Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Norrænum ungmennum sem koma
hingað til lands í gegnum Nordjobb,
sameiginlega norræna atvinnumiðlun
sem fjármögnuð er af Norrænu ráð-
herranefndinni og norrænu ríkis-
stjórnunum, hef-
ur fjölgað um
u.þ.b. 60 prósent
síðan 2009.
Kristín Manú-
elsdóttir, verkefn-
isstjóri Nordjobb
á Íslandi, segir að
á sama tíma fækki
umsóknum frá Ís-
lendingum sem
vilja fara út.
„Það er örugg-
lega háð því að ástandið á vinnumark-
aði er að batna. Fólk þarf ekki jafn
mikið að leita út. Á hinum löndunum
á Norðurlöndunum gengur verr að fá
ný störf á meðan við höfum fengið
töluvert af nýjum vinnustöðum á Ís-
landi í ár,“ segir Kristín.
Fjölgað jafnt og þétt frá hruni
Ekki eru til tölur yfir fjölda Íslend-
inga sem fóru út á vegum Nordjobb í
ár að sögn Kristínar en í fyrra fóru
um 70 íslensk ungmenni til annara
landa á Norðurlöndum, þar af fóru
flestir til Danmerkur.
Í ár koma um 80 ungmenni hingað
til lands samanborið við 50 manns ár-
ið 2009. Störfum á Íslandi fækkaði
mikið á milli áranna 2008, þegar störf
á vegum Nordjobb voru 120 hérlend-
is, og 2009. Síðan þá hefur störfum
fjölgað jafnt og þétt á milli ára að
sögn Kristínar, en flestir sem hingað
koma eru Svíar og Finnar.
„Þetta er aðeins meira núna en
undanfarin ár. Eftir fjármálahrunið
gátum við ekki tekið á móti eins
mörgum, en þá voru margir sem fóru
út,“ segir Kristín.
Gott að samnýta vinnumarkað
Kristín segir að gott sé að hafa
verkefni á borð við Nordjobb til þess
að samnýta vinnumarkaðinn á Norð-
urlöndunum, en að Nordjobb standa
Finnland, Danmörk, Færeyjar, Ís-
land, Svíþjóð, Noregur, Grænland og
Álandseyjar.
Hún segir að í Finnlandi hafi störf-
um á vegum Nordjobb fækkað nokk-
uð og þeir taki nú á móti fáum ein-
staklingum miðað við höfðatölu.
Finnar taka nú á móti um 40 manns
og hefur störfunum fækkað samhliða
auknu atvinnuleysi þar í landi.
Flestir starfa við ferðaþjónustu
„Miðað við höfðatölu erum við og
Álandseyjar að taka langflesta. Það
eru bara Svíþjóð og Noregur sem
taka fleiri einstaklinga en Ísland,“
segir Kristín.
Launakjör þeirra sem hingað
koma eru samkomulag á milli at-
vinnurekenda og starfsmanna, en þó
þannig að farið sé eftir kjarasamn-
ingum. Nordjobb aðstoðar ungmenn-
in, sem eru á aldrinum 18 til 28 ára,
við að útvega húsnæði ásamt því að
aðstoða við gerð umsóknar kennitölu
og skattkorts.
Störfin eru flest í ferðaþjónustu en
eins hafa verið störf í búskap, m.a. í
sauðburði, og í sumarstörfum hjá
Kópavogsbæ, Reykjavík og Garða-
bæ, segir Kristín.
Ungmenni sýna Íslandi áhuga
Störfum á vegum Nordjobb fjölgar hratt á Íslandi Hlutfallslega flestir til Íslands og Álandseyja
Gengur verr að fá ný störf í öðrum löndum á Norðurlöndunum, segir verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi
Ljósmynd/Nordjobb
Vinna Flestir þeirra sem koma á vegum Nordjobb starfa við ferðaþjónustu. Hópurinn á myndinni var hér í fyrra.
Kristín
Manúelsdóttir
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur gefið út að-
gerðaráætlun fyrir Dimmuborgir í
Mývatnssveit fyrir næstu fjögur ár-
in. Þegar ríkið úthlutaði 850 millj-
ónum til ferðamannastaða fengu
Dimmuborgir 38,5 milljónir en áætl-
að er að bíða með framkvæmdir þar
til í haust.
Daði Lange Friðriksson sat í
vinnuhópnum sem gaf út áætlunina
fyrir Landgræðsluna. Hann segir að
framkvæmdir í ár muni ekki hefjast
fyrr en mesti ferðamannastraum-
urinn sé farinn framhjá. „Það er ver-
ið að undirbúa flest verkefni en við
bíðum róleg meðan straumurinn er
mikill af ferðamönnum. Það verður
ekkert hægt að framkvæma fyrr en í
ágúst eða september.“
Samkvæmt áætluninni á að láta
hendur standa fram úr ermum í ár.
Meðal verkefna sem ráðist verður í
er malbikun á svokölluðum Stóra
hring, lagfæra og byggja upp
Kirkjuhring endurnýja vegvísa og
gönguleiðakort og uppfæra upplýs-
ingar og fræðslu um Dimmuborgir á
heimasíðu stofnunarinnar. Þá á að
malbika og merkja bílastæði á þjón-
ustusvæði. Þá munu Landgræðslan
og Umhverfisstofnun gera for-
könnun á því með hvaða hætti skuli
staðið að talningu ferðamanna í
Dimmuborgum.
