Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 leið Olla lá til Laugarvatns. Upp frá því slitnuðu okkar nánu tengsl – en við vissum alltaf hvor af öðr- um. Og alltaf lifir í huganum vin- áttan sem leiddi mig sér við hönd fyrstu unglingsárin. Hún verður ekki þökkuð með þessum fátæk- legu orðum. En þakklætið býr innra með mér. Hafðu þökk fyrir vináttuna, Olli – og farðu vel. Guðrúnu og börnunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Njörður P. Njarðvík. Nú er Ólafur Hannibalsson all- ur. Svona er lífið, dauðinn er lífið sjálft, um það vorum við Ólafur sammála eins og um svo margt annað. Ég fer ekki oftar á hans fund og bið um baksviðsupplýs- ingar um viðburði í fjarlægum heimshornum, um menningar- sögu heilu jarðarpartanna eða til þess að fá botn í kryt sem átti sér stað milli bæja í afdal á fjórtándu öld, eða bara til að bulla og hlæja að einhverri bölvaðri vitleysu. Við hjónin höfum hlegið með þeim Guðrúnu vinkonu minni, Ólafi manni hennar og dætrunum tveimur í meira en tvo áratugi og munum nú sakna raddar úr þeim kór. Raddar sem vitnaði um lát- leysi, heiðarleika, víðsýni og sterka réttlætiskennd, um mann sem sat vel í sjálfum sér. Það fer enginn aleinn í gröf sína, það búa í okkur heilir heimar. Í Ólafi bjó óvenju stór heimur og mikil yf- irsýn. Héðan er hans sárt saknað. Halldóra Thoroddsen. Hann kallaði son okkar „litla þverhausinn“ og hitti þar nagl- ann á höfuðið eins og svo oft, hann Ólafur Hannibalsson. Ólaf- ur var ákaflega skemmtilegur maður sem ávallt var tilbúinn til að skeggræða málefni líðandi stundar af djúpri þekkingu og einlægum áhuga. Hann gaf jafn mikinn gaum að börnunum, en okkar börn voru svo lánsöm að njóta óbeint uppeldis Ólafs, því Ásdís var pössunarpían þeirra og í reynd „stóra systir“. Ég brosti oft út í annað þegar ég heyrði hana segja þeim sögur sem voru djúpvitrar og fullar af boðskap og hugsaði að þarna færi sannarlega dóttir þeirra Ólafs og Guðrúnar. Það er erfitt að ímynda sér lífið í Þykkvabæ 16 án Ólafs, en hans þekking, viska og einskær góð- mennska lifir í öllum sem urðu þess aðnjótandi að eiga með hon- um samleið í lífinu og fyrir það er