Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 182

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 182
176 INGI BOGI BOGASON SKÍRNIR bókmenntir skrifaðar á íslandi a£ íslendingi á íslensku hljóti loks viðurkenn- ingu. Stórum hluta inngangsins ver höf. til að rekja skáldferil Halldórs og a£- skipti hans af stjórnmálum. Undir lok kaflans afmarkar höf. rannsóknar- efni sitt og lýsir því nánar en í formála. Hér sé rannsakað ákveðið sögu- legt tímabil sem hefjist eftir seinni heimsstyrjöld. Þær hræringar sem þá eiga sér stað i þjóðlífinu — pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar — hyggst höf. nota sem bakgrunn sem skýri stöðu verka eins og Atómstöðvar- innar og Kristnihaldsins. Höf. lýkur kaflanum með því að gera stutta grein fyrir aðferðafræði sinni. Hann minnist á rannsóknir I’eter Hallbergs og gagnrýnir hann fyrir að túlka verk Halldórs með of ríkri hliðsjón af pólitík. Hann leggur áherslu á að í rannsóknum á verkum Halldórs sé fullt frelsi til að sneiða hjá póli- tískum viðmiðum og hneigð bókanna. Rannsakandinn verði einmitt að varast að túlka verk frá þröngu fræðilegu sjónarhorni, miklu heldur beri honum að meta þau sem söguleg fyrirbæri. Höf. skilgreinir skáldsögu fyrst og fremst sem fjölþætt samfélagslikan. Fagurfræðilegt gildi verks felist í samspili milli umhverfis þess sem les og umhverfis þess sem lesið er um. Höf. telur að með þessu sé fundinn raunhæfur grunnur að túlkun og rök- styður hann það með því að frásagnartækni sé einmitt miðlægt vandamál í seinni verkum Flalldórs. Annar kafli, sem ber heiti Atómstöðvarinnar, er fyrri burðarás rit- gerðarinnar. Hann skiptist í fjóra hluta. I þeim fyrsta gerir höf. almenna grein fyrir Keflavíkursamningnum, því umróti sem hann olli og afstöðu Halldórs til hans sem endurspeglist í forsætisráðherranum fláráða. Höf. sýnist að í forsætisráðherranum gangi aftur persónur úr Rorgarljósum eftir Chaplin og Púntilu og Matta eftir Brecht; hann sé klofinn, hann sameini andstæður sannleika og lygi. Drukkinn segir hann sannleikann en alls- gáður lýgur hann. Höf. bendir á að þótt forsætisráðherrann sé áberandi persóna sé hann ekki aðalpersóna, þess vegna er hægt að þola hann. Þótt Atómstöðin sé 1. persónu frásögn þá er hún að mati höf. ekki klassísk dagbókarfrásögn heldur hefur sögumaður, Ugla, breiða sýn yfir efnið eins og hún segi söguna að afloltnum atburðum. Ugla endursegi ekki fortiðina á hlutlausan hátt heldur finni hún orðum sínum eigin farveg. Þannig sýni hún að hún sé meðvituð, andstætt undirgefinni samtíð sinni. í Atómstöð- inni fjalli Halldór um skömmina sem því fylgi að selja landið og sýni að endalok stríðsins hafi fært okkur aftur á einhvers konar núllpunkt sem þjóð. Núllpunkturinn tákni saint ekki uppgjöf þjóðarinnar, miklu frekar upphaf vegs og virðingar. Vonin sé bundin við Uglu en vonleysið og böl- sýnin hrjái atómskáldið. Höf. lýsir skáldinu sem dauðatákni, andstætt Uglu, lífstákninu. Höf. vitnar í Vandamál skáldskapar á vorum dögum þar sem Halldór deilir á höfunda sem láta sig litlu varða hvað pólitíkusar og herfræðingar aðhafast en dveljast þess í stað öruggir í fílabeinsturni og „setja þar saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.