Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 51
SKÍRNIK
PAKADÍS í PARADÍSARHEIMT
49
sem uppistöSu í verkum sínum. Raunalegt er, þegar menn halda, að
fyrir þær sakir sé skáldskapurinn aS minni. En skýringarinnar á
þessum starfsháttum Halldórs er ef til vill aS leita í aSdáun hans á
verkum ónafngreindra höfunda íslenzkra fornsagna, sem lengi hafa
veriS honum leiðarljós, en verk þeirra telur hann einkennast af
augljósri viðleitni að skapa listræna blekkingu.4
Það sem einkennir þessi samsettu verk miðaldanna, svo í byggíngarlist sem
skáldverki, er hið listræna persónuleysi í stað persónulegrar listar sem er
keppikefli síðari tíma allar götur frá því í Endurfæðíngunni. Orsök þess, að
vér finnum varla í Brennunjálssögu yrkisefni sem ekki er áður kunnugt úr
innlendum ritum eða erlendum eða hvorttveggja, er sem sagt ekki sú að höf-
undinum hafi ekkert dottið í hug sjálfum, heldur var það ekki skáldskapur á
þeim tímum að segja það sem manni datt í hug, öldin þekti ekki andlægan
hugsunarhátt, viðurkenndi ekki einstaklínginn í vorum skilníngi. 011 þemu
miðaldanna eru ekki aðeins almenn, heldur einnig almennfngseign og þaraf-
leiðandi þjóðsögur að eðli, hvort heldur þau eru hetjuleg, trúarleg eða „sagn-
fræðileg.“ 5
ÞaS sem einkennir margslungin verk Halldórs Laxness er ekki
listrænt persónuleysi. Allar götur frá því í BARNI NÁttÚrunnar
hafa persónuleg viðhorf hans komiS afar skýrt fram. En viSleitni
hans aS skapa listrœna blekkingu hefur veriS augljós. Fyrir honum
hefur gildi skáldverksins veriS bundiS leyndardómi sefjunarinnar.
Gildi skáldverks fer ekki hvað síst eftir því hve heill, óháður og sjálfbjarga
heimur það er, þess umkomið, sjálfstæður veruleiki, að bergnema svo hlust-
andann að hann efist ekki á stund flutníngsins að „satt“ sé sagt; það er
leyndardómur sefjunarinnar.6
Skáldverk er óaðskiljanlegur hluti veruleikans og óskiljanlegt
nema miSaS sé viS reynsluheim mannsins, og á sama hátt og þessi
veruleiki er óendanlegur vegna síbreytilegrar reynslu, á skáldverk
sér heldur engin endimörk. Sérhver hlustandi gerir þaS aS nýjum
veruleika, en liggi það ólesiS, á þaS sér engan veruleika.
En þótt skáldverk sé liluti af veruleikanum, gilda þar önnur lög-
mál: atburSarásin er á enda, sögunni er lokiS. ÞaS sem viS tekur,
er nýr skáldskapur. í veruleikanum er atburSarásin aldrei á enda.
AtburSir skáldverks eru líka valdir saman í eina heild, þar sem
eSlilegt er aS leita listræns samhengis. I veruleika mannsins hefur
ekkert slíkt val veriS gert. Einstakir atburSir geta veriS án nokk-
urra innbyrSis tengsla, og sýnileg tengsl geta veriS helber tilviljun,
4