Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
!"
!#
$#$
"
# %
!
#%
#!$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!
!#"
$%
" "
%
!%
!$$
#"
% %
#
!%
!%
$%$
" #
%#
!#"
!
#"$#
%"#
!"%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Lög sem Alþingi samþykkti í lok júní
sem veita innlendum aðilum undanþágu
frá svokallaðri skjölunarskyldu mun
spara íslenskum fyrirtækjum hundraða
milljóna óþarfa kostnað, að mati Við-
skiptaráðs Íslands. Skjölunarskyldan
var innifalin í milliverðlagsreglunum sem
voru lögfestar í byrjun árs 2014. Til-
gangur þeirra var að fyrirbyggja mögu-
leika aðila í tveimur eða fleiri ríkjum til að
draga með óeðlilegum hætti úr skatt-
greiðslum. Upphaflega var þó gert ráð
fyrir að fyrirtæki í innlendum viðskiptum
skyldu einnig falla undir skjölunarskyld-
una. Það jók kostnað fyrirtækjanna að
sögn Viðskiptaráðs.
Einföldun íþyngjandi
regluverks sparar stórfé
● Heildarútgáfa ríkisbréfa nam 29,2
milljörðum króna á fyrri helmingi ársins
samkvæmt Lánamálum ríkisins. Sala í
almennum útboðum nam 28,8 millj-
örðum og sala í gjaldeyrisútboðum
Seðlabanka Íslands 0,4 milljörðum.
Á þriðja ársfjórðungi er stefnt að því
að bjóða út 2ja, 5 og 10 ára markflokka
að andvirði 5-15 milljarða króna.
Ákvörðun um hvaða flokkar verði fyrir
valinu á hverjum tíma mun ráðast af
markaðsaðstæðum.
Útboð ríkisbréfa nam
tæpum 30 milljörðum
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Við metum það svo að það sé þegar
komið svigrúm til að leyfa lífeyris-
sjóðunum að kaupa erlendan gjald-
eyri í ljósi þess mikla magns gjald-
eyris sem flæðir til landsins. Það er
ekki ástæða til að bíða fram á næsta
ár,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins (SA). En samkvæmt
aðgerðaáætlun stjórnvalda um af-
nám gjaldeyrishaftanna eru áform
um að hefjast handa á næsta ári við
að losa í skrefum höftin á gjaldeyr-
iskaupum þar sem miðað er við að líf-
eyrissjóðirnir fái 10 milljarða króna
heimild árlega.
Hún segir þá upphæð einungis
dropa í hafið í hlutfalli við gjaldeyr-
isinnstreymið og þá uppsöfnuðu er-
lendu fjárfestingaþörf lífeyrissjóð-
anna sem er metin um 180 milljarðar
króna. „Á fyrstu 6 mánuðum ársins
er Seðlabanki Íslands (SÍ) búinn að
kaupa gjaldeyri fyrir nær 90 millj-
arða króna. Ef þetta innflæði heldur
áfram væri hægt að hefjast handa nú
þegar við að hleypa fleirum að í
gjaldeyriskaupum.“
Gjaldeyriskaupin tvöfaldast
Seðlabankinn hefur keypt gjald-
eyri í skiptum fyrir íslenskar krónur
í miklu magni að undanförnu og
áætlar SA að upphæðin muni nema
226 milljörðum króna í lok ársins.
Upphæðin er tvöföld á við það sem
var á síðasta ári þegar gjaldeyris-
kaup SÍ námu 111 milljörðum króna.
Ásdís segir að með þessum miklu
kaupum sé SÍ að draga úr virkni
peningastefnunnar þar sem ekki er
um mótvægisaðgerðir að ræða til að
draga úr og koma í veg fyrir að pen-
ingamagn í umferð aukist.
„Seðlabankinn gæti gripið til þess
að selja eignir sínar sem eru arfleifð
frá hruninu eða auka bindingu inn-
stæðureikninga fjármálafyrirtækja.
Þeir eru þess í stað að fjölga krónum
í umferð með peningaprentun því
þegar erlendir aðila koma til lands-
ins borgar bankinn fyrir gjaldeyrinn
í íslenskum krónum.“
Gæti grafið undan genginu
Aðspurð hvort SÍ geti haldið
áfram að auka peningamagn í um-
ferð án mótvægisaðgerða segir hún
að þeir gætu haldið áfram að prenta
peninga. „En það endar bara í verð-
bólgu sem grefur undan gengi gjald-
miðilsins. Krónan mun þá veikjast
auk þess sem þetta ýtir undir lægri
markaðsvexti. Bankinn er í raun að
vinna gegn vaxtahækkununum sem
komu til framkvæmda fyrir skömmu
og er því að vinna gegn sínum eigin
aðgerðum,“ segir Ásdís. Hún telur
tímabært að Seðlabankinn ljúki við
að selja eignasafn sem tilkynnt var í
árslok 2013 að ætti að selja fyrir 100
milljarða króna.
