Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ✝ Ólafur Krist-ján Hannibals- son fæddist á Ísa- firði 6. nóvember 1935. Hann lést á heimili sínu í Þykkvabæ í Reykjavík 30. júní 2015. Foreldrar Ólafs voru Sólveig Sig- ríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1904 á Strandseljum, d. 1997, og Hannibal Gísli Valdimarsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arnardal, d. 1991. Systkini Ólafs eru Arnór, f. 1934, d. 2012, Elín, f. 1936, Guðríður, f. 1937, og Jón Bald- vin, f. 1939. Hálfbræður Ólafs samfeðra eru Ísleifur Weinem, f. 1934, d. 2011, og Ingjaldur, f. 1951, d. 2014. Ólafur kvæntist árið 1964 Önnu G. Kristjánsdóttur kenn- ara, f. 1935. Þau skildu. Börn ríkjunum og við hagfræðihá- skólann í Prag í Tékklandi á ár- unum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964-1970 og skrif- stofustjóri ASÍ 1971-1977. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöf- undur og ritstjóri. Hann var varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarða- kjördæmi 1995-1999. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virkan þátt í ýmsum aðgerðum, ritaði ótal greinar og hélt út- varpserindi um innlend og er- lend málefni. Ásamt öðrum skrifaði hann 50 ára sögu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem út kom 1997, hann þýddi Sögu þorsksins og skráði ásamt Guðrúnu konu sinni Sólar- megin, endurminningar Her- dísar Egilsdóttur kennara. Síð- ustu árin vann Ólafur að Djúp- mannatali, skrá ábúenda við Ísafjarðardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prent- unar. Útför Ólafs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 10. júlí 2015, kl. 13. þeirra eru: 1) Hugi, f. 1964, synir hans með Jóhönnu Magnúsdóttur eru Bjarki Ólafur og Kristján Orri. 2) Sólveig, f. 1965, maki Jóhann Krist- insson, þeirra son- ur er Hrafnkell Húni, dóttir Jó- hanns er Hekla Bryndís. 3) Kristín, f. 1971, maki Guðmundur Sverrisson, börn þeirra eru Hannibal Máni og Maísól Anna; dóttir Kristínar úr fyrri sambúð er Saga Sól K. Karlsdóttir. Síð- ari kona Ólafs er Guðrún Pét- ursdóttir lífeðlisfræðingur, f. 1950. Dætur þeirra eru Ásdís, f. 1989, maki Hallgrímur Odds- son, og Marta, f. 1992. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Banda- Pabbi var yndislega hlýr. Ég hef alla tíð verið mikil pabbas- telpa enda ekki hægt að eiga betri föður. Hann kenndi okkur að tálga og kveðast á, fara með ljóð og bænir, las fyrir okkur á hverju kvöldi og var afskaplega góður að hugga. Hann hafði stór- ar þykkar hendur, krumlur sem umvöfðu þegar maður læddi lóf- anum í hans, litlum barnslófa þegar klöngrast var yfir holt og hæðir í sveitinni og síðar ögn stærri lófa þegar maður þurfti á leiðsögn pabba að halda í lífsins þúfnagangi. Pabbi hafði mikinn metnað fyrir hönd allra barna. Hann tók menntun alvarlega og var ávallt tilbúinn að svara spurningum, að- stoða og lesa yfir. Mér er minn- isstætt þegar hann hlýddi mér yf- ir fyrir sögupróf í níu ára bekk. Við fórum skipulega í gegnum kennslubókina frá upphafi til enda, sem tók tvo daga þar sem við sátum saman langt fram á kvöld. Í prófinu sjálfu skrifaði ég fyrst samviskusamlega svörin samkvæmt kennslubókinni en þar fyrir aftan langar leiðrétting- ar og