Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 44
42 KRISTJÁN ÁRNASON SKÍRNIR
Hér í lokin hefur loks blysteiknið, er tendrað var yfir rústum
Trójuborgar, fundið andsvar og breiðzt út hinum megin hafsins,
og nú er fyrst nauðum varðmannsins á hallarþakinu létt af.
Leikritin þrjú sem lýsa ofangreindri þróun eru hvert með
sínu móti og ólíkum blæ, en standast á og mynda rökrétt sam-
hengi líkt og þættir í hljómkviðu. Þannig er fyrsta leikritið
myrkt og drungalegt og miðar að því að grunur áhorfanda
um óhugnað, sem hann vill fyrir alla muni afstýra, rætist, en í
miðleiknum fer að létta til og áhorfandinn þar kominn á band
með vegendum eða refsendum og óskar þess að þeirra vilji nái
fram að ganga. Enn bjartara er yfir síðasta leiknum sem sver
sig að flestu leyti í ætt við gleðileik eða kómedíu þar sem aðal-
uppistaðan er rökræða er leiðir til sátta og blysfarar í lokin.
Að taka til sýningar Órestesarþríleik Æskýlosar er vandasamt
verk sem krefst ekki aðeins mikils af flytjendum heldur og af
áhorfendum íslenzkum sem eru ekki vanir því að fá svo stóra
skammta í einu og eiga það því á hættu að þeim svelgist á. Það
er því að sjálfsögðu skiljanlegt að þjóðleikhúsmenn, sem ný-
búnir voru að ganga allnærri mörgum leikhúsgestum og ekki sízt
gagnrýnendum með Dagleiðinni löngu eftir O’Neill, hafi viljað
forðast að bjóða mönnum upp á slíka langleið aftur en flutt
Óresteiu í því samþjappaða fonni að úr þrem leikritum yrði
eitt. Slíkt liefur náttúrlega í för með sér ekki einungis nokkrar
styttingar á verkinu heldur einnig tilfærslur, en hvoru tveggja
hljóta að fylgja ýmis vandkvæði og raunar ókostir. Svo vill til
að Óresteia er fyrir afar samþjappað verk — en engin „óhress
teygja“ eins og einn gárungi nefndi hana — þar sem hún dreg-
ur saman í þrjú tiltölulega stutt leikrit þróun sem nær yfir
marga ættliði og tímabil og rekur örlagaþræði í allar áttir.
Hún er rammlega byggð, þannig að allir einstakir þættir henn-
ar skipta máli fyrir heildina og mynda sterkt og rökrétt sam-
hengi innbyrðis. Þegar því verkið er brotið upp á þann veg
að fyrri hluti síðasta leiksins er settur fram fyrir upphafið,
þannig að síðasti leikurinn myndi umgjörð um hina báða, þá
raskast hlutföllin í verkinu og hin sögulega vídd, sem hér að
ofan var reynt að gera grein fyrir, skreppur öll saman og þar
með dofnar tilfinningin fyrir þeirri framvindu sem þar á sér