Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 111
SICÍRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
109
Hvað mér - meir og meir - sárna rýrð og vesæld okkar elskaða
lands. Hvað geta okkar gáfumenn hér gert eða orðið. Erum við hér
ekki í fjötrum og fangelsi? Hvað er það sem okkur er ekki ofvaxið,
og hver sigrar okkar framfaratálmanir, og hvernig getum við orðið
samferða öðrum þjóðum? Auk þess erum við bilað fólk, eða búið
að missa með breyttu uppeldi það þrek, nægjusemi og elju, sem
feðurnir höfðu. Æ jeg efast um verul. framfarir og viðreistn lands-
ins - þó árferði verði þolanlegt annað veifið. Land þetta var þolan-
legt land fyrir miðaldarfólk, en síðan? Nei!
Annað segja þeir sunnanmenn: Þ. Thor. Sæm. Eyjólfs. og J. 01.
Allir skrifa þeir líflega, en allir of optimistist. Því sendir þú „Lýð“
armingja ekkert? Þá er von að önnur tré svíkji. Sendu mér grein,
sem heiti: „Fyrrum og nú“. Berðu saman þarfir bónda á 13. öld
við bónda á 19. og meðalarð meðalbúa á hverri þri öld. Sendu mér
aðra um: Bókmenntafél. síðan J. Sig. leið! Allt fer í hundana í
höndum roða - Björns. Sendu mér 3. grein um „þjóðvfél“. Bókm-
fél. vil jeg gjöra að ísl. fornbókafélagi (1 deild og í Rvk). Þjóð-
vinafél. á líka að skapast upp og verða mennt. fél. fyrir fólkið, sem
hjálpi til að gefa út kennslubækur. Enginn sendir mér grein. Norðl.
eru fullir af vindi - einsog þr aldrei hafi lifað á tómum vindi og sjó.
Bregzt þú mér ekki, því eins og stendur líta margir með úlfbúð og
óvild til mín. Jeg fer nú að gefa mínum fáu (c 600) kaupendum
inn dálítið af Channing í hv. bl. Páskaræða P. Sig. vekur nýjan vind
í okkar kkjul. dauðalopti. - Sanna þú til þá vil jeg mega lifa! Jeg
vildi lifa til að sjá okkar vesælu kkju velta um koll og liggja í tótt
þá er fyrst von á andl. framförum. Það er sá andl. eldur, sem þarf
að vekja vora þjóð - svo framarl. sem nokkrir þjóðkraptar eru
eptir í henni sem heild. Einstaka menn góða eigum við marga að
tiltölu, en fæstir þeirra komast að fyrir hinum, og þessir „hinir“ sem
komast að, eru venjul. egoistar og humbúksmenn. Það er háskinn
máske mestur á vorri tíð. — Gleðileg jól! Heilsaðu konu og börnum
(eða harni - hvað eigið þið?) Kærar kveðjur frá konu m. og öllum
hér, sem þig þekkj a, t. d. frá Skapta.
Do not forget me. Þinn einl. vin og bróðir
Matthías.
Utanmáls:
„Wir werden ganz gut werden wen wir gestorben sind!“