Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 176
174
NILS IIALLAN
SKIRNIK
meira en útsker þat, er hann beiðisk til. En þó hefir konungr þat eigi rétt
spurt, at ek eiga meira vald á því en aðrir, því at þat er nú at abnenning
gQrt. Nú munum vér eiga stefnu at vár á milli, þeir menn, er mest hafa gagn
af eyjunni." Ganga menn síðan til búða. Eptir þat eigu Norðlendingar stefnu
milli sín ok rœða þetta mál. Lagði þá hverr til slíkt, er sýndisk. Var Guð-
mundur flytjandi þessa máls, ok sndru þar margir aðrir eptir því. Þá spurðu
menn, hví Einarr, bróðir hans, rœddi ekki um. „Þykir oss hann kunna“,
segja þeir, „flest glpggst at sjá“. Þá svarar Einarr: „Því em ek fárœðinn um
þetta mál, at engi hefir mik at kvatt. En ef ek skal segja mína ætlan, þá hygg
ek, at sá myni til vera hérlandsmQnnum at ganga eigi undir skattgjafar við
Oláf konung ... En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft,
síðan er land þetta byggðisk, þá mun sá til vera at Ijá konungi enskis fang-
staðar á, hvártki um landaeign hér né um þat at gjalda heðan ákveðnar skuld-
ir, þær er til lýðskyldu megi metask. En hitt kalla ek vel fallit, at menn sendi
konungi vingjafar, þeir er þat vilja, hauka eða hesta, tjf)ld eða segl eða aðra
þá hluti, er sendiligir eru. Er því þá vel varit, ef vinátta kpmr í mót. En um
Grímsey er þat at rœða, ef þaðan er engi hlutr fluttr, sá er til matfanga er,
þá má þar fœða her manns. Ok ef þar er útlendr herrok fari þeir með langskip-
um þaðan, þá ætla ek mQrgum kotbóndunum munu þykkja verða þrQngt fyrir
durum." Ok þegar er Einarr hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá
var Qll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fásk. Sá Þórar-
inn þá prendislok sín um þetta mál.21
Það, sem Ólafur bað um, var herstöð viö ísland - svo að notað
sé nútímamál. Þannig skildi Snorri þetta, og þannig hafa allir ís-
lendingar síðan litið á það.
Er þá svo að skilja, að Snorri hafi sjálfur búið til frásögnina af
Einari og ræðu hans á alþingi? Sjálfsagt hefur hann samið ræð-
una, en erfitt er að gera sér í hugarlund, að hann hafi skáldað upp
samhengið sem ræðan stendur í. Þar er langsennilegast, að hann
styðjist við munnmæli. Annað mái er, hvaða sannfræði liggur að
baki frásögninni. Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af því hér.
Mestu máli skiptir, að til voru munnmæli um þá atburði, sem
Snorri lýsir í 125. kap. Ólafs sögu helga í Heimskringlu.
Getur hugsazt, að Snorri — sem þekkti til frásagnar um norska
kröfu um herstöð á íslandi - hafi gælt við þá hugmynd, að ís-
lendingum yrði afhent herstöð í Noregi? Og hann hafi fengið
Skúla hertoga til að stofna jarldæmi á Stórfosnu með þeim skil-
mála, að Snorri skyldi setjast þar að með hóp íslendinga og
gera Hákoni konungi „þröngt fyrir dyrum“? Þetta hljómar ein-
kennilega, e. t. v. einkum vegna þess, að við höfum orðið að fara