Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 169
SKÍRNIR SNORRI FÓLGSNARJARL 167
ekki sannanlega fundizt í örnefnum, ekki heldur inni í landinu eða
i Svíþjóð og Danmörku. Þannig er landfræðileg útbreiðsla þess
mjög greinilega afmörkuð. Eins ætti að vera unnt að afmarka því
tíma, því orðið *folgsn er ekki að finna í örnefnum á Islandi eða
í öðrum stöðum, sem byggðust frá Noregi, enda þótt það kæmi
fyrir einmitt á þeim hluta Noregsstrandar, sem útflytj endurnir á
víkingaöld komu frá. Þetta hljótum við að skilja þannig, að orðið
hafi ekki lengur verið notað til afleiðslu um það leyti sem víkingar
og landnámsmenn fóru út. í staðinn hafði komið nýtt orð, sem
þekkt er bæði í örnefnum og fornsögum, þ. e. a. s. leynivágr.
Þar með er einmitt komið að þeim orðum, sem eðlilegt hefði
verið að vísa til á fornnorrænum tíma, ef þurft hefði að mynda
orð með merkingunni „leynilegur jarl“. Finna má fjölda orða,
dreginn af leyni- eða leyndar-, og merking þeirra allra er á þann
veg, að þau mátti nota sem fyrirmynd nýyrðis af því tæi, sem
við hljótum að gera ráð fyrir í þessu sambandi. (Dæmi: leyndar-
bréf, leyndarsending, leyndartal, leyndarvinr, leynidyrr, leynihús,
leynistigr, leynivegr og fjöldi annarra). Já, fullyrða má, að eini
hugsanlegi möguleikinn til að koma á framfæri hugtakinu „leyni-
legur jarl“ á fornnorrænum tíma, hafi verið að gera það með orð-
myndun á borð við t. d. *leyndarjarl (sbr. leyndarvinr), ef orðiö
átti að verða fljótsagt og blátt áfram; - ofurlítið öðru máli gegndi
í skáldskap, þegar um var að gera að segja hlutina á listrænan
hátt; ártíðarminnisgrein er hins vegar ekki skáldskapur.
Allar vangaveltur um hina málfræðilegu hlið þessa viðfangsefnis
leiða þannig til þeirrar niðurstöðu, að viðurnefnið fólgsnarjarl geti
ekki haft þá merkingu, sem P. A. Munch lagði í það.
Furðulegt er, að Finnur Jónsson skyldi ekki leggjast gegn liinni
venjulegu skýringu, úr því að hann gat ekki fellt sig við að láta
kalla Snorra „leynilegan jarl“. En Finnur reyndi ekki að setja
fram nýja skýringu. Þess í stað varpaði hann fram dylgjum í
gaxð Styrmis fróða og ásakaði hann fyrir að hafa ekki sýnt Snorra
lilhlýöilega virÖingu.
Finnur brást við eins og búast mátti við af góðum Islendingi.
Væri það rétt, að Skúli hertogi hefði algerlega á bak við tjöldin
gert Snorra að jarli, var aðeins unnt að leggja það út á einn veg:
Snorri hafði lofað hertoganum að leggja ísland undir Noreg gegn