Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 181
SKÍRNIR NORSKAR ÞJÓÐFRÆÐIRANNSÓKNIR 179
gerðar á íslandi rímur um efni sem Norðmenn eða Færeyingar
kveða um sagnadansa.
Það er nú almenn skoðun þeirra sem við þessi efni fást að skipta
megi sagnadönsum Norðurlandaþjóða í tvo meginflokka og eigi
annar þeirra, svo nefnd kappakvæði sem fjalla um viðskipti manna
við tröll og um hetjur með yfirnáttúrlegt afl, aðalheimkynni sitt á
vestnorrænu svæði, í Noregi og Færeyjum, þótt ýmis þessara kvæða
hafi borizt yfir á austnorrænt svæði. Liestpl lagði sjálfur traustasta
grundvöllinn imdir þessa kenningu í doktorsritgerð sinni, Norske
trollvisor og norrpne sogor, 1915, en í Den norrfine arven tekur
hann meira efni til rannsóknar en þar var gert.
Þróunarsaga kvæða þeirra sem hér um ræðir er engan veginn
auðrakin, og verður aldrei fullvíst hvernig þau hafa mótazt, þróazt
og greinzt. Verðleikar bókar Liestpls eru í því fólgnir að hann legg-
ur efnið og vandamálin fram á afarskýran og skipulegan hátt, en
lesandinn getur síðan sjálfur dæmt um hvort hann vill fylgja hon-
um eftir. Sem dæmi um þá flækju sem greiða þarf úr, má nefna
kvæði af Sigurði fáfnisbana. Um hann eru til eddukvæði skráð á
íslandi á 12. öld, mikill bálkur færeyskra sagnadansa, skráður á 18.
og 19. öld og norsk-sænsk-danskur sagnadans, skráður í Danmörku
á 16. öld, Svíþjóð á 17. öld, en í Noregi á 19. öld; í Danmörku er
auk þess til annar sagndans um Sigurð og Brynhildi. Niðurstaða
Liestöls af athugunum á öllu þessu efni verður: eddukvæðin hafa
verið umrituð í Sigurðar sögu (hugmyndin um tilvist þeirrar sögu
er eldri, komin frá Finni Jónssyni og studd af fleiri fræðimönnum),
eftir henni hafa verið ortir sagnadansar (væntanlega í Noregi);
þeir hafa m. a. borizt til Færeyja og verið endursamdir þar með
hliðsjón af skráðum heimildum (Völsungasögu), en hæði í Noregi
og þó enn fremur í Færeyjum hafa komið til áhrif frá þýzkum sögn-
um um Sigurð, sumt frá Þiðreks sögu, en sumt beint frá þýzkum
kvæðum.
Eins og hér kom fram, gerir Liestpl ráð fyrir að Sigurðarkvæðin
séu ort eftir hókum eða undir miklum áhrifum frá skráðum text-
um, en í öðrum tilvikum gerir hann ráð fyrir að sagnadans hafi
verið ortur í Noregi eftir munnlegri sögu sem hafi verið skráð í
annarri mynd á Islandi. Þetta á td. við um kvæði eftir Hemings
þætti Aslákssonar, en hér verður hann einnig að hugsa sér að Fær-