Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 76
70 GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR SKÍRNIR
ljóst er að hann hefur borist til Norðurlanda á miðöldum, liugs-
anlega nýskrifaður. Hann er því dæmi um útflutning íslenskra
latínuhandrita, og ef til vill hefur liann verið færður einhverj-
um liöfðingja að gjöf, því að vissulega hefur hann verið kjör-
gripur.
Athugun mín á saltarabrotinu tengist öðrum þræði rann-
sóknum sem ég hef lengi unnið að á íslensku teiknibókinni, AM
673a 4to III (hér eftir teiknibók), vegna þess að náinn skyld-
leiki er greinilega með henni og lýsingum Stjórnar 227. Harry
Fett benti fyrstur á að myndir teiknibókar væru skyldar lýsing-
unum í Stjórn 227, en hann taldi þó að teiknibókin vasri betur
gerð og hefði eldri einkenni.10 Halldór Hermannsson lét í Ijós
þá skoðun að eittlivert samband væri milli krossfestingarmynd-
ar í ártíðaskrá, AM 249e fol. (hér eftir ártíðaskrá 249e), og
myndar Jósúa á 71v í Stjórn 227 og taldi líklegt að myndirnar
væru gerðar eftir sömu fyrirmynd en ekki af sama listamanni.17
Björn Th. Björnsson áleit tvímælalaust að myndin í ártíða-
skránni 249e væri verk teiknibókarhöfundar.18 Selma Jónsdótt-
ir taldi hugsanlegt að sami listamaður hefði lýst Stjórn 227 og
ártíðaskrána 249e og ennfremur að teiknibókin væri af sama
skóla og fyrrgreind tvö handrit.19
Saltarablaðið bætist nú í þennan handritahóp, og auk þess
má nefna mynd á stöku blaði úr grallara, AM Fasc. V 12, sem
verið hefur kirkjubók á Höskuldsstöðum á Skagaströnd.20 Við
upphaf grallarans á verso-hlið blaðsins er mynd af Kristi í tign-
arsæti almættisins (mynd 4), sem greinilega er náskyld fyrrnefnd-
um lýsingum.21 Alls eru þá komin í ljós fjögur handrit og hand-
ritabrot af þessum lýsingaskóla sem eru nátengd teiknibókinni.
Full ástæða er því að atliuga tengsl teiknibókar við þessi hand-
rit með hliðsjón af þessu nýfundna samanburðarefni.
Teiknibókin geymir, eins og kunnugt er, safn teikninga sem
nota hefur átt sem fyrirmyndir við listsköpun og því má vel
ímynda sér að höfundur hennar hafi jafnframt lýst umrædd
handrit og liandritabrot. Áður en lengra er haldið er rétt að
geta þess að niðurstaða athugana minna á teiknibókinni er sú
að myndirnar séu gerðar af þremur listamönnum. Elsti teiknar-
inn mun hafa starfað á 14. öld, og eru handritið og handritabrot-