Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 55
SKÍRNIR
KVEÐIÐ UM ÓLAF HELGA
53
Ólafs ríma er miklu lengra kvæði en Óláfs vísur Gunna, 65
ferskeytt erindi. Bragarhátturinn er svo vel þekktur og margt
skrifað um uppruna hans að ástæðulaust er að ræða hann hér,
en það er athyglisvert að hann er alveg reglulegur að hrynjandi
og rímsetningu.13
Stíll Ólafs rímu er tiltölulega einfaldur og í mörgu tilliti ólík-
ur stíl dróttkvæða, sem þó er talið að hafi lagt drýgstan skerf til
rímnastíls. Kenningar eru tiltölulega fáar og einfaldar að gerð,
þannig að ekki verður séð að skáldið hafi lagt neina áherslu á
nýsmíði heldur hefur hann fremur gripið til þeirra þegar þær
lágu beint við vegna efnisins. Þær koma nær eingöngu fyrir í
þeim hluta rímunnar sem lýsir Stiklarstaðabardaga. Fjórar kenn-
ingar eru um orustu: randa glamrn (38), randa regn (46), darra
þing (54) og odda hrið (55). Maður er nefndur örva meiðr (2),
sverð unda naðr (40), brjóst hyggju strendr (19) og úlfur fálu
hestr (41). Auk þess eru tvær umritanir um guð í stíl drótt-
kvæðra helgikvæða: drottinn himna hallar (2) og himna gramr
(51). Nokkuð annars eðlis og sérkennilegra er það þegar Ólafur
er kallaður Krists et bjarta blóm (62). Þessi upptalning sýn-
ir að það má kalla villandi þegar Björn K. Þórólfsson segir um
kenningar að þær séu „ekki sparaðar í Ólafs rímu Haraldsson-
ar“.14 Heiti eru mun algengari en kenningar og eru þau þó held-
ur fábreytt og öldungis hefðbundin. Fimmtán heiti eru notuð
um konung: gramr, dögling, milding, hilmir, rcesir, fylkir,
bragning, siklingr, lofðung, jöfur, stillir, sjóli, þengill, buðlungr,
öðlingr. Mun sjaldgæfari eru heiti sem tákna hermann, bardaga
og sverð.
Kenningar og heiti sýna svo að ekki verður um villst skyld-
leika stílsins á rímunni við dróttkvæðastíl, og það er athyglis-
vert að einmitt í þeim hluta hennar sem fjallar um Stiklar-
staðabardaga er þessi stíleinkenni helst að finna. Þó eru kon-
ungsheiti dreifð um rímuna alla. Einnig er eftirtektarvert að
ekki skuli vera þar meira af kristilegu líkingamáli.
Málið á Ólafs rímu er hrein fjórtándu aldar íslenska, og einu
merkin um erlend áhrif er brottfall nefnifallsendingarinnar -r,
þegar þægilegra er vegna hrynjandi, eins og algengt er í rímum.
Ólafs ríma er vitaskuld ort Ólafi til lofs og dýrðar engu síður