Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 www.gengurvel.is Halldór Rúnar Magnússon - eigandi HM flutninga PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn Halldór R. Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vöru- dreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins. „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar. Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór „Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöldin og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðin miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari.“ 20% afsláttur SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hinn 10. júlí 1815, að lokinni presta- stefnu, komu menn úr ýmsum áttum saman í Aðalstræti 10, sem þá gegndi hlutverki Biskupsstofu, og sam- þykktu tillögu Ebenezers Hend- erson, skosks prests og trúboða, um að stofnað yrði sérstakt Biblíufélag á Íslandi að erlendri fyrirmynd. Henderson þessi hafði komið hing- að árið áður á vegum samsvarandi fé- lags í Bretlandi, sem stofnað var árið 1804, og hafði í farteskinu Biblíur sem hann hafði látið prenta á ís- lensku, svonefnda Grútarbiblíu, og dreift þeim hér á landi. „Satt er það, að unga tréð er gróð- ursett í nokkuð óvenjulegum jarðvegi og á því mun mæða óblíð og óstöðug veðrátta. En eigi að síður, varið him- neskri umönnun og vökvað himneskri dögg, mun það vaxa og dafna,“ sagði Henderson um stofnun félagsins í Ferðabók sinni, en hafa verður í huga að á þessum tíma voru einungis um þrjátíu ár liðin frá Móðuharðind- unum, og erlendum ferðamönnum þessa tíma þótti Reykjavík vera nokkuð fábrotinn kaupstaður. Hver kynslóð þarf sína Biblíu Þó að stofnfundurinn hefði farið fram í húsnæði hans, var þáverandi biskup, Geir Vídalín, fjarri góðu gamni vegna veikinda. Hann var engu að síður kjörinn formaður fé- lagsins, og hefur Biskupinn yfir Ís- landi síðan þá ætíð gegnt þeirri stöðu. Núverandi biskup, Frú Agnes M. Sigurðardóttir, segir félagið hafa þjónað miklum tilgangi í gegnum tíð- ina. „Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að stuðla að útgáfu, út- breiðslu og notkun Biblíunnar,“ segir Agnes og bætir við að vert sé að geta þess að allir geti gerst félagar, það sé samtök fólks úr öllum kirkjudeildum og öllum kristnum trúfélögum. Frá stofnun hefur Biblíufélagið komið að þýðingu og útgáfu Biblíunn- ar, en fyrsta útgáfan sem félagið stóð að var Viðeyjarbiblían svonefnda, en hún byggist meðal annars á þýðingu Árna Helgasonar í Görðum, og talið er að Sveinbjörn Egilsson hafi þýtt stóran hluta spámannaritanna. Síðan þá hefur Biblían komið út á um það bil þrjátíu ára fresti að jafnaði, síðast árið 2007. Agnes segir brýnt að Biblían sé á sem skiljanlegustu máli fyrir hverja kynslóð. „Sumir spyrja: Af hverju þarf að þýða Biblíuna aft- ur og aftur? Af hverju er ekki nóg að þýða hana einu sinni og prenta þá útgáfu aftur? Það er gert vegna þess að tungumálið breytist, og Biblíurannsóknir breyt- ast líka, við fáum stöðugt meiri þekkingu á efni Biblíunnar eftir því sem hún er rannsökuð meira.“ Biblían sé því í stöðugri þróun. Grundvallarrit trúar Agnes segir að Biblían og hinar ýmsu bækur hennar hafi margskonar þýðingu, bæði í listum og menningu Vesturlanda, auk þess sem hún sé trúarrit allra kristinna manna. „Það besta við Biblíuna er það, að Orðið er alltaf lifandi, að því leytinu til að það talar til hverrar kynslóðar, hvers ein- staklings, hvort sem hann er uppi ár- ið 1815, 2015 eða fyrr eða síðar,“ seg- ir Agnes. Textar Biblíunnar segi margt um lífið og hvernig sé hægt að takast á við það. „Þeir gefa okkur huggun í sorg og texta í gleði og í öll- um aðstæðum lífsins.