Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 53
SKÍRNIR
KVEÐIB UM ÓLAF HELGA
51
dönsk áhrif í máli kvæðisins: nefnifallsending hefur verið felld
niður í kong Ólaf, og orðmyndirnar báði, klén, i gen eru af
sama kyni; leshátturinn þér kom til handa í öðru vo. er sums
staðar þig kom . . . , og ef hið síðarnefnda er upphaflegra sýnir
það einnig erlend, væntanlega norsk, áhrif. Þessi málseinkenni
marka kvæðinu þó enga sérstöðu í kveðskap 15. aldar; erlend
áhrif af þessu tagi eru þá algeng.10
Stíllinn á kvæðinu er mjög einfaldur og má heita andstæða
við hið dýra bragform, engin heiti eða kenningar er hér að finna
né heldur nokkur þeirra mælskubragða sem bróðir Eysteinn lét
koma í kenninga stað í Lilju. Orðskipun og setningaskipun er
einföld, og allt er auðskilið, þótt stíllinn sé stundum nokkuð
knappur vegna úrfellinga, eins og t. d. villa (er) brotin. Það er
einmitt hinn knappi stíll og mikli hraði í kvæðinu sem bætir
upp skort á skáldmáli og mælskubrögðum, og oft er það býsna
myndrænt í beinum lýsingum. Þannig er t. d. firna miklu efni
komið fyrir í 2. erindi:
Herra kong Ólaf, huggara raá þig kalla,
þú lést falla forna stalla
og braust í sundur bölvuð hof;
refsa léstu rán og stuldi alla,
réttum dómi vildir eigi halla,
efldir þann veg Iesú lof.
Logi kom rauður, upp gekk auður,
iafnan dóm fékk ríkur og snauður,
þann lá dauður er þess var trauður,
lýðum þóttu lögin við of.
Myndmál kvæðisins er, sem fyrr segir, nær eingöngu beinar
myndir, þ. e. lýsandi orð notuð í eiginlegri merkingu, en þó
bregður fyrir myndhverfingu í lýsingu á andláti Ólafs:
dundi af þér dreyra foss,
gjörði svart er sólin náði eigi að skína.
Sérstakan innileikablæ fær þetta kvæði fyrir þá sök að Ólafur
er ávarpaður í upphafi hverrar vísu með sömu orðum, og kvæð-
ið allt er í rauninni ávarp skáldsins til hans. Þetta verður til
þess að hinn lýríski háttur er algerlega ríkjandi í kvæðinu, allt
söguefni sem þar er gengur upp í hann.