Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 160. tölublað 103. árgangur
NÝR OG ENN
BETRI GUNNAR
NELSON
GESTIRNIR ERU ALVEG
SÉR ÞJÓÐFLOKKUR
BJARGVÆTTUR
NORÐLENSKRA
KATTA Á VERGANGI
EISTNAFLUG 39 KISUKOT Á AKUREYRI 10SPENNANDI BARDAGAKVÖLD 17
7
Við drögum eftir
daga
í áskriftarleik
Morgunblaðsins
VÍKKAÐU
HRINGINNGuðm. Sv. Hermannssongummi@mbl.is
Grísk stjórnvöld lögðu í gærkvöldi
fram nýjar tillögur um umbætur í
efnahagsmálum landsins. Var það
skilyrði fyrir því að Evrópusam-
bandið og Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn veittu Grikkjum nýtt milljarða
evra neyðarlán til þriggja ára.
Breska ríkisútvarpið BBC segir
að Alexis Tsipras, forsætisráðherra
Grikklands, hafi í gær unnið að því
að afla tillögunum stuðning innan
grísku stjórnarflokkanna. Bæði mun
gert ráð fyrir skattahækkunum og
skerðingu á eftirlaunum í tillögunum
líkt og lánardrottnar hafa krafist.
13 milljarða evra niðurskurður
Hafa grískir fjölmiðlar greint frá
því að niðurskurðar- og skattatillög-
urnar hljóði upp á allt að 13 milljarða
evra, eða sem nemur jafnvirði yfir
1.900 milljarða króna. Er það hærri
fjárhæð en gert var ráð fyrir í tillög-
unum sem hafnað var í þjóðar-
atkvæðagreiðslu sl. sunnudag.
Ljóst er að skuldavandi Grikkja er
gríðarlegur, en ríkið skuldar 320
milljarða evra, jafnvirði 47.400 millj-
arða króna. Hafa Grikkir tvívegis
fengið neyðaraðstoð frá Evrópusam-
bandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um, samtals 240 milljarða evra. Þá
voru 107 milljarða evra skuldir
Grikkja afskrifaðar árið 2012.
Tjáir sig ekki um tillögurnar
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, ítrekaði í gær að hún væri
andvíg því að Grikkir fengju felldar
niður skuldir. Sagðist hún ekki geta
tjáð sig um þær tillögur sem Grikkir
lögðu í gærkvöldi fyrir Evrópusam-
bandið, Seðlabanka Evrópu og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn.
„Ég get ekki fjallað um þær fyrr
en þessar þrjár stofnanir hafa lagt
mat á hvað tillögurnar þýða.“
MGrikkir lögðu fram... »19
Leggja til um 1.900
milljarða niðurskurð
AFP
Grikkir gengu að kröfum lánardrottna í gærkvöldi
Óvissa Almenningur í Grikklandi
er mjög uggandi yfir ástandinu.
KR og FH eru bæði komin í aðra umferð í for-
keppni Evrópudeildar UEFA eftir að hafa slegið
út írska og finnska andstæðinga sína í gær-
kvöldi.
KR-ingar fóru erfiðu leiðina, lentu undir gegn
Cork City á heimavelli og misstu mann af velli
með rautt spjald í fyrri hálfleik en náðu samt að
jafna og knýja fram framlengingu. Þar skoraði
danski miðjumaðurinn Jacob Schoop sigur-
markið, 2:1.
KR-ingar mæta norska toppliðinu Rosenborg í
annarri umferð en FH-ingar, sem sigruðu SJK
frá Finnlandi öðru sinni, 1:0 í Kaplakrika, fara
alla leið til Aserbaídsjan og mæta Inter Bakú.
» Íþróttir
Morgunblaðið/Eggert
Tíu KR-ingar knúðu fram sigur á Írunum
KR og FH komust bæði í 2. umferðina í Evrópudeildinni í fótbolta
Ísland væri að öllum líkindum búið
að greiða nokkra tugi milljarða í
neyðarlán til Grikklands, hefði
landið verið eitt aðildarríkja ESB.
Samkvæmt útreikningum sem
Morgunblaðið hefur undir höndum
er áætlað að neyðarlánin sem evru-
ríkin og ESB-löndin hafa þegar
greitt til Grikklands hefðu þýtt að
Ísland hefði þurft að greiða ákveðið
hlutfall af vergri landsframleiðslu
sinni, 0,127%, í björgunarpakkana
tvo sem Grikkland hefur þegar
fengið. Það þýddi að Ísland væri
búið að greiða um 36 milljarða til
Grikklands.
Sömu útreikningar benda til þess
að ef lánardrottnar Grikklands
ákveði þriðja neyðarlánið til
Grikkja, sem mun ráðast á sunnu-
dag, hefði hlutdeild Íslands orðið
um 17 milljarðar króna, miðað við
að lánið verði um 100 milljarðar
evra, ef Ísland væri eitt aðildar-
landa ESB.
agnes@mbl.is »6
Hefði
reynst Ís-
landi dýrt
Ferðamönnum
á leið til Íslands
stendur til boða
að panta kanna-
bisefni fyrir
komu og fá þau
afhent við komu
á Keflavíkur-
flugvelli. Þá eru
til erlendar síður
sem aðstoða
ferðamenn við að
finna slík efni hérlendis og útskýra
fyrir þeim viðurlög, verði þeir
handteknir af lögreglunni með efn-
in. Kannabistúrismi er vaxandi víða
um heim, sérstaklega í löndum þar
sem neysla kannabisefna hefur ver-
ið gerð lögleg, svo sem í Bandaríkj-
unum og Hollandi. »20
Panta kannabis
áður en þeir lenda
Kannabis Baráttan
gengur ekki vel.
Frekari samdráttur á kínversk-
um byggingamarkaði gæti valdið
heimsmarkaðslækkun á álverði.
Hlutabréfamarkaðurinn í Kína
hækkaði skarpt í gær eftir frjálst
fall vikurnar á undan en kínverskt
hagkerfi hefur lengi verið orðað
við margs konar fjárfestingabólur
eftir hraðan vöxt síðustu áratuga.
Fari svo að Kínverjar sjái sig til-
neydda til að slaka á útflutnings-
hömlum á ríkisstyrktum áliðnaði
sínum mun það að öllum líkindum
leiða til lækkunar á heimsmarkaðs-
verði áls og hafa slæm áhrif á af-
komu Landsvirkjunar.
Áhrif samdráttar í Kína að öðru
leyti yrðu óveruleg hér á landi,
segir Ásgeir Jónsson, dósent í hag-
fræði, við Morgunblaðið. »12
AFP
Kína Byggingaverkamenn að störfum í
Hong Kong. Þar hafa markaðir skolfið.
Kínverjar gætu
togað álverð niður