Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 193
Ritdómar
NORDENS LITTERATUR
Redigeret af Mogens Br0ndsted
Gyldendalske boghandel, nordisk forlag, Kolienhavn; Gyldendal
norsk forlag, Oslo; CWK Gleerup bokförlag, Lund, 1972
Að frumkvæði Norræna félagsins í Danmörku hittust bókmenntafræðingar
frá Norðurlöndum í HindsgavlhöU 1965 til aS ræSa hugsanlega möguleika á
samningu og útgáfu sameiginlegrar norrænnar bókmenntasögu.
Sjö árum síSar, eða í vetur, er leiS, sá ávöxtur þessarar hugmyndar dagsins
ljós í líki bókar, er út kom mikið rit í tveimur bindum, Nordens litteratur.
Fyrra bindið, sem fjallar um norrænar bókmenntir fyrir 1860, er 428 bls. að
stærð, en hið síðara, sem helgað er bókmenntunum eftir 1860, er 593 bls.
Ritstjóri þessa mikla rits er Mogens Brpndsted, prófessor í norrænum bók-
menntum við háskólann í ÓSinsvéum, en auk hans eru höfundar þess átta.
Um fornar og miSalda bókmenntir Norðurlandanna allra fram til siðaskipta
fjallar Peter Hallberg, dósent í Gautaborg. Um sænskar bókmenntir eftir
siðaskipti skrifa tveir höfundar: Gunnar Svanfeldt um tímabilið 1500-1890 og
Ulf Wittrock um bókmenntirnar síðan 1890. Um norskar bókmenntir eftir siða-
skipti fjaRa sömuleiðis tveir höfundar: Mogens Brpndsted um tímabilið 1500-
1800 og Philip Houm frá 1830 til okkar daga. Mogens Brpndsted skrifar auk
þess einn alla kaflana um danskar bókmenntir eftir siðaskipti og um færeysk-
ar bókmenntir. Um finnskar bókmenntir síðan 1830 fjallar Johannes Salminen.
Kaflana um íslenzkar bókmenntir eftir siðaskipti hafa þrír höfundar samið:
Jón Samsonarson 1500-1770, Steingrímur J. Þorsteinsson 1770-1935 og Ólaf-
ur Jónsson 1935-1960.
í formálsorðum gerir ritstjórinn, Mogens BrOndsted, grein fyrir þeim meg-
insjónarmiðum, sem fylgt var við samningu og ritstjórn verksins.
í fyrsta lagi er það hugsað sem markmið þessarar samnorrænu bókmennta-
sögu að kynna bókmenntir hinna sex norrænu þjóða fyrir lesendum hverrar
annarrar. Af þeim sökum hafa höfundar einstakra kafla samið þá með það
fyrir augum að kynna viðkomandi bókmenntir fyrst og fremst lesendum ann-
arra þjóða, en ekki samið þá handa lesendum meðal sinnar eigin þjóðar.
I öðru lagi er tilgangurinn að sýna fram á heildarþróun norrænna bók-
mennta á hverjum tíma og þá meginstrauma, sem ríkt hafa í bókmenntum
Norðurlanda á einstökum tímabilum.
I því skyni að ná þessu síðara markmiði hefjast þættirnir um bókmenntir
hvers tímabils jafnan á inngangsköflum, þar sem saman eru dregnir megin-