Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson nokkuð um að fólk gefi köttunum í athvarfinu fóður. Róðurinn er engu að síður erf- iður. „Það vantar nauðsynlega al- mennilegt athvarf fyrir kettina. Starfsemin verður að vera í sér- útbúnu húsnæði, þannig að ég þurfi ekki að hafa allt inni hjá mér,“ segir Ragnheiður og bendir á að hægt væri að fá sjálfboðaliða til aðstoðar ef betra húsnæði væri í boði. Margir hafi boðist til að hjálpa og hún telur því ekki erfitt að finna sjálfboðaliða. „Þá gætu fleiri hugsað um starfsem- ina en bara ég.“ Samstarf við bæinn æskilegt Ragnheiður hefur nokkrum sinnum komið að máli við bæjar- félagið en er jafnan mætt af áhuga- leysi. Hún telur að samstöðu skorti meðal bæjaryfirvalda um hvernig eigi að taka á málinu. „Langbest væri ef ég gæti unn- ið með bæjarfélaginu,“ segir hún og bendir á samstarf Kattholts og lög- reglunnar í Reykjavík sem dæmi. „Í Reykjavík er fyrirkomulagið þannig að lögreglan fer með dauða ketti sem finnast úti á víðavangi á Dýra- spítalann í Víðidal, sem kemur upp- lýsingum áfram til Kattholts, sem auglýsir svo kettina. Hér þyrfti að vera sambærilegt samstarf.“ Nýtur trausts kattaeigenda Hún greinir frá því að katta- eigendur á Akureyri hringi stundum í hana ráðalausir til að spyrjast fyrir um týnda ketti, þó svo að hún fái engar upplýsingar um það frá dýra- eftirliti bæjarins eða lögreglu um ketti sem ekið hafi verið yfir. „Oft virðist fólk ekki hafa hugmynd um að hér sé starfandi dýraeftirlit. Að sama skapi hringir fólk í mig en ekki í lögregluna, þó svo að það sé hlutverk lög- reglu að fjarlægja ketti sem keyrt hefur verið á.“ Er því augljóst að kattaeigendur á Akureyri bera mikið traust til Ragnheiðar og leita helst til hennar ef eitthvað bjátar á. ,,Að sama skapi vantar okkur fjármagn. Ég hef oft þurft að fara með villiketti í svæfingu vegna veik- inda og meiðsla. Samkvæmt lögum á bærinn að greiða fyrir þá þjónustu en hann harðneitar að greiða þegar dýralæknirinn kemur að máli við bæinn,“ bætir Ragnheiður við. Brýnt að merkja og gelda Hún brýnir fyrir fólki að gelda kettina sína. „Það er því miður allt of mikið af fólki sem gerir það ekki.“ Hún segir algengt að fólk biðji hana um að taka við kettlingum, en að þeir verði svæfðir að öðrum kosti. „Mér finnst ömurlegt að hugsa til þess að heilbrigð dýr séu svæfð en það er því miður mjög algengt.“ Einnig er afar mikilvægt að fólk örmerki kettina sína. „Ef dýraeftir- litið tekur kött sem er ómerktur, hefur eigandinn tvo daga til að sækja hann áður en eftirlitið má svæfa köttinn. Engu máli skiptir þó hann sé augljóslega heimilisköttur, þetta eru einfaldlega lögin.“ Vísar Ragnheiður í gildandi dýraverndunarlög. „Þetta er mjög sorglegt. Sumir kettir eiga það til að stinga af í nokkra daga og koma aft- ur en þá er eins gott að þeir séu ör- merktir. Það borgar sig að merkja því að ég fann um daginn eiganda kattar sem hafði verið týndur í fimm ár. Þar sem hann var merktur gat ég rakið uppruna hans.“ Fóstur Hægt er að gerast fósturforeldri tímabundið fyrir ketti sem komast ekki að í Kisukoti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 GÁMA-SALA HEFST Í DAG! AÐEINS Í NOKKRA D AGA! FULLUR GÁMUR AF MO NGOOSE HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM AÐ LOSN A VIÐ - STRAX! SÖLUMENN OKKAR VE RÐA Í SAMNINGSSTUÐ I! ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! Ýmislegt má gera til að hjálpa. Hægt er að aðstoða við rekstur Kisukots og auka líkurnar á að hentugra húsnæði fáist fyrir reksturinn með því að skrá sig í samnefnt félag. Árgjaldið í fé- lagið er 3.000 krónur og allir dýravinir eru boðnir velkomnir. Félagið starfrækir einnig Minningarsjóð Alexöndru og Kettlingasjóð Mýslu. Styrkt- arsjóður Alexöndru er til minn- ingar um Alexöndru sem Ragn- heiður hjúkraði til heilsu árið 2011. Sjóðurinn fer í rekstur Kisukots og kaup á mat handa kisunum, búrum og sandi. Kett- lingasjóðurinn er til minningar um villikettlinginn Mýslu sem lifði allt of stutt. Sjóðurinn hjálpar kettlingum á vergangi. Þá má leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 0162-26- 001100, kennitala: 021286- 3039. Loks er hægt að