Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
IÍITDOMAR
213
vitað, þýðir að vera sér ómeðvitandi um mörk mannlegs persónuleika" (bls.
39). Öðru máli gegnir um skáldin að fornu. Skáldin, en nöfn margra þeirra
eru þekkt, litu á sig sem höfunda formsins, en ekki innihaldsins. Þar er því
einnig um að ræða annan skilning á höfundarhugtakinu en tíðkast í dag. Haf-
andi þetta í huga er engan veginn rétt að tala um höfunda í nútímamerkingu,
er rætt er um fornan skáldskap og sögur. Hið sama á einnig við um heimildir
sagnanna. Allt þetta verður vísindamaðurinn að hafa í huga. Ræði hann um
höfund sagnanna, felur það í sér mat á þeim í samræmi við nútímaskilning.
Fornmálið sýnir hins vegar, að aðeins lágu skýr mörk milli bundins máls og
óbundins. Aðeins bundið mál var skáldskapur að fomu.
I íslendingasögunum birtist maðurinn ekki sem einstaklingur. Eintöl fyrir-
finnast ekki og persónulegar tilfinningar tjá menn aðeins í deilum og viðskipt-
um við aðra menn. „Áhugi á mannlegum persónuleika sem slíkum var ekki
fyrir hendi. í hugmynd fólks var mannlegur persónuleiki óskýr“ (bls. 51).
Ef haft er í huga, að sögurnar eru heildarsannleikur, þá skýrist, hvers vegna
í þeim birtast slík ógrynni nafna. „Nafnið var hluti mannlegs persónuleika"
(bls. 55), en þó í annarri merkingu en í nútímaþjóðfélögum.
Fjórði kafli nefnist „Hvað er form og hvað er innihald?" Höfundur ræðir
í þessum kafla ýtarlega mun á raunsæi í Islendingasögum og raunsæi í verk-
urn raunsæisstefnunnar og nútímaverkum. Túlkun hans og rökræður ganga hér
út frá sannleikshugtakinu, sem skilgreint var í öðrum kafla. Stíll Islend-
ingasagna sýnir, að ekki voru glögg skil á milli forms og innihalds. I bundnu
máli gat formið hins vegar verið verið óháð innihaldinu og jafnvel í mótsögn
við það (bls. 60-61). Sú staðreynd, að landslags- og náttúrulýsingar vantar í
Islendingasögur, sýnir, að einingin milli manns og náttúru var órofin.
Sé litið til atburða í íslendingasögum, þá eru þeir einkum deilur og þrætur,
sem persónur sagnanna eru þátttakendur í. Persónurnar eru hins vegar sér-
stakt sambland af sögulegum persónum og manngerðum, en slíkt er aðeins
hugsanlegt í þjóðfélagi, þar sem ekki er greint á milli ríkis og einstaklings.
Gagnstætt ýmsum fullyrðingum, þá geta því persónur íslendingasagna ekki
verið ímynd hugmyndar. Þær eru lifandi mannverur, sem tjá sig, finna til og
skilgreinast í gegnum samband við aðrar mannverur í atburðarás sagnanna.
I fimmta kafla „Hvað er gott og hvað er illt?“ ræðir höfundur um afstöðu
fornmanna til vígaferla. Vígaferli að fomu vitna ekki um grimmd - gagn-
stætt því sem styrjaldir og glæpir í nútímaþjóðfélögum gera - heldur að-
eins um þá sterku kvöð, sem hefndarskyldan lagði mönnum á herðar. Einnig
er sú hugmynd röng, að vígaferli hafi verið sérlega almenn að fornu. Ef styrj-
aldir eru teknar með, þá verður vogin mjög í óhag nútímanum. Sannleikurinn
er sá, að frá fornum tíma eru aðeins varðveittar frásagnir af deilum og þræt-
um. Hvað skyldu komandi kynslóðir halda um nútímann, ef aðeins varðveitt-
ust í framtíðinni dómarabækur og lögregluskýrslur? Með sannfærandi rök-
færslu sýnir höfundur fram á, að skyldan ein - en ekki heiður eða annað -
hafi hvatt menn til hefnda. Þar eð blóðhefnd var skylda, var eðlilega litið á
hana sem blessun og afrek.
I seinni hluta kaflans ræðir höfundur um áhrif kristindómsins og kristni-