Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 106
104
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKÍRNIR
mér drepandi, ábirgð mikil, ómegð of ísjárverð, afkoma engin
í neinu; því vil jeg fara, hlakka þó ekki til, mér lætur eng-
inn -skapur, nema ef vera kynni - hringlandaskapur, sem skáld-
skapur vulgo appellatur. Á slíkri öld getur vor þjóð ekki eignast
eða átt veruleg skáld, skilyrðin vanta: þroska, þjóðlíf, frelsi og
listalíf, m. m. Jæa, Guði sé lof fyrir mín tilþrif, og þín og allra
andans og sannleikans vina. Mér er hálfilla við pólit. glenninginn í
blöðunum út af stj órnarskránni. Það er eins og þm sé mest um að
gjöra (niðr í) að koma upp flokkum og fjandskap. Þessir Zevdo-
patriotar eru bölvan aldarinnar, skríllinn glápir á þá eins og guði, og
því una þeir dável, og aura popularis, sigur yfir valdamönnum
og andskotum sínum er þeim sjálfum takmarkið og hnossið, en
deiluefnið meðalið! Hin eina rétta aðferð var að slá málinu á frest
til stj órnarskipta í Damnörku og aðeins taka fram í ávarpi til kgs þá
punkta, sem menn vildu fá lagaða, d : t. a. m. ráðherra íslenzkan sem
sæti á þingi, m. m. Nú, þú fyrirgefur mér þó jeg þusist, jeg fer að
verða gamall og hef aldrei verið mikill pólitíkus. - Hvað brýnnar
snertir koma þær aptur á þing í sumar og vona jeg að þú verðir
því þó ekki mótfallinn að landsjóður kosti þær að hálfu. Eða hvað?
- Nei með eingu móti máttu vera því mótfallinn! -
Jeg skrifa nú vini mínum Spears í London og bið h að senda þér
blað hs „The Christian Life“ gefins (h gefur það ýmsum prestum),
og vona jeg h gjöri það, en borga verða flestir 1-2 kr í portó um
árið. Það er það ágætasta kkjublað, sem jeg þekki, og xdómur
þess næst því formi, sem andans menn helzt sætta sig við á síðari
hluta þessarar aldar. Orthodoxían er jafnvel óðum að falla á Skot-
landi og öðrum römmustu forneskjulöndum. - Og þá er þá okkar
8 ára-nefndar-sálma-söngs-bók komin á prent. Séra Helgi hefur þar
frumkveðið nál. 50 sálma, séra Stefán 8-10, séra jeg, séra Páll og
séra Björn sál. kringum 20, Steingrímur 4-5 og séra Valdimar ná-
lægt 100 - hann er langt mestur og beztur. Bókin hefur 650 nr, þar
af nál. helming nýrra eða nær því nýrra sálma. Séra Helgi hefur
þýtt og lagað hálft annað 100 nr. Jeg er nú óþolinmóður að fá ekki
að sjá krítik blaða og þjóðar. Skrifaðu mér sem fyrst eitthvað um
hana, en þú færð hana nú líklega ekki fyr en þú kemur á þing, sem
jeg tel sjálfsagt þú gjörir (og komir þá að sunnan og við hjá mér;
farðu samt mjög varlega yfir vötnin!) Fjölda sálma lagaða og þýdda