Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 45
SKÍRNIR
ÓRESTEIA Á ÍSLANDI
43
stað. Það sem eftir stendur og verður í fyrirrúmi er árekstur
milli föðurréttar og móðuiTéttar, eða ágreiningur milli mismun-
andi mats á vígi eiginmanns og móðurmorði, líkt og það væri
almenn quaestio juris sem ekki þurfi að skoðast í sögulegu ljósi
og fyrri tvö verkin sem eins konar málsgögn í því síðasta en
ekki sá grundvöllur sem það þróast út frá. Til að auka enn á
timaleysið eru þau stílstökk sem eru gerð inn í nútímann og
mjög fallin til að draga úr alvöru þess sem á undan fer og eftir
kemur, og einkum verður hin mikilvæga „sögulega sætt“, sem
er gerð í lokin milli Ólympsgoða og Refsinorna og umbreyting
þeirra síðarnefndu í Hollvættir, harla léttvæg, ef menn hafa
það á tilfinningunni að þessar Refsinornir séu í rauninni ekki
annað en dulbúnar diskó-skvísur.
Af þessum sökum verður það sem við köllum söguna í verk-
inu eða keðju atburðanna og forn spekingur kallaði „sál og
tilgang" harmleiks talsvert í molum, en þótt svo sé kunna ýmis
þau atriði sem þessi atburðarás samanstendur af að geta notið
sín sem slík og sum gerðu það og hér. Við sjáum hér fyrir okk-
ur stórbrotnar persónur í þeirri óvenjulegu aðstöðu sem getur
birt okkur marga djúpa þætti sálarlífs manna, og gefur tæki-
færi til sterkrar tjáningar í leik, hinn bugaða borgarbrjót Aga-
memnon sem nauðbeygður verður að storka guðunum er hann
gengur inn í hús sitt, hinn óharðnaða ungling Órestes sem
verður auðveld bráð Refsinorna og hina ofvitru Kassöndru
sem stendur í því að þylja válegan boðskap sinn fyrir dauf-
um eyrum, eins og margir liafa raunar þurft að gera eftir
hennar dag. Og líkt og hjá Milton í Paradísarmissi, þar sem
höfuðóvinurinn sjálfur verður langáhugaverðasta persónan,
þannig verður og höfuðfulltrúi þess kyns sem svo mjög er hall-
að á í verkinu, kvenkynsins, Klýtæmnestra drottning, rismesta
persóna leiksins og ber ægishjálm yfir aðrar, einnig í sýningu
Þjóðleikhússins. Þótt Klýtæmnestra sé að sumu leyti ógagnsæ
persóna, þar sem henni er það eiginlegt að þykjast stöðugt út
á við, og kaldlyndi hennar sé með eindæmum, verður hatur
hennar á manni sínum óhugnanlega sannfærandi og skiljanlegt.
Enn annar þáttur, sem vegur þungt í grískum harmleik, er
orðfærið eða list orðsins, og þar má segja að sýnendur Óresteiu