Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þeir skálaverðir á hálendinu sem Morgunblaðið náði tali af í gær voru sammála um að veðrið hjá þeim væri nokkuð gott – það væri bara misgott. Gera má ráð fyrir töluverðum kulda á hálendinu um helgina en það stoppar ekki ferðalanga. Sigurlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Sóla skálavörður í Langadal í Þórsmörk, segir Íslendinga alltaf láta sjá sig á hálendinu. „Hér erum við búin að eiga dásamlega daga að undanförnu. Rjómablíða, sól og sæla – eins og er nú oft í Langadal. Hér blasir Eyja- fjallajökull við og í sólsetrinu í gær [fyrradag] lýstist hann upp eins og rauður eldjökull. Enda var sungið; Sjáðu jökulinn loga,“ segir hún. Mun auðveldara er að komast í Þórsmörk eftir að tönn var sett á traktorinn á svæðinu þannig að bet- ur gengur að eiga við vaðið yfir Krossá. „Krossá er eins og ljúft lamb þessa dagana. Vaðið er orðið eins slétt og á hraðbraut,“ segir hún og hlær. 47 á biðlista Sóla segir að langur biðlisti sé eft- ir gistingu í skálanum í Langadal. „Núna eru margir tjaldgestir og skálinn er alltaf eftirsóttur. Hann er svo fullur af gestum að 47 manns voru á biðlista hjá mér. Það komast færri að en vilja.“ Erlendir ferðamenn eru stærstur hluti gesta í Þórsmörk en þó koma margir Íslendingar til að berja nátt- úrufegurðina augum. „Þórsmörk og Langidalur eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og margra ára sögu meðal okkar. Hing- að koma Íslendingar, margar kyn- slóðir saman, ár eftir ár. Þórsmörk er alltaf í hjartanu hjá þeim sem hafa einu sinni komið. Þó að veðrið láti á sér kræla er bara að klæða sig rétt.“ Snjór í júlí Sandra Helgadóttir, skálavörður í Sigurðarskála í Kverkfjöllum, segir að undanfarið hafi verið rigning, snjór og slydda. „Það er hins vegar ávallt góð stemning hér í Sigurðarskála. Það er frekar rólegt hjá okkur eins og er en þegar góðu dagarnir koma flykkist fólk að.“ Jón Bragason í Múlaskála á Lóns- öræfum segir veðrið hafa verið fínt undanfarna daga, í það minnsta kvarti bændur undan rigningarleysi. „Það er spáð kulda en bókanir fyr- ir sumarið eru heitar. Hingað koma að mestu Íslendingar í gönguhópum og hafa það gaman og gott. Lóns- öræfi eru fyrir Íslendinga því það fer ekkert fyrirtæki með ferðamenn hingað inn eftir,“ segir Jón. Hálendið sjóðheitt þrátt fyrir kulda  Bókanir í skála á hálendinu margar  Íslendingar sækja í fjallaloftið Ljósmynd/Páll Guðmundsson Við Álftavatn Fallegt veður var í gær á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Snjór var þó í Hrafntinnuskeri. Stefnt er að því að senda köfunar- tæki til að mynda flak Jóns Hákons BA 60 sem fórst á þriðjudags- morgun. Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa mun hitta skipstjóra skipsins í dag og fara yfir atburða- rásina með honum. Fjórir voru í áhöfn bátsins. Magnús Kristján Björnsson stýri- maður fórst en þrír björguðust giftusamlega. Þeir náðu ekki að fara í flotgalla né björgunarvesti, og er mörgum spurningum um slys- ið ósvarað. „Nú er unnið að búnaði og öðru til að unnt sé að senda myndavél niður að flakinu. Það er fjarstýrð vél sem fer niður og þá sjáum við vonandi hvernig þetta lítur út,“ segir Jón A. Ingólfsson hjá Rann- sóknarnefnd samgönguslysa, sjó- slysasviði. benedikt@mbl.is Ljósmynd/Jón Páll Jakobsson Rannsókn Báturinn Jón Hákon BA 60. Myndavél send að flakinu  Rætt við skipstjóra Jóns Hákons í dag Bændur eru á fullu í heyskap þessa dagana. Menn nýttu sér þurrkinn vel í Kjósinni í gær þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Þar var verið að rúlla upp heyinu en samkvæmt spá Veðurstofunnar gæti vætutíð tafið heyskap víða um sveitir, einkum sunnanlands og austan. Þá verður kalt í veðri norðanlands og á Vest- fjörðum í dag. Helst eru það bændur á Vestur- landi sem geta heyjað óhindrað um helgina. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heyannir í sveitum landsins Auður Albertsdóttir Kristján H. Johannessen Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Segir Sigmundur Davíð fundinn, sem fram fór í Brussel, hafa verið „óvenju afslappaðan og skemmtilegan“. „Kannski tengist það því að Juncker er afslöpp- uð týpa en hann er einnig búinn að vera að fást við mjög erfið mál innan Evrópusambandsins í [gær] og undanfarna daga. Þannig að ég get ímyndað mér að það hafi verið ágætis tilbreyting að hitta hóp frá Íslandi og geta rætt um uppbyggileg já- kvæð mál,“ segir Sigmundur Davíð. Aðspurður segir hann þá hafa rætt hvernig þeir sæju fyrir sér samband Íslands og Evrópusam- bandsins nú þegar ljóst þyki að Ísland sé ekki lengur á leið þangað inn. „Við fórum aðeins yfir það með vísan til síðasta fundar sem ég átti við forvera hans, Barroso, en þá fór Barroso fram á að áður en við ræddum fram- tíðina þyrftum við fyrst að útlista hvernig við sæj- um fyrir okkur umsóknina. Hvort hún ætti að halda áfram eða ekki. Þar sem nú er orðið ljóst að Ísland er ekki lengur umsóknarríki getum við far- ið að ræða framhaldið,“ segir Sigmundur Davíð. Gott að komin sé fram niðurstaða í málið Spurður hvort Juncker hafi tjáð sig um ákvörð- un ríkisstjórnar Íslands um að draga aðildarum- sóknina til baka kveður Sigmundur Davíð nei við. „Hann sagði ekkert til um það hvort hann væri ánægður með niðurstöðuna. En hann var ánægður með að það væri komin niðurstaða í málið þannig að við gætum farið að huga að framtíðinni á nýjum forsendum,“ segir hann um samskiptin við ESB. Þá ræddu þeir Sigmundur Davíð og Juncker meðal annars um mikilvægi EES-samstarfsins, málefni norðurslóða, sjávarútvegsmál og jarðhita. Hugað að samskiptum ESB og Íslands á nýjum forsendum  Forsætisráðherra fundar með forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel Ljósmynd/ESB ESB Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jean- Claude Juncker hittust í gær á fundi í Brussel. Þeir sem leggja í stæði hreyfi- hamlaðra án heimildar hugsa sig væntanlega tvisvar um eftir að Bílastæða- sjóður Reykja- víkurborgar hækkaði gjald- skrá fyrir stöðv- unarbrotagjald. Nú kostar 20 þúsund krónur að leggja í stæði hreyfihamlaðra en gjaldið var 10 þúsund krónur. Stöðvunarbrotagjald vegna ann- arra stöðubrota verður 10.000 krónur. Dragist greiðsla um tvær vikur hækkar sektin um 50% og sé enn ekki búið að greiða sektina eft- ir 28 daga er álagningin 100%. benedikt@mbl.is Stöðubrotasekt hækkuð um 100% Stöðubrot Sektar- greiðslur hækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.