“ En hvernig sér biskup fyrir sér framtíð félagsins? „Hingað til hefur Biblíufélagið haft útgáfurétt Bibl- íunnar með höndum og félagið hefur lagt mikið til þýðinganna í þessi 200 ár,“ segir Agnes, og bætir við að langlífi félagsins segi ýmislegt um gildi Biblíunnar. „Textinn er alltaf nýr á hverjum tíma.“ „Kannski verða menn hættir eftir 200 ár að prenta bækur, en við höfum samt sem áður skyldu til þess að koma þessu textum á framfæri. Við þurfum því að vera í takt við nú- tímann hverju sinni,“ segir Agnes. Orðið mun lifa um ókomin ár  Hið íslenska Biblíufélag var stofnað á þessum degi fyrir 200 árum  Elsta félag á Íslandi sem enn starfar  Meðal elstu Biblíufélaga í heimi  Biskup segir félagið hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki Morgunblaðið/Júlíus Þáverandi Biskupsstofa Stofnfundur Biblíufélagsins var haldinn í Aðalstræti 10 fyrir 200 árum. Skjöldur verður settur á húsið í dag til þess að minnast þessara merku tímamóta að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hið íslenska Biblíufélag » Stofnað 10. júlí 1815 að Aðalstræti 10, sem þá var Biskupsstofa. » Félagið er meðal elstu Biblíufélaga í heimi, stofnað tveimur árum eftir að Rússar stofna sitt, og ári á undan norska Biblíufélaginu. » Tímamótanna verður minnst með guðsþjónustu í Dómkirkjunnu kl. 16 í dag. » Lesið verður m.a. úr sömu Biblíutextum og gert var 1815. 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags verður minnst með ýmsum hætti, en kl. 16 í dag hefst guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík og verður leitast við að gera hana úr garði eins og guðsþjónustu fyrir 200 ár- um, þegar félagið var stofnað. Þau Ólafur Egilsson og Sigrún Ásgeirsdóttir munu lesa ritn- ingarlestra, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og biskup Ís- lands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Að því loknu verður sett- ur blómakrans á leiði Geirs Vídal- ín, þáverandi biskups, en hann hvílir í Víkurkirkjugarði, sem ligg- ur þar sem nú er Landsímahúsið. Að því loknu verður haldið að Að- alstræti 10 og settur skjöldur á húsið til þess að minnast stofn- unar félagsins. Athöfnin er öllum opin og ókeypis. Messað í Dómkirkjunni HÁTÍÐAHÖLD Í TILEFNI DAGSINS Agnes M. Sigurðardóttir Landsbankinn hefur ákveðið að ráð- ast í nýbyggingu við Austurhöfn í Reykjavík undir höfuðstöðvar sínar. Gætu framkvæmdirnar hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2017, en heildarfjárfesting með lóðarverði er um átta milljarðar króna. Sam- kvæmt tilkynningu frá bankanum er gert ráð fyrir að heildarstærð bygg- ingarinnar verði 16.500 fermetrar. Landsbankinn er í dag með höfuð- stöðvar við Austurstræti auk þess sem starfsemi bankans fer fram í 13 öðrum húsum í miðbænum. Þá rekur Landsbankinn einnig miðlæga starf- semi að Álfabakka og í Borgartúni og geymslur og stoðþjónustu á þremur öðrum stöðum. Með nýrri byggingu gæti nánast öll starfsemi bankans flust undir eitt þak. Bankinn gerir ráð fyrir umtals- verðri hagræðingu með nýjum höfuðstöðvum. Gera áætlanir ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 millj- ónir króna og að fjárfestingin borgi sig upp á um 10 árum. Haldin verður hönnunarsamkeppni og kallað eftir hugmyndum um nýtingu á gamla bankahúsinu við Austurstræti 11. Mynd/Landsbankinn Austurhöfn Myndin sýnir m.a. fyrirhugaða staðsetningu nýja húsnæðisins. Nýjar höfuðstöðv- ar fyrir 8 milljarða  Landsbankinn í 16.500 fm húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.