Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 178

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 178
172 SKÍRNIR JÓN VIÐAR JÓNSSON menn á sinni tíð, tóku eindregna afstöðu til þess sem þeir sáu um leið og þeir tjáðu kynni sín af leiksviðinu á afburða skýran og lifandi hátt. A því leikur raunar enginn vafi að getan til að vera í senn persónulegur og hlutiægur lýsandi þess sem fram fer á sviðinu er gagnrýnandanum afar mikilsverð; e. t. v. er það einmitt hún sem skiptir sköpum og lyftir vandaðri gagnrýni yfir stað og stund. Nú mætti e. t. v. álykta af útkomu téðra bóka að áratugurinn frá 1960 til ’70 hafi verið sérlega frjótt tímabil í sögu íslenskrar leiklistar og að það sem þá gerðist eigi af einhverjum sökum brýnt erindi til okkar nú. Sigurður A. Magnússon er greinilega þeirrar skoðunar, því að í formálsorðum bókar sinnar segir hann m, a.: Um það verður tæplega deilt að sjöundi áratugur aldarinnar hafi á margan hátt verið afarmerkilegur í íslenskri leiklistarsögu. Þá voru ekki einungis endursýnd helstu sígild verk íslenskra leikbókmennta, heldur komu líka fram nokkrir þeir höfundar sem sterkastan svip hafa sett á leikritun æ síðan. Þeir nýir höfundar sem fram komu á þessu skeiði voru Jökull Jakobsson, Oddur Björnsson, Guðmundur Steinsson, Erlingur E. Halldórsson, Matthías Johannessen, Svava Jakobsdóttir, Nína Björk Amadóttir, Birgir Sigurðsson og Birgir Engilberts. Er sérstök ástæða til að minna á merkan þátt leikflokksins Grímu í þessu blómaskeiði innlendrar leikritunar, sem vel má jafna við annan áratug aldarinnar, þegar leiklistin tók einn af sínum alltof fáu fjörkippum. (7) Það er óneitanlega dálítið einkennilegt að Sigurður skuli engin dæmi nefna af leiksviðinu orðum sínum til stuðnings; að hann skuli ekki bera við að skýra á hvern hátt íslensk leiklist — eða leikstjórn — hafi sótt fram á umræddu tímabili. Og að sjálfsögðu er ónákvæmni af Sigurði að telja Birgi Sigurðsson í þessum hópi, þar sem fyrsta verk hans, Pétur og Rúna, kom ekki fram fyrr en árið 1973. Við lestur þessara orða læðist því strax að les- andanum grunur um að sá sem þau ritar sé helsti gjarn á að slá frarn órökstuddum fullyrðingum. Margt verður til að staðfesta þann grun við áframhaldandi lestur. Eins og Sigurður A. Magnússon nefnir í formálsorðum sínum liggur beint við að bera dóma hans saman við þá dóma Ásgeirs Hjartarsonar sem birtust í Leiknum er lokið, en í þessum tveimur bókum er að finna átján greinar um sömu sýningar. Sigurður talar um að með þessu móti geíist „hentugt tækifæri til að bera saman viðbrögð tveggja ólíkra einstaklinga við sömu sýningum og láta umsagnir þeirra vega salt“, en sannleikurinn er þó sá að slíkur samanburður leiðir ekki ýkja margt merkilegt í Ijós. Þeir leggja yfir- leitt nokkuð svipað mat á hlutina; lofa t. d. báðir sýningar eins og Þjófa, lík og falar konur, Marat/Sade, Ó, þetta er indælt stríð, Tangó, Heddu Gabler og Antfgónu, en lasta Sannleik í gifsi og uppfærslu Þjóðleikhússins á Mutter Courage. Auðvitað fer mat þeirra ekki ætíð saman í öllum atriðum og er þó sjaldan hægt að benda á verulegan djúpstæðan skoðanamun sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.