Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á Facebook
36–56Str:
ÚTSALAN
ER HAFIN
•30–50% afsláttur•
Matvælastofnun (MAST) birti í gær
áfangaskýrslu um hinn mikla óút-
skýrða fjárdauða sem bændur urðu
fyrir í vetur og vor.
Í samvinnu við Landssamtök
sauðfjárbænda og Tilraunastöð Há-
skóla Íslands að Keldum var hafist
handa við að rannsaka málið þegar
það kom upp og varpar skýrslan ljósi
á heildarmynd vandamálsins en or-
sök þess er þó enn óljós.
Aðeins 311 bændur svöruðu kalli
MAST af um 2.000, en stofnunin bað
bændur að svara spurningalista raf-
rænt. MAST þurfti að hafa hraðar
hendur við að gera spurningalistann
og var hann gerður í svo miklum
flýti að það gleymdist að spyrja mik-
ilvægra spurninga.
Í tilkynningu MAST segir: „Ekki
var spurt um ýmislegt sem gott hefði
verið að fá svör við, m.a. um hversu
lengi féð gekk úti síðastliðið haust,
hvernig holdafarið var þegar féð var
tekið á hús, hvenær féð var rúið,
hvernig gjafaaðstaða er fyrir hey og
fóðurbæti, um magn og tegund
áburðar síðastliðið sumar o.s.frv.“
Vandamálið ljóst en
orsökin ekki enn kunn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðkind Dýralæknar sendu
blóðsýni til Noregs til rannsókna.
Fjárdauðinn
enn óútskýrður
Áfangaskýrsla
» 311 bændur svöruðu af um
2.000.
» Hjá helmingi svarenda
drapst meira fé en eðlilegt get-
ur talist, eða meira en 2%.
» Hjá 10% svarenda voru af-
föllin meiri en 8% og hæsta
tíðnin var 30%.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Samkomulag var undirritað í gær um
uppbyggingu hluta raforkuflutnings-
kerfis Landsnets innan Hafnar-
fjarðar. Haraldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guð-
mundur I. Ásmundsson, forstjóri
Landsnets, skrifuðu undir samning-
inn.
Miðar samkomulagið að því að
hægt verði að rífa Hamraneslínur 1
og 2 og að færa Ísal-línur 1 og 2 sem
liggja frá tengivirkinu í Hamranesi
að álverinu í Straumsvík, fjær byggð.
Fram kemur í sameiginlegri yfir-
lýsingu Hafnarfjarðar og Landsnets
að gert sé ráð fyrir að ný Suður-
nesjalína 2, sem verður 220 kV há-
spennulína og lögð út á Reykjanes,
tengist Hamranesi með 1,5 km
löngum 220 kV jarðstreng frá
Hraunhellu. Mun Hafnarfjarðarbær
gefa út framkvæmdaleyfi á næstunni
fyrir þeim hluta Suðurnesjalínu 2
sem liggur um land bæjarins.
Minnka hljóð frá tengivirkinu
„Samkomulagið sem við undirrit-
uðum tryggir að nú þegar verður
hafist handa við að breyta ásýnd og
bæta hljóðvist við tengivirkið í
Hamranesi og að línurnar verði farn-
ar að hluta til í jörð næst Hamranesi
ekki seinna en árið 2018,“ er haft eft-
ir Haraldi í áðurnefndri tilkynningu.
Ráðist verður í sérstakar aðgerðir
til þess að bæta hljóðvist tengi-
virkisins í Hamranesi og verður það
meðal annars gert með því að byggja
utan um spenna með hljóðdempandi
efnum og hækka hljóðmön um tvo
metra.
„Áformaðar breytingar sem leiða
af byggingu Sandskeiðslínu 1 og Suð-
urnesjalínu 2, niðurrifi Hamranesl-
ína 1 og 2 og tilfærslu Ísallína 1 og 2
munu bæta ásýnd tengivirkisins.
Stálgrindamöstur sem standa upp úr
byggingunni verða minnkuð og auka-
möstur innan lóðarmarka fyrir Suð-
urnesjalínu 1 tekin niður um leið og
Suðurnesjalína 2 kemur í rekstur,“
segir í tilkynningu.
Fjármagnað með lántöku
Guðmundur hjá Landsneti segir
áætlaðan kostnað fyrirtækisins
vegna þessara breytinga nema tæp-
um fimm milljörðum króna. Er
kostnaður við Suðurnesjalínu 2 auk
þess áætlaður um 2,5 milljarðar
króna. Heildarkostnaður verkefn-
anna er því nokkuð á áttunda millj-
arð króna.