útskýringar á hvernig hlut- irnir gerðust í raun að sögn pabba. Kennararnir í Árbæjar- skóla tóku slíkum skýringum yf- irleitt vel, enda gat maður eilíf- lega vitnað í eina eða tvær heimildir máli sínu til stuðnings. Það eru fá börn sem búa við slíka alúð yfir heimanáminu alla tíð og læra þar með mikilvægi þess að þekkja söguna og geta sett hana í samhengi við líðandi stund. Mikilvægasta veganestið sem pabbi gaf mér er að þora að benda á óréttlæti innan sam- félagsins. Með pennann að vopni barðist hann fyrir bættu þjóð- félagi og hafði hugrekki til að beina kastaranum þangað sem þurfti, óháð því hver átti í hlut. Pabbi hafði ekki áhyggjur af því hvort hann skapaði sér vinsældir eða óvinsældir með skrifum sín- um, hans leiðarljós var réttlætið. Skipti þá engu hvort þar var tek- ist á um málefni hreppsins, þjóð- félagsins eða alþjóðasamfélags- ins. Ég get ekki ímyndað mér veigameiri leiðsögn út í lífið. Nú er bara að þora að hlusta á sína innri rödd. Hann lifir þar. Ásdís Ólafsdóttir. Pabbi naut sín best í umræðu dagsins í kviku samfélagsins, helst með stílvopn í hönd. Samt leitaði hugurinn í sveitina. Hann sjálfur fylgdi á eftir og bjó þar í tíu ár á ystu mörkum landbún- aðarkerfisins. Hann var oft spurður hverju þessi meinta út- legð sætti og gaf held ég jafn mörg svör. Ég spurði aldrei, enda ekkert lögmál að feðgar ræði af einlægni um slíkt. Kannski voru það sumrin í Un- aðsdal. Þar var svo hlýtt að börn- in leituðu kælingar í sjónum, en jafnvel þar var vart fró að finna, því brennandi sólin hitaði grynn- ingar í Djúpinu. Og aðalbláberin – þau voru eins og epli. Ekki eins og þessi stóru rauðu, var tekið fram ef áheyrendur efuðust, heldur þessi litlu dönsku gulu sem stundum fást. Það dugði vantrúuðum skammt að vitna í jarðabækur, sem segja að í brekku við Unaðsdalsbæinn sé skafl sem aldrei þrýtur á sumr- um; hann var metinn á kýrverð, því þar mátti fyrir ísskápstíð geyma mjólk og mat betur en á öðrum jörðum á Íslandi. Reyndar staðfesta veðurmælingar að hlý- indi voru á uppvaxtarárum pabba við Djúp. Kannski styrkti það myndina sem greyptist í barns- sálinni af Edensgarði í íslenskri sveit, sem var utan og ofan við dægurþras. Í borginni er maður þræll stimpilklukkunnar. Í sveitinni er maður eigin herra og þjónn sauð- kindarinnar. Þegar refagot og grásleppa bætast við sauðburð þarf að leggja til hliðar munað eins og nætursvefn, en enginn bannar manni að fá sér góða kríu eftir hádegismat með köttinn á maganum. Slíkt telst hins vegar framleiðnihamlandi hegðun á þéttbýlisvinnustöðum. Ekki veit ég hver framleiðnin mældist á Selárdalsbúinu, en þaðan fóru þó sannanlega loð- skinn, skrokkar og hrognatunnur á markaðstorg heimsins. En kannski er afurðamagn ekki eini rétti mælikvarðinn á búskapartíð pabba. Margir hlupu undir bagga með honum í Selárdal og þar var oft mannmargt á sumrin. Sumir þeirra sjá nú gósenland og ynd- isreit þar sem aðrir finna bara kaldrana á enda Ketildalavegar- ins. Pabbi var sílesandi og vildi þekkja ættir og söguna og gang- verk þjóðfélagsins og berjast fyr- ir réttum málstað. Margir sóttu í hans félagsskap og hann hafði yndi af frásögnum, samræðum og mannfögnuði. Í essinu sínu í skötuboði á Þolláki. En hann gat líka unað sér