Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 569 1100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Ég stóð skyndilega aleinn“ 2. 16 ára morðmál loks upplýst 3. Vafasamur maður í Vogahverfi 4. Arnar Gauti breytti eldhúsi fyrir… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndin Everest, leikstýrð af Baltasar Kormáki, verður opnunar- mynd kvikmyndahátíðarinnar í Fen- eyjum, eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær. Dagblaðið Guardian bendir á að þær myndir sem hafa ver- ið opnunarmyndir síðustu tveggja há- tíða, Birdman og Gravity, hafi báðar hlotið óskarsverðlaun. Opnunar- myndir hátíðarinnar séu því líklegar til að keppa um óskarsverðlaun. Everest líkleg til óskarsverðlauna?  Elfa Dröfn Stef- ánsdóttir messó- sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hömrum í Menningarhús- inu Hofi á Akur- eyri í dag kl. 14. Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga og aríur eftir Bizet og Saint-Saëns. Elfa og Sólborg í Hofi  Menningarhátíðin Listaflóð á víga- slóð verður haldin í dag og á morgun að frumkvæði heimilisfólks á Syðstu- Grund í Blönduhlíð, en á þessum slóðum var háður Haugsnesbardagi árið 1246. Kvöldvaka verður í Kakala- skála í kvöld kl. 20.30 og verður m.a. sýnd heimildarmyndin Orgelleik- arinn: Maður í máli – dagur í mynd- um, eftir Ingþór Bergmann Þór- hallsson en hún fjallar um tón- listarmanninn Svein Arnar Sæmundsson frá Syðstu-Grund. Listaflóð á vígaslóð Á laugardag Norðaustan 10-15 m/s norðvestanlands og með suð- austurströndinni fyrripartinn en annars hægari vindur. Rigning eða súld eystra en skýjað en úrkomulítið vestantil. Hiti 5 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt, 3-11 m/s. Þokuloft eða súld með köflum norðaustan- og austanlands og norðvestantil. Líkur á slyddu til fjalla. Bjartviðri suðvestantil. Hiti 4 til 15 stig. VEÐUR Víkingar voru óheppnir að falla út úr Evrópudeild UEFA í knattspyrnu í gær- kvöld þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við Koper í Slóveníu. Þeir voru nærri því að skora þriðja markið, sem hefði komið þeim í 2. umferð. „Við erum gríðar- lega svekktir yfir því að hafa ekki komist áfram,“ sagði Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Vík- ings. »2-3 Víkingar gríðar- lega svekktir „Þetta er töluvert mikið stærra, félag- ið hefur töluvert meira fjármagn en Pescara og að- stæður eru frábær- ar. Ég hef spilað á mörgum stöðum og ferðast mikið en vonandi mun ég vera hér í nokkurn tíma og það verður gaman að komast í gang,“ segir Birkir Bjarnason, lands- liðsmaður í knatt- spyrnu, sem í gær samdi við svissnesku meistarana Basel. »1 Töluvert mikið stærra hjá Basel en Pescara „Nú er í raun eini tíminn sem þessi listi skiptir máli, þá er frábært að vera ofar en Ísland hefur áður kom- ist og þetta eru mjög ánægjuleg tíð- indi. Við erum að toppa á réttum tíma og svo skiptir þessi listi nán- ast engu máli næstu tvö árin,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálf- ari karla í knattspyrnu, um stöðu ís- lenska liðsins á heimslista FIFA. »4 Eini tíminn sem þessi listi skiptir máli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhugi knapanna er mikill og þegar út á völlinn er komið blossar keppnisskapið upp. Það hefur verið gaman að fylgjast með forkeppnum, flottir hestar og knapar sem hafa sýnt mikil tilþrif. Á miðvikudag var keppni í fimi í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum og sá dagur skil- aði okkur þremur Íslandsmeist- urum,“ segir Linda Björk Gunn- laugsdóttir, formaður hestamanna- félagsins Spretts. Félagið stendur að Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem nú stendur yfir á Kjóavöllum í Kópavogi. Samspil knapa og hests Um 760 keppendur eru skráðir til leiks á Íslandsmótinu og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Mótinu hefur til þessa verið skipt í tvennt; það er mót fullorðinna annars vegar og í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum hins vegar. Nú er þessu tvennu hins veg- ar slegið saman, sem þykir gefast vel. Á Íslandsmóti og Landsmóti hestamanna, sem haldið er annað hvert ár, er sá munur að í hinu fyrr- nefnda er íþróttakeppni þar sem lögð er áhersla á samspil knapa og hests og á Landsmóti er keppt í gæðingakeppni þar sem lögð er meiri áhersla á kraft og hraða. Þar er einnig kynbótakeppni. Svipur mótanna tveggja er því að sumu leyti ólíkur. „Landsmótin eru í byrjun júlí og Íslandsmótið í kjölfarið. Hestafólk tekur því þennan tíma frá og skipu- leggur frí sín með tilliti til þessa. Á mótinu núna er gaman að fylgjast með yngri flokkunum, þar sem keppni er hörð og framtíðin virðist spennandi. Keppendur koma af öllu landinu og heilt yfir virðist hesta- mennskan í blóma,“ segir Linda Björk um mótið, sem hófst á mið- vikudag og stendur til sunnudags- kvölds. Í dag, föstudag, verður keppt í töltgreinum og á morgun, laugardag, er gæðingaskeið og B- úrslit í fjór- og fimmgangi og tölti. Á sunnudag, á lokadegi mótsins, verða svo tekin A-úrslit í öllum hring- vallagreinum. Keppt á tveimur völlum Forkeppni Íslandsmótsins er á tveimur völlum Spretts, það er á Skeifunni við Sprettshöllina á Kjóa- völlum og á Hattarvelli, Garða- bæjarmegin á svæðinu. „Mótið er fjölsótt. Hverjum keppanda, þá ekki síst börnunum, fylgja foreldrar og aðrir úr fjölskyldunni svo búast má við að hér verði fjölmenni um helgina,“ segir Linda, sem hefur verið viðloðandi hestamennsku lengi. Hefur sportið verið líf og yndi Lindu, bæði hér heima og í Fær- eyjum þar sem hún bjó í nokkur ár. Knaparnir sýna mikil tilþrif  Íslandsmót í hestaíþróttum í Kópavogi Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmót Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður Spretts, og Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri félagsins. Morgunblaðið/Eggert Keppni Mótshaldið gengur vel, en þátttakendur eru um 760 og á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.