gerast fósturforeldri fyrir ketti sem komast ekki að í Kisukoti vegna þrengsla. Kisukot getur útvegað fósturfor- eldrum kattamat, kat- taklósett og matardalla. Félag, sjóðir og fóstur HVERNIG MÁ HJÁLPA? Alexandra Styrktarsjóður er til í minningu hennar. Ígær fór ég og lét klippa ámér hárið. Þá hafði ég ekkifarið á rakarastofu í réttrúma meðgöngu og leit því út fyrir að til stæði að leggja undir sig Noreg. Það mun þó ekki vera ástæðan fyrir trassaskapnum, hef ég komist að eftir örlitla nafna- skoðun. Sinnuleysi mitt í hárhirðu á öllu heldur rót sína í þríþátta samtaki vissra skapgerðargalla undirritaðs. Umfram allt er það einhvers konar vandlát snertifælni sem or- sakar að ég kann illa við að ókunnugir séu að vasast með hendurnar sínar í hárinu á mér. Að vísu kann ég í sannleika sagt illa við það þegar ókunnugt fólk er að káfa á mér yfirhöfuð og hef til að mynda aldrei farið til nuddara, sama hversu illa ég er þjáður af bólgum. Frekar bít ég á jaxlinn og græt mig í svefn. Þar á eftir er það valkvíðinn sem grípur mig þegar ég sest í rakarastólinn og er krafinn svara við spurningunni: „Og hvað á svo að gera við hárið á þér í dag?“ Ég hef enga skoðun á því hvernig hár- ið á mér á að vera. Ég hef aldrei á ævinni litið á annan mann og hugsað með mér hvað hann er vel klipptur, svona vildi ég vera. Þar af leiðandi segist ég yfirleitt ekki vita hvað ég vil, að hér sé ég kom- inn til einhvers sem er sérfræð- ingur í sínu fagi og það sé á hans ábyrgð að láta mig líta vel út. Svo vonar maður bara það besta. Þriðji og loka- þátturinn sem veldur hversu sjaldan ég legg leið mína á rak- arastofur bæjarins er hversu lítið ég er gefinn fyr- ir smáræð- ur. Ég hætti t.d. hjá fjölskyldutannlækninum mínum þegar ég var á táningsaldri því hann þekkti allt mitt fólk og talaði út í eitt. Vildi vita hvað systkini mín væru að gera og svo fram- vegis. Síðastliðin 15 ár hef ég því ekki farið til sama tannlæknis oft- ar en þrisvar. Sama gildir með rakarann, nema að skiptin eru tíðari. Mér er mannlega ómögulegt að þvinga fram einhvers konar einnotavin- áttu í skyndi, rétt á meðan ég læt klippa á mér hárið. Einhverra hluta vegna grunar mig að rak- aranum sé alveg sama hvað ég geri, eða hvort ég ætli að fara eitt- hvað um helgina, í sumar, um páskana. Það er því oggupínulítið krafta- verk að mæta mér nýklipptum. Það þýðir raunar að þann daginn hafi mér tekist að sigrast á sjálf- um mér, klifið mitt innra fjall og snúið baki við snertifælni, valkvíða og smáræðuóþoli. Að minnsta kosti um stund. Að öllu ofangreindu ætti lesandi að vera kominn með ákveðna mynd af því hvers lags maður ég er: ógreiddur og andfélagslegur þurs. Franski tískumógúllinn Coco Chanel mun hins vegar einhverju sinni hafa sagt eitthvað í þá átt að kona sem færi í klippingu væri að breyta lífi sínu. Mér hefur alltaf þótt þetta ansi glöggskyggn athugasemd hjá henni og ætla að taka hana til mín. Athugasemdin felur í sér vongleði, trú á nýtt upphaf, betri tíma og staðfasta sjálfsbetrun. Í dag er ég að breyttu breyt- anda nýr og betri maður en ég var í gær. Upp- fært ein- tak. »Ég hef aldrei á ævinnilitið á annan mann og hugsað með mér hvað hann er vel klipptur, svona vildi ég vera. Heimur Kjartans Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Ungmennaráð UN Women stendur fyr- ir Zumba-veislu á Klambratúni við Kjarvalsstaði kl. 14.00 laugardaginn 11. júlí nl. Markmiðið með Zumba- veislunni er að ögra ofbeldi og ófriði með hamingju. Zumba-dans hentar öllum, sporin eru einföld og tónlistin grípandi. Ung- mennaráðið hefur fengið til sín sjö hæfileikaríka zumba-kennara og ætla þeir að sjá til þess að allir skemmti sér eins vel og mögulegt er. Dansinn stendur yfir í 90 mínútur. Allur ágóði þátttökugjaldsins renn- ur til verkefna UN Women og veitir þannig konum og stúlkum úr í fátæk- ustu löndum heims byr undir báða vængi. Þátttökugjaldið er aðeins 1.000 krónur. Það skal greitt á reikn- ing 0101-05-268086. Kennitala er 551090-2489. Dansað til góðs Morgunblaðið/Ernir Dans Í zumba er líkamsrækt og alls kyns dansstílum fléttað saman. Zumba-partí UN Women

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.