með bókum og búfé á hjara heims. Ég fór stundum vestur um vetur, þegar Zetorinn dreif varla skafl- ana á Fífustaðahlíðinni. Lengra frá siðmenningunni varð vart komist. En á stjörnubjörtum nóttum blasti vetrarbrautin við í alltumvefjandi dýrð sem ljós- mengunarþolar í borg fá aldrei þekkt. Þarna var maður ekki einn, en í góðum kunningsskap við kosmósinn og ferfætlinga. Heimurinn skapar okkur úr engu og kallar okkur svo aftur til sín, kannski í einhvern hulinn Unaðs- dal og galdrar fram ný ævintýri. Pabbi kynntist mörgum hliðum tilverunnar á viðburðaríkri ævi, þar sem sjaldan var fylgt upp- skrift. Ég trúi að hann hafi kvatt sæmilega sáttur, þótt hann hefði glaður þegið viðbótartíma til að lesa, spjalla og skemmta sér og öðrum. Hann kvaddi heima í faðmi fjölskyldu og er áfram nærri þótt jarðvistinni ljúki. Hugi Ólafsson. „Pabbi – þú reifst mig upp með rótum!“ Þetta er ein fyrsta bernsku- minning mín úr Selárdal. Við er- um á fjölskyldugöngu upp í Vatnahvilft, ég er þriggja ára og festi fótinn ofan í gjótu. Pabbi kemur til bjargar, sennilega ekki í fyrsta sinn og sannarlega ekki í það síðasta, en upp með stígvél- inu kemur mold og rætur. Mér hefur alltaf fundist þetta svo fallega táknrænt. Enginn var natnari en pabbi við að kenna manni að þekkja ræturnar á Vestfjörðum og að festa rætur við Selárdalinn sem fóstraði okkur frændsystkinin, en enginn var heldur betri í að hvetja mann til að halda á brott, víkka sjóndeild- arhringinn og leita ævintýra í námi og starfi með allan heiminn undir. Minningar eru besta vega- nestið út í lífið. Af þeim bjó pabbi okkur nóg. Hann var óþreytandi að fræða okkur, segja sögur af sjálfum sér, ættingjum og vinum, úr Djúpinu, næsta umhverfi eða alheiminum. Sögumaður af guðs náð, uppfræðari og viskubrunn- ur. Skemmtilegri pabbi var ekki til, og ekki heldur hlýrri eða þol- inmóðari. Árin okkar í Selárdal tengdu okkur órjúfanlegum böndum. Þarna unnum við saman að öllu því sem skiptir mestu máli. Töfrandi tími í sauðburði þegar nýtt líf kviknar í haga og hug. Nístandi vanmáttur í köldu vori þegar ær bera alltof snemma stórum lömbum á húsi og ekki er hægt að setja þær út. Hrogn- kelsaveiðar í náttstillu og fram- leiðsla á heimsklassa söluvöru. Refagot og fóðurvinnsla. Hreppapólitík og alþjóðastjórn- mál. Einangrað umhverfi og full- komið frelsi. Margslunginn maður hann pabbi minn og magnaður stór- hugi. Einyrki og heimsmaður. Heimakær landkönnuður. Al- þjóðafræðingur og bóndi. Aktí- visti og einfari. Verkalýðsfröm- uður og sjálfs sín herra. Efasemdamaðurinn og trúleys- inginn sem kenndi börnunum bænir og barnatrú. Þetta voru ekki þverstæður í honum heldur eiginleikar sem hann átti auðvelt með að virkja og nýta þegar hon- um bauð. Selárdalur var mót kynslóða og heima. Þar vorum við samvist- um við Sólveigu ömmu og Hanni- bal afa, frændsystkinin og Gísla á Uppsölum. Þar barðist pabbi fyr- ir rafmagni á bæi, sjálfvirkum síma og sjálfstæðu sláturhúsi í eigu Arnfirðinga. Þar voru lesnir sveitarómanar úr safni lestrar- félags ungmennafélagsins frá byrjun síðustu aldar, dagblöðin og heimsbókmenntirnar. Þar á hjara veraldar var stöðugur straumur gesta og öllum var boð- ið inn að sveita sið. Þó svo að foreldrar okkar hafi