Gjaldeyrisforðinn of mikill
En er gjaldeyrisforðinn að verða
of stór? „Óskuldsetti gjaldeyrisforð-
inn er að byggjast upp mjög hratt og
gæti verið kominn í 265 milljarða í
árslok. En hins vegar er skuldsetti
forðinn 460 milljarðar. Það er mjög
dýrt fyrir okkur að halda honum úti
vegna mikils vaxtakostnaðar. Ég tel
því að það ætti að byrja að greiða
niður skuldsetta forðann.“
Hún segir að oft sé miðað við að
gjaldeyrisforðinn sé jafnhár öllum
erlendum skammtímaskuldum en
forðinn hér sé orðinn tvöfaldur á
móti erlendum skammtímaskuldum.
„Að mínu mati er gjaldeyrisforð-
inn orðinn of mikill. Ég sé ekkert því
til fyrirstöðu að byrja að hleypa inn-
lendum aðilum á móti þessu innflæði
því þá er ekki verið að hafa áhrif á
peningamagnið,“ segir Ásdís.
Svigrúm til að hleypa fleir-
um að í gjaldeyriskaupum
Gjaldeyriskaup SÍ
Milljarðar króna
2009 2010 2011 2012 2013 2014 Áætlun2015
Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar efnahagssviðs SA.
250
200
150
100
50
0
-50
-15
30
13 17
1
111
226
Mikil gjaldeyriskaup SÍ vinna gegn peningastefnunni, segir hagfræðingur SA
Flugfélagið WOW air flutti 83 þúsund
farþega í síðastliðnum mánuði og
fjölgaði þeim um 49% frá sama tíma-
bili í fyrra. Sætanýting í vélum félags-
ins var 84% og batnaði með því um 8%
milli ára. Félagið flýgur nú á tvo
áfangastaði í Norður-Ameríku og 18
áfangastaði í Evrópu.
Skúli Mogensen, forstjóri og stofn-
andi félagsins, segist mjög ánægður
með bætta sætanýtingu, ekki síst
vegna þess hversu mjög framboðið
hefur aukist yfir tímabilið. „Miðað við
þær frábæru móttökur sem við höfum
fengið er ljóst að við munum halda
áfram að stækka og bæta við fleiri
áfangastöðum á næsta ári beggja
vegna Atlantshafsins,“ segir Skúli.
Flugfélagið er nú um stundir með
sex vélar á sínum snærum. Tvær
þeirra eru nýjar og af gerðinni Airbus
A321. Hinar fjórar eru frá sama fram-
leiðanda en bera framleiðslunúmerin
A320 og A319.
Ör fjölgun hjá WOW
84% sætanýting
í vélum félagsins
Flug Nýjasta vélin í flota WOW air.
● Simon David Knight er nýr eigandi að Juris lögmannsstofu.
Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Juris frá árinu 2012
en á árunum 2007-2012 var hann lögfræðilegur ráðgjafi hjá
Kaupþingi og slitastjórn þess. Áður starfaði hann hjá al-
þjóðlegu lögmannsstofunni Simmons & Simmons í London og
Abu Dhabi á árunum 2005-2007. Simon lauk prófi í lögfræði
frá háskólanum í Cambridge, Stóra-Bretlandi, árið 2003. Hann
öðlaðist réttindi sem lögmaður í Englandi og Wales árið 2007. Í
samvinnu við Andra Árnason hrl. og Stefán A. Svensson hrl.,
hefur Simon á undanförnum árum unnið að verkefnum tengd-
um flóknum málaferlum, sérstaklega sem varða þrotabú ís-
lensku bankanna og málaferlum milli landa. Þá hefur hann enn-
fremur, í samvinnu við dr. Finn Magnússon hdl. og Sigurbjörn Magnússon hrl.,
unnið að fjármögnunar- og fjárfestingaverkefnum, m.a. er lúta að fjárfestingu er-
lendra aðila á Íslandi svo og fjárfestingu íslenskra aðila erlendis.
Simon er trúlofaður Ástu Kristínu Þorsteinsdóttur, leiðsögumanni, og eiga þau
tvö börn.
Breskur lögmaður í eigendahópinn hjá Juris
Simon David
Knight