það,
hversu sæmd Gunnars vaxi af hverj u máli. Hann hefur lagt áherzlu
á breytt viðhorf til víga (það liggur mjög beint við að bera saman
frásagnirnar af bardögunum tveim við Rangá). I smærri atriðum er
lesanda gefinn í skyn vöxtur Gunnars. Þegar Skammkell segir „Það
myndi mælt, ef ótiginn maður væri, að grátið hefði“ (53. kap.),
er vitanlega um háð að ræða, en um leið er lesanda bent á, að
fyrir sumra augum kunni Gunnar etv. að jafngilda tignum manni.
Svipað dæmi má nefna: Þegar Gunnar ríður heim af þingi og
hrunnið hefur á Kirkjubæ, segir að margir ríða til Hlíðarenda.
Síðan segir frá sennu þeirra hjóna, þegar Gunnar er látinn ganga
gegnum einhverju þyngstu prófun heiðarleika síns. Og stundu síðar
segir: „Fara nú þingmenn í braut.“ (48. kap.). Ekki segir ,þing-
menn Gunnars‘, enda á hann sér enga þingmenn. En lesandanum
dylst naumast, að Gunnar muni jafngilda höfðingja og goðorðs-
manni fyrir einhverra augum.
Allt stefnir þetta að einum punkti: Hinn góði drengur sögunnar,
Gunnar Hámundarson, sem lýst var í upphafi einhverri glæstustu
mannlýsingu sem sögur fara af, hefur þróazt vegna ytri velgengni,
unz stolti hans er nú þann veg farið, að hann getur ekki beygt sig.
Það er einfaldlega stolt hans, sem bannar honum að fara utan.
En vitanlega getur hetjan ekki viðurkennt það. Skýring hennar í lif-
anda lífi er alkunn. „Fögur er hhðin . ..“ er í flestra augum kjarni
Gunnars á Hlíðarenda. Fyrir tilstyrk þeirra orða hefur Gunnar