Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 57
SKÍRNIR
KVEÐIÐ UM ÓLAF HELGA
55
63. Drottni færði öðlingr önd,
ýtum líkam seldi;
nú er hann guðs á hægri hönd
himins í æðsta veldi.
64. Buðlungs heiðr er bjartr ok ríkr
bæði um lönd ok geima,
fæddist engi fylkir slíkr
fyrri norðr í heima.
65. Reiðst þú ei þó, þengill, þér
þyrða ek vfsu at bjóða;
biðr ek Óláf bjarga mér
við bragning allra þjóða.
Frásögn Ólafs rímu er hröð og fjörleg og efninu er haglega
skipað. Mest rúm taka Stiklarstaðabardagi og dauði konungs,
en skáldið leggur áherslu á atvik þar sem Ólafur kemur fram
sem trúarhetja fremur en herkonungur, þótt hann gangi að vísu
vasklega fram í orustunni. Öll þau atriði, sem sviðsett eru með
samtali, hafa trúarlegan kjarna. Getið er um jarteinir en ekki
sagt frá þeim í smáatriðum.
Þótt kvæðið sé á ljósu máli með einföldum stíl er það ber-
sýnilega bókmenntaverk en ekki þjóðkvæði. Skáldið víkur aldrei
frá frásagnarefni Heimskringlu (að undantekinni þeirri athuga-
semd sem fyrr var getið um að Ólafur hafi kristnað fimm lönd),
en hann fer með sögutextann að eigin geðþótta; velur úr efninu
það sem hentar tilgangi hans, sem er bersýnilega allt annar en
tilgangur Snorra.15 Snorri er hlutlægur, a. m. k. á ytra borði, og
segir nákvæmlega frá án þess að blanda persónulegum athuga-
semdum í frásögnina. Hann hefur meiri áhuga á stjórnmálum
en trúmálum. Einar Gilsson vill einnig að frásögn hans sé rétt,
svo langt sem hún nær, og hann tekur með eins mikið sögulegt
efni og form og tilgangur rímunnar leyfir. En aðaláhugamál
hans er sá trúarlegi lærdómur, sem hægt er að draga af söguefn-
inu, og vegsömun dýrlingsins. Allt um það hefur kvæði hans
mjög ólíkt yfirbragð trúarljóði Gunna Hallssonar og veldur því
auðlegð frásagnarefnis, frásagnaraðferðin, sem er epísk með
dramatískum innskotum, og áhugi hans á hinum sögulegu at-
burðum sjálfum.