Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1972, Page 194

Skírnir - 01.01.1972, Page 194
192 RITDOMAR SKÍRNIR þræðir bókmenntaþróunarinnar á því skeiði, og byggja þessir inngangskaflar á röksemdafærslu og niðurstöðum ritgerðanna um bókmenntir einstakra þjóða. Þessir inngangskaflar og það sjónarmið, sem að baki þeim liggur, eru sennilega mikilsverðasta nýjungin við þessa miklu bókmenntasögu. Þeir eru samdir af Peter Haflberg um tímabilin fyrir 1500, af Mogens Br0ndsted 1500- 1700, af Gunnari Svanfeldt 1700-1800 og af Mogens Br0ndsted um öll tíma- bilin eftir 1800, nema Ulf Wittrock hefur samið með honum innganginn að tímabilinu 1890-1910. Þetta mikla bókmenntasöguverk vekur ýmsar spurningar hjá lesanda, og verður hér aðeins á fátt eitt drepið. Áður en lengra er haldið, er þó vert að benda á hið tvíþætta meginhlut- verk ritsins, sem skilgreint er í formála þess, og jafnframt, að þar er gerð grein fyrir grundvallarsjónarmiðum varðandi tímamörk, val höfunda og skáld- verka, sem um er fjallað. Það væri því óréttmætt að krefjast þess, að höfundar einstakra kafla hefðu fylgt einhverjum öðrum línum. Hitt getur aftur á móti verið umræðuefni, hvort sjónarmið ritstjórnarinnar hafi átt rétt á sér eða hvort Nordens litteratur, eins og verkið liggur fyrir, sé réttlæting þeirra sjón- armiða. Að því er varðar fyrri megintilgang ritsins, að kynna norrænar bókmenntir fyrir áhugasömum lesendum hverrar og einnar hinna norrænu þjóða, leikur varla á tveim tungum, að sú ætlun er æskileg og lofsverð. Þótt oft sé talað um, að norræn samvinna sé meiri í orði en á borði, ríkir almennari skilningur og þekking á högum og menningu milli Norðurlanda- þjóðanna innbyrðis en milli nokkurrar þeirrar annars vegar og hins vegar þjóðar utan þessa þjóðahóps. Engu að síður er fyrir hendi meðal Norður- landaþjóða ærin gagnkvæm vanþekking á bókmenntum hverrar annarrar, og því liggja bæði félagsleg og menningarpólitísk rök til útgáfu rits sem Nordens litteratur. Um hitt má spyrja, hvort til þess liggi einnig fræðileg rök að fjalla þannig um bókmenntir tiltekins þjóðahóps sem eina heild. I svarinu við þeirri spum- ingu felst réttmæti eða óréttmæti þeirra sjónarmiða, er liggja að baki öðrum aðaltilgangi verksins. Þegar ritið Nordens litteratur er lesið í heild og einkum inngangskaflar hinna einstöku tímabila, þar sem reynt er að skapa heildarsýn yfir samhengi og þróun norrænna bókmennta, hygg ég, að niðurstaðan verði einnig sú, að þetta sjónarmið ritstjórnarinnar hafi átt fyllsta rétt á sér. Landfræðileg lega Norðurlanda, málleg tengsl þjóðanna, sem þau byggja fnema að sjálfsögðu Finna), og náinn skyldleiki veldur því, að bókmenntir þeirra eiga sér fleiri hliðstæður og sameiginlegar þróunarbrautir en títt er meðal annarra þjóða. Vissulega hefur samsvipur norrænna bókmennta verið mismikill á mismun- andi tímum; á síðari öldum sennilega aldrei jafnríkur og á árunum 1870-90, þegar Georg Brandes og skáldakynslóð hans varp ljóma á norræna menningu. Líka hafa tengslin milli miðþjóðanna þriggja ávallt verið nánari innbyrðis en við bókmenntir jaðraþjóðanna, Finna, Færeyinga og Islendinga. Þess vegna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.