Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
RITDÓMAR
193
má útkoma þessa rits vera sérstakt ánægjuefni fyrir Islendinga. Mér er ekki
kunnugt um norrænt fræði- eða kynningarrit, þar sem íslenzkar bókmenntir
frá upphafi til okkar daga séu svo felldar inn í heildarmynd bókmenntaþró-
unarinnar á Norðurlöndum. Mér er ekki heldur kunnugt um, að jafntraust
fræðileg kynning íslenzkra bókmennta frá öndverðu til okkar daga hafi
áður birzt á nokkru Norðurlandanna og alls ekki í riti, sem ætlað er öllum
þjóðum þeirra.
Niðurstaðan verður sú, að báðar aðalforsendur ritstjórnarinnar fyrir
samsetningu Nordens litteratur séu réttmætar. Liggur þá næst fyrir að athuga,
hversu tekizt hafi að fylgja þeim meginsjónarmiðum, sem gert er ráð fyrir.
Nordens litteratur er bókmenntasaga, og grundvöllur allrar sagnfræði er
tímatal. Ritstjórn verksins hefur kosið að skipta tímanum fyrir siðaskipti í
þrjú bil. Síðan er fjallað í tveimur köflum um tvær heilar aldir. Þá er kafli,
sem nær yfir tímabilið 1700-1770, en eftir það verða tímabilaskiptin tíðari,
og tekur hver kafli til 20-30 ára.
Nú ber að sjálfsögðu ekki að taka slíkar tímabilaskiptingar of hátíðlega.
Bókmenntir hverrar þjóðar í heild breytast sjaldan á einu ári. Fremur er skipt-
ingin hjálpartæki til að skýra myndina, og spurning, hvort hún á rétt á sér,
ef hún þjónar ekki því hlutverki.
Framan af fyrra bindi, þar sem einn og sami maður fjallar um allar fornar
og miðalda bókmenntir Norðurlanda, og einnig í köflunum um 16. og 17.
öld virðist þetta hvergi koma að sök. Hinu er ekki að leyna, að þegar kemur
til hinna stuttu tímabila á 19. og 20. öld, á ritstjórinn sums staðar í nokkrum
örðugleikum að fella heildarmyndina saman í yfirlitsköflunum.
Stefnur og straumar hafa ekki gengið svo samtímis yfir Norðurlönd, að auð-
gert sé ávaUt að finna bókmenntalegar hliðstæður í þeim öllum á einum og
sama áratug. Einatt hafa nýjar hugmyndir náð nokkru seinna fram til jaðra-
þjóðanna. Þess vegna er stundum líkt og erfiðismuna gæti við að fella bók-
menntaþróun þeirra inn í heildarmynd tiltekinna tímabila.
Hér mætti spyrja sem svo, hvort eins heppilegt hefði ekki verið að taka
minna tillit til tímatals, en hafa kaflaskiptinguna meir eftir bókmenntateg-
undum og hugmyndafræðilegum og fagurfræðilegum skilum; fjalla þannig
t. a. m. um upplýsingu, forrómantík, hárómantík, síðrómantík, raunsæisstefnu
o. s. frv. án hliðsjónar af því, hvort þessar öldur voru á ferðinni á sama ára-
tug á Norðurlöndunum öllum. Hér mætti líka skjóta því inn, að sú aðferð bók-
menntafræðinga á Norðurlöndum, einkum í Danmörku og Svíþjóð, að skipta
bókmenntasögunni í skeið eftir áratugum virðist oft næsta ófrjó og raunfirrt.
Slík skipting er m. a. s. ekki hættulaus með öllu, ef nakin ártöl taka að fæða
af sér stefnur og rithöfundarnir sjálfir fara að hugsa sem svo: Nú er kominn
nýr áratugur, og því verðum við að semja annars konar skáldskap en gert var
á fyrra tug. Þótt ártöl hljóti að vera grind sögu í sagnfræðilegum skilningi,
geta þau aldrei orðið undirstaða skáldskapar.
Ef hugmyndir um listaraðferðir og lífsviðhorf hefðu meir ráðið ferðinni en
tímatal, hygg ég, að skýrar hefði sést myndin af sameiginlegri þróunarbraut
Norðurlandabókmennta og gagnkvæm áhrif milli höfunda yfir landamæri ein-
13