Á næsta ári skal komið upp skilti
þar sem kemur fram að Dimmu-
borgir séu friðlýst svæði, halda
áfram malbikun stíga og vinna að
fræðsluáætlun og öryggisáætlun þar
sem fjallað skal um öryggi gesta og
starfsfólks. Á síðasta árinu eða 2019
mun Landgræðslan og Umhverf-
isstofnun meta þörf fyrir aðgangs-
stýringu inn í Dimmuborgir til
verndar viðkvæmri náttúru svæð-
isins og munu athuganir fara fram í
júlí.
„Nú er verið að ákveða hvað eigi
að gera, fá efni, hvernig eigi að for-
gangsraða verkefnum og fleira.
Við vorum að malbika 600 fer-
metra um daginn af göngustígum,
þannig að það er búið að gera heil-
an helling,“ segir Daði en hann var
staddur á Jökuldal að skoða tófu-
yrðlinga þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn.
Þjóðgarðurinn bíður líka
Vatnajökulsþjóðgarður fékk sam-
tals 197 milljónir af þeim 850 sem
ríkið úthlutaði í maí. Þórður H.
Ólafsson, framkvæmdastjóri þjóð-
garðsins, segir að verkefnin sem
yrði ráðist í séu í undirbúningi enda
stutt síðan fjármununum var út-
hlutað.
„Útboðið tekur tíma en það fer
flestallt í gang á þessu ári og einhver
verkefni munu klárast á þessu ári.
Eflaust fara einhver verk yfir á árið
2016 en flest munu klárast í ár.“
Malbikað Stígarnir í Dimmuborgum eru nú margir malbikaðir og það hefur gefið góða raun.
Fjögurra ára áætlun
Aðgerðaráætlun við Dimmuborgir sem gildir til 2019
Ráðast í stígagerð, setja upp vegvísa og malbika plön
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Vinna við húsnæðisfrumvörp
Eyglóar Harðardóttur, félags- og
húsnæðismálaráðherra, mun halda
áfram í sumar en eitt þeirra, hús-
næðisbótafrum-
varpið, er komið í
umsagnarferli
hjá Alþingi. Að
því loknu mun
samráðshópur
taka við frum-
varpinu og vinna
úr þeim ábend-
ingum sem koma
fram í umsagnar-
ferlinu. Áður
hafði verið stefnt að því að ljúka af-
greiðslu á húsnæðisbótafrumvarpi á
vorþingi en niðurstaðan af sam-
komulagi um þinglok var sú að
frumvarpið yrði sent til umsagnar
og tekið fyrir að nýju í haust. ,,Við
getum ekki sagt hvort þetta verða
fjögur eða fleiri mál, það verður
bara að koma í ljós í kjölfar vinn-
unnar í sumar. Vonandi getum við
komið fram með málin á fyrstu dög-
um þingsins,“ segir Eygló í samtali
við Morgunblaðið en áður hafa kom-
ið fram tvö mál auk húsnæðisbóta-
frumvarpsins en þau eru um húsa-
leigulög og húsnæðissamvinnufélög
og auk þess hefur vinna staðið yfir í
velferðarráðuneytinu í tengslum við
frumvarp um félagslegt húsnæðis-
kerfi.
Heimildir Morgunblaðsins innan
úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins
herma að þar á bæ sé ekki víðtækur
stuðningur við húsnæðisbótafrum-
varpið og frumvarp um félagslegt
húsnæðiskerfi, en áður hefur komið
fram gagnrýni fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins á fyrrnefnda
frumvarpið. Frumvörpin þurfi að
taka verulegum breytingum svo
stuðningur fáist frá þingmönnum
flokksins.
Spurð um stuðning Sjálfstæðis-
flokksins við málin segir Eygló: „Rík-
isstjórnin lýsti því yfir í tengslum við
kjarasamninga að við hefðum í
hyggju að leggja þetta meðal annars
til og það var samþykkt í ríkisstjórn
að leggja fram frumvörpin. Aðilar
vinnumarkaðarins líta svo á að þessar
breytingar á húsnæðiskerfinu séu
hluti af samkomulagi þeirra og for-
senda fyrir gerð kjarasamninga. Ég
hef ekki heyrt neitt annað frá forystu
Sjálfstæðisflokksins, en að menn hafi
í hyggju að standa við það, enda stóð
öll ríkisstjórnin að þessari yfirlýs-
ingu.“
Í yfirlýsingunni kemur einnig
fram að vinna eigi að því að aðstoða
kaupendur á fasteignamarkaði við
fyrstu kaup og finna eigi leiðir til
þess að gera húsnæðissparnað var-
anlegan. „Það liggur ekki fyrir hvort
við gerum séreignarsparnaðarleið-
ina varanlega eða hvort það verður
farið í einhverja aðra útfærslu en það
er á hreinu að það kemur fram tillaga
um það hvernig eigi að standa að
húsnæðissparnaði til framtíðar fyrir
ungt fólk. Í yfirlýsingunni er talað
um að frumvörpin eigi að vera komin
fram á haustmánuðum og afgreidd
fyrir áramót. Þetta eru þó samstarfs-
verkefni ríkisins, sveitarfélaga og að-
ila vinnumarkaðarins,“ segir Eygló.
Aðgerðirnar í húsnæðismálum
eiga að byggjast að miklu leyti á
skýrslu verkefnisstjórnar um fram-
tíðarskipan í húsnæðismálum en sú
skýrsla kom út fyrir rúmu ári. Einn
af stærstu þáttunum í þeirri skýrslu
er þó enn óútfærður en hann snýr að
framtíðarfjármögnun húsnæðiskerf-
isins en þar er lagt til að sett verði á
laggirnar sérstök húsnæðislánafélög
að danskri fyrirmynd.
Húsnæðisfrum-
vörp aftur fyrir
þing í haust
Gætu orðið fleiri en fjögur Óvíst
með stuðning Sjálfstæðisflokksins
Eygló
Harðardóttir