Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 45

Skírnir - 01.01.1983, Page 45
SKÍRNIR ÓRESTEIA Á ÍSLANDI 43 stað. Það sem eftir stendur og verður í fyrirrúmi er árekstur milli föðurréttar og móðuiTéttar, eða ágreiningur milli mismun- andi mats á vígi eiginmanns og móðurmorði, líkt og það væri almenn quaestio juris sem ekki þurfi að skoðast í sögulegu ljósi og fyrri tvö verkin sem eins konar málsgögn í því síðasta en ekki sá grundvöllur sem það þróast út frá. Til að auka enn á timaleysið eru þau stílstökk sem eru gerð inn í nútímann og mjög fallin til að draga úr alvöru þess sem á undan fer og eftir kemur, og einkum verður hin mikilvæga „sögulega sætt“, sem er gerð í lokin milli Ólympsgoða og Refsinorna og umbreyting þeirra síðarnefndu í Hollvættir, harla léttvæg, ef menn hafa það á tilfinningunni að þessar Refsinornir séu í rauninni ekki annað en dulbúnar diskó-skvísur. Af þessum sökum verður það sem við köllum söguna í verk- inu eða keðju atburðanna og forn spekingur kallaði „sál og tilgang" harmleiks talsvert í molum, en þótt svo sé kunna ýmis þau atriði sem þessi atburðarás samanstendur af að geta notið sín sem slík og sum gerðu það og hér. Við sjáum hér fyrir okk- ur stórbrotnar persónur í þeirri óvenjulegu aðstöðu sem getur birt okkur marga djúpa þætti sálarlífs manna, og gefur tæki- færi til sterkrar tjáningar í leik, hinn bugaða borgarbrjót Aga- memnon sem nauðbeygður verður að storka guðunum er hann gengur inn í hús sitt, hinn óharðnaða ungling Órestes sem verður auðveld bráð Refsinorna og hina ofvitru Kassöndru sem stendur í því að þylja válegan boðskap sinn fyrir dauf- um eyrum, eins og margir liafa raunar þurft að gera eftir hennar dag. Og líkt og hjá Milton í Paradísarmissi, þar sem höfuðóvinurinn sjálfur verður langáhugaverðasta persónan, þannig verður og höfuðfulltrúi þess kyns sem svo mjög er hall- að á í verkinu, kvenkynsins, Klýtæmnestra drottning, rismesta persóna leiksins og ber ægishjálm yfir aðrar, einnig í sýningu Þjóðleikhússins. Þótt Klýtæmnestra sé að sumu leyti ógagnsæ persóna, þar sem henni er það eiginlegt að þykjast stöðugt út á við, og kaldlyndi hennar sé með eindæmum, verður hatur hennar á manni sínum óhugnanlega sannfærandi og skiljanlegt. Enn annar þáttur, sem vegur þungt í grískum harmleik, er orðfærið eða list orðsins, og þar má segja að sýnendur Óresteiu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.