skilið að skiptum hélst vinátta þeirra og væntumþykja fram á síðasta dag. Tengsl pabba við móðurfjölskylduna voru alla tíð djúpstæð og hrein. Þar var virð- ing og væntumþykja í fyrirrúmi. Pabbi gekk inn í sólarlagið á einu fegursta kvöldi sumarsins. Það var hans tími. Söknuðurinn er alltumlykjandi. En ræturnar eru traustar og samheldnin góð. Þú skilar góðu búi, pabbi minn. Sólveig. Nú hefur pabbi minn kvatt þessa jarðvist. Það er ekki auð- velt að koma á blað öllu því sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hann. Hann var rétt- látur, hreinskilinn, hugrakkur og einlægur maður sem lét sig margt varða, en fyrir mér var hann fyrst og fremst bara pabbi. Pabbi sem las fyrir okkur syst- urnar á kvöldin, kenndi okkur bænir og kvæði, sagði okkur sög- ur af bernsku sinni og kom okkur alltaf til að hlæja – því fylgdu oft orðin: Æi pabbi! Hann huggaði, knúsaði, kyssti okkur góða nótt. Hann hafði gríð- arlega þolinmæði og kenndi mér allt milli himins og jarðar, bæði með sögum og staðreyndum, en líka því hvernig hann var gerður, eðli hans, fasinu, framkomunni. Nánast alla mína skólagöngu tók hann á móti mér þegar ég kom heim, eldaði grjónagraut, hjálp- aði til við heimanámið eða sat bara og las og var mér innan handar. Návist hans varð til þess að heimilið var fullt af hlýju og lífi, hvort sem ég var átta ára eða tvítug. Við vorum bæði þannig gerð að þögnin var okkur eðlis- læg, og samverustundir okkar einkenndust af því. Á kvöldin sát- um við oft saman í sófanum og horfðum á sjónvarpið, því þótt hvorugt okkar væri sérstaklega spennt fyrir dagskránni, nutum við þessarar þöglu samvistar. Það er erfitt að hugsa til þess að þessar hæglátu, yndislegu stundir verði ekki fleiri. Því fylgir mikil sorg og söknuður að missa þennan einstaka mann úr lífi mínu. En ég er gríðarlega þakk- lát fyrir þann tíma sem við feng- um saman, og fyrir að hafa fengið að eiga besta pabba í heimi. Bærist hjart’ í brjósti sáru brostið hefur í sálar frosti. Örðugt reynist orð að finna svo ást mín nái í gegn að skína. Ljóðið þetta í lágu hljóði lof að tjái það mig hrjáir; mynd þíns anda gef að megi í minni mínu ávallt finnast. Marta. Pabbi. Hlýjar hendur. Faðm- lag. Lestur. Vísur og þjóðsögur. Sögur af Jóreiði, Árum-Kára, Jóni Sigurðssyni. Fortíð, nútíð, framtíð. Kvöldgöngur. Orða- leikjabrandarar. Pabbi var bóndi í Selárdal í um áratug, þegar ég var 5-15 ára gömul og óhætt er að segja að fátt hefur mótað lífið eins mikið og að hafa alist þar upp á sumrin. Fyrir vini í Reykjavík virtist pabbi fjarlægur faðir, en í þrjá mánuði á ári vorum við samvist- um nánast allan sólarhringinn. Á sumrum í Selárdal hjá pabba voru til að byrja með allmörg frændsystkin sem við kynntumst betur en ella, auk ömmu og afa. Þar var fjárbú, grásleppuveiði og refabú síðustu árin. Köttur, hundur, heimalningar og hei- myrðlingur sem gæludýr, auk húsdýra. Ekki rafmagn, sveita- sími og sjónvarpslaust. Stundum voru vinnuhjú á bænum og sjó- menn meðan á grásleppuvertíð stóð, oft litríkir karakterar. Gest- kvæmt var á sumrum, þótt á hjara veraldar væri. Hreppsbúar voru líklega fegnir að fá nýjan að- ila í sveitarfélagið sem tók að sér drjúgan hluta stjórnsýslustarfa. Þó að íbúar væru innan við 30 var í mörg horn að líta; oddviti, sókn- arnefndarformaður og meðhjálp- ari (enda á kirkjujörð), í stjórnum Minjasafns á Hnjóti, Sjúkrahúss á Patreksfirði, Sláturfélags Arn- firðinga og fleira mætti tína til. Aðrir bændur voru boðnir og búnir að halda búvélum Selárdals gangandi í staðinn. Samheldni Ketildælinga í ýmsum málum og framkvæmdum, stórum og smáum var aðdáunarverð og eig- um við enn vini þar á hverjum bæ, nú þremur áratugum síðar. Öll gengum við til vinnu og hver hafði sitt hlutverk eftir aldri, já og kyni. Þegar á leið urðu frændsystkinin fullorðin og komu ekki lengur til langdvalar og að lokum eldri systkini mín líka en í þá komu frænkur úr móðurfjöl- skyldunni. Síðustu tvö sumrin vorum við pabbi að mestu tvö í „kotinu“. Á þessum tíma vorum við sem jafningjar. Við gengum saman til verka úti og inni, þó að pabbi sæi að mestu um elda- mennskuna, spjölluðum um heima og geima. Bókakostur Sel- árdals var allnokkur og hafði pabbi lesið þar allt. Síðasta sum- arið hlustaði ég á framhaldssögu í útvarpinu. Eitt sinn var pabbi nokkuð órólegur að fá mig út í verkin og þegar lesturinn hófst var hann ekki lengi að finna bók- ina í hillu og fannst að nú þyrfti ég ekki að vera bundin yfir út- varpinu lengur á háannatíma. Þarna var pabbi kominn að kaflaskilum í lífinu. Hann átti erf- itt með að bregða búi, enda hafði hann barist fyrir að landbúnaður og byggð héldist í Ketildölum. Þó var ekki lengur sama ástæða fyr- ir að vera og lagt var upp með í byrjun. Pabbi flutti aftur til Reykjavíkur en Vestfirðir nutu áfram krafta hans á ýmsum svið- um. Hvort sem var í skrifum, sem varaþingmaður kjördæmisins, formaður Ísfirðingafélagsins, einn af ritstjórum Djúpmanna- tals og einna lengst við að bjarga listaverkum alþýðulistamannsins Samúels í Selárdal. Í Selárdal rifjaði pabbi upp minningar úr Unaðsdal við Djúp, þar sem hann var í sveit hjá móð- ursystur sinni mörg sumur. Um leið gaf hann okkur okkar unaðs- dal í Selárdal, en hvergi slær hjartað eins og þar. Kristín. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Ég minnist með hlýhug góðu stundanna í Þykkvabæ, á Þingvöllum, í New York-borg og víðar. Til er Ólafsbók í þremur bind- um, prentuð í sex eintökum, stút- full af myndum úr lífi Ólafs og stórum hluta af öllum þeim grein- um og pistlum sem eftir hann liggja. Bókin kom út í tilefni af 75 ára afmæli hans og er í einu orði sagt frábær. Á síðustu vikum hef ég gluggað töluvert í ritin og haft sérstaklega gaman af rökföstum og yfirveguðum skoðanapistlum sem þar er að finna. Í eldfimum þjóðfélagsmálunum gat þjóðin ef til vill verið klofin í herðar niður, en afstaða Ólafs var skýr og á rökum reist. Hann fylgdi sann- færingu sinni og beitti sér ef svo bar undir, eins og frægt er. Eins einföld og sú lýsing hljómar, þá verður hún ekki sögð um hvern sem er. Í Ólafsbók er einnig að finna fréttatengdar greinar eftir blaða- manninn Ólaf. Við lestur þeirra kemur bersýnilega í ljós djúp- stæð þekking hans á sögu ís- lensks viðskiptalífs og á stjórn- málasögunni. Hver fréttapunktur er settur í sam- hengi hlutanna og greinarnar eru söguþráður atburða með leikend- um og gerendum. Sem starfandi blaðamaður þá tel ég mig vita að skrif eins og þessi eru síður en svo auðveld og aðeins á færi þess sem skilur, veit og kann að koma frá sér með skilmerkilegum hætti. Svona vil ég geta skrifað og held áfram að gera mitt besta. Greinarnar og pistlarnir eru ekki aðeins stórmerkilegar sam- tímaheimildir. Þær varpa skýru ljósi á manninn sem skrifaði þær. Síðastliðið sumar komu nokkrir erlendir vinir okkar Ásdísar í heimsókn til Íslands. Það er mér eftirminnilegt þegar við sátum og hlýddum á Ólaf þylja upp ná- kvæm ártöl, nöfn og staðarheiti á Þingvöllum á svo skýran hátt að ég trúi varla að nokkur erlendur ferðamaður hafi, hvorki fyrr né síðar, fengið svo góða útlistun á sögu þjóðgarðsins. Allri þekking- unni deildi hann með okkur á sinn einstaka hátt, yfirvegað og án alls yfirlætis. Við Ólafur deildum áhuga á kvöldmat og kvöldfréttum. Þeir tveir atburðir koma oftar en ekki hver á fætur öðrum í Þykkvabæ. Það var alveg sama um hvað var rætt í Þykkvabænum, hversdags- leikann eða þjóðfélagsmálin, Ólafur auðgaði umræðurnar með fróðleik, þankagangi og bröndur- um sem hann einn sá – en allir hlógu að. Ég á eftir að sakna nær- veru hans og ég er þakklátur fyr- ir samverustundirnar. Hallgrímur Oddsson. Með hönd undir kinn, niður- sokkinn í bók í eigin heimi. Þetta er fyrsta bernskuminning mín um þennan eldri bróður. Enn í dag finnst mér þessi minningar- brot segja meira en mörg orð um, hver hann var. Hann varð fluglæs fjögurra vetra af lestri Íslendingasagna. Við hin urðum að láta okkur nægja leiðarana í Skutli. Bók- hneigður er kurteislegt orð yfir bókaorminn. Fyrst las hann bókasafn Hannibals (Íslendinga- sögur, þjóðskáldin, sjálfstæðis- baráttuna). Svo Héraðsbókasafn Hagalíns um það sem upp á vant- aði. Við gátum flett upp í honum, þegar mikið lá við: um vanræktar persónur Íslendingasagna, höf- unda stjórnarskrár Bandaríkj- anna, rússnesku byltinguna, Bo- livar eða fiskveiðar Baska við Íslandsstrendur. Og eiginlega flest þar á milli. Fyrir nú utan ættir Íslendinga og mannlíf við Djúp. Svona maður var auðvitað hag- orður og skáldmæltur. En hann blótaði skáldgyðjuna á laun, af því að hann mældi sig bara við hina bestu. Unglingsárin voru honum erfið. Lærði skólinn bauð upp á steina fyrir brauð. Var þetta allt og sumt? Hann lagðist í þunglyndi. Óbirtur skáldskapur frá þessum árum lýsir manni, sem bjó yfir kviku næmi og orða- galdri. Hvort tveggja samt innikróað af nagandi efahyggju. Svona menn eiga ekki heima í háskólum – nema þá til að kenna þar. Hann fór á flakk. Norður- Ameríka, sem og Suður. „Happy- hippi“ dagar. Eftir ameríska drauminn settist hann um hríð í Karls-háskólann í Prag og upp- lifði vonina um „sósíalisma með mannlegri ásýnd“ verða undir skriðdrekum Rauða hersins. Heimkominn ritstýrði hann Frjálsri þjóð – sem andstæðing- arnir uppnefndu fjölskyldumál- gagnið. Krafan var um ærlegt uppgjör við lífslygi Sovéttrúboðs- ins. Og um jafnaðarmannaflokk að norrænni fyrirmynd, sem risi undir nafni sem sverð og skjöldur vinnandi fólks. Við vitum, hvern- ig það fór. Sú var tíð að við bræður sór- umst í fóstbræðralag um að láta drauma rætast. Arnór og Ólafur höfðu flest það til brunns að bera, sem til þurfti. Arnór hafði þekk- inguna, heiðarleikann og vinnu- Ólafur Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.