Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
SNORRI FÓLGSNARJARL
173
að ræða en Niðarhólm og Stórfosnu, þegar horft er út frá Niðarósi.
Síðan kemur þetta merkilega tilsvar Hreiðars: „Þar skal ek sam-
tengja með Nóreg ok Island.“ Þá snýst konungi hugur, því að
hann óttast að ófriður verði um hólminn. Auðvelt er að ímynda
sér, að hann hræðist stjórnmálalegar afleiðingar. Hann leysir
hólminn út með silfri og ráðleggur Hreiðari að halda heim til
íslands.
Við getum ekki látið okkur nægja, að þetta sé einungis skáld-
skapur, að þetta sé skemmtisaga, sem enginn fótur hafi verið fyrir
í raunveruleikanum. Annaðhvort hefur höfundurinn tekið upp minni
úr skáldskap, sem er líklegast, eða hann er að vísa til atviks. Sé um
það fyrrnefnda að ræða, hefur minnið fyrirfundizt áður en rit-
höfundurinn, sem hér á í hlut, festi það á bókfell. Hann hefur því
ekki búið það til sjálfur, og þá hljótum við að spyrja, hvaðan
það sé komið. Spurningunni um upphaflega sannfræði er þá skotið
ofurlítið lengra aftur á bak — frá okkur — í tíma. - Sé um það síð-
arnefnda að ræða, hljótum við að spyrja urn atvikið, sem vísað
sé til.
Sagt er, að skáldskapurinn líki eftir lífinu, og er mikið til í því.
Einnig er sagt, að lífið líki eftir skáldskapnum. Það gerist kannski
ekki sérlega oft, en kemur þó fyrir. Við skulum lita á frásögn, sem
Snorri sjálfur skrásetti. Við flettum upp í Heimskringlu, Olafs sögu
helga, 125. kap., og lesum:
Olafr konungr sendi þetta suniar Þórarin Nefjólfsson til Islands með 0r-
endum sínum... hann tók Eyrar á íslandi, ok fór þegar til alþingis ok kom
þar, er menn váru at lpgbergi, gekk þegar til Iggbergs. En er rnenn hofðu
þar mælt lpgskil, þá tók Þórarinn til máls Nefjólfsson: „Ek skilðumk fyrir
fjómm nóttum við Óláf konung Haraldsson. Sendi hann kveðju hingat til
lands Qllum . . . ok þat með, at hann vill vera yðarr dróttinn, ef þér vilið vera
hans þegnar, en hvárir annarra vinir ok fulltingsmenn til allra góðra hluta.“
Menn svpruðu vel máli hans. Kváðusk allir þat fegnir vilja at vera vinir kon-
ungs, ef hann væri vinr hérlandsinanna. Þá tók Þórarinn til máls: „Þat fylgir
kveðjusending konungs, at hann vill þess beiðask í vináttu af Norðlendingum,
at þeir gefi honum ey eða útsker, er liggr fyrir Eyjafirði, er rnenn kalla
Grímsey, vill þar í mót leggja þau gœði af sínu landi, er menn kunnu honum
til at segja, en sendi orð Guðmundi á Mpðruvollum til að flytja þetta mál, því
at hann hefir þat spurt, at Guðmundr ræðr þar mestu.“ Guðmundr svarar:
„Fúss em ek til vináttu Óláfs konungs, ok ætla ek mér þat til gagns miklu