„Við eigum auðvelt með að fjár-
magna þetta. Það verður gert með
lántökum og að hluta til með eigin
fé,“ segir Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið og bætir við að fyrir-
tækið standi mjög vel og geti því haf-
ist handa við að byggja upp raf-
orkukerfið. „Þetta eru vissulega
mjög miklar breytingar en á sama
tíma nauðsynlegar. Það er hér verið
að byggja upp raforkukerfi til fram-
tíðar,“ segir hann.
Landsnet
ræðst í miklar
framkvæmdir
Samkomulag um uppbyggingu hluta
raforkuflutningskerfis undirritað í gær
Ljósmynd/Landsnet
Samið Guðmundur I. Ásmundsson
og Haraldur L. Haraldsson semja.
Framkvæmdir
» Hamraneslínur 1 og 2 verða
rifnar samkvæmt sam-
komulagi Hafnarfjarðar og
Landsnets.
» Ísal-línur 1 og 2 verða færð-
ar fjær byggð í Hafnarfirði.
» Ný Suðurnesjalína 2 mun
tengjast Hamranesi með 1,5
km löngum jarðstreng.
» Hljóð frá tengivirkinu í
Hamranesi verður minnkað.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þingvallanefnd hefur ákveðið að
hefja innheimtu bílastæðagjalds á
þremur afmörkuðum bílastæðum á
Þingvöllum. Er í fyrsta lagi um að
ræða á Hakinu við efri enda Al-
mannagjár, þar sem finna má gesta-
stofu þjóðgarðsins, í öðru lagi á svo-
nefndu Þingplani, þaðan sem gengið
er upp í Almannagjá af Efrivöllum,
og í þriðja lagi á Valhallarplani þar
sem hótelið stóð áður.
Ólafur Örn Haraldsson þjóð-
garðsvörður segir gjaldið vera þjón-
ustugjald sem ætlað er að standa
undir kostnaði þjóðgarðsins við
rekstur bílastæðanna. „Ferðaþjón-
ustan hefur til að mynda margoft
sagt að hún sé reiðubúin til þess að
greiða fyrir veitta þjónustu,“ segir
hann.
Gjaldskráin talin vera hófleg
Aðspurður segir Ólafur Örn gjald
fyrir hvern einkabíl vera 500 krónur
samkvæmt gjaldskránni og 750
krónur fyrir jeppabifreið og minni
hópferðabíl. Fyrir hópferðabíl með
14 farþega eða færri eru greiddar
1.500 krónur en 3.000 krónur séu
bílarnir gerðir fyrir fleiri farþega en
15. Gjaldið, sem staðfest hefur verið
af forsætisráðuneytinu, veitir heim-
ild til að leggja bifreið í allt að 24
klukkustundir.
„Ég á nú bara von á því að þessu
verði vel tekið og er gjaldið fyrir
hópferðabílana til dæmis mjög hóf-
legt,“ segir Ólafur Örn. Er gert ráð
fyrir að heildartekjur þjóðgarðsins
verði um 40 til 50 milljónir króna á
ári en þjónustu-, rekstrar- og við-
haldskostnaður bílastæðanna er um
50 milljónir króna á ári.
Tekur nokkrar vikur
Ólafur Örn segir það taka nokkr-
ar vikur að ganga frá bílastæðum og
koma upp nauðsynlegum búnaði
vegna gjaldtökunnar. Er að
auki þörf á að kynna gjaldið
fyrir aðilum í ferðaþjón-
ustu. „Það mun taka fjór-
ar til átta vikur að fá
gjaldstaurana og koma
þeim upp. Á meðan ætlum
við hins vegar að undirbúa
merkingar. Þetta verður svo
allt saman klárt einhvern
tímann í lok ágúst eða
byrjun septem-
ber.“
Morgunblaðið/Ómar
Flosagjá Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og fjölgar þeim sífellt sem sækja garðinn heim.
Bílastæðagjald tekið
upp á Þingvöllum
Við lok sumars verður gjaldheimta á vissum bílastæðum
Ólafur Örn Haraldsson, þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum, segir
þjóðgarðinn hafa bætt við sig
starfsfólki í vor vegna mikillar
fjölgunar ferðamanna þangað
ár hvert. Sækir nú um ein millj-
ón ferðamanna garðinn heim.
„Við bættum töluvert mörgu
fólki við hjá okkur í vor og kom
það sér nú aldeilis vel því fjölg-
un ferðamanna hingað er alveg
gífurleg,“ segir Ólafur Örn og
bendir á að um sé að ræða
25% fjölgun á milli ára. „Og
þótti okkur nú nóg um í
fyrra þegar 700.000 ferða-
menn sóttu þjóðgarðinn
heim. Við nálgumst nú mjög
hratt að hingað á Þingvelli
komi ein milljón ferða-
manna,“ segir
hann.
Um ein millj-
ón á Þingvelli
25% AUKNING MILLI ÁRA
Ólafur Örn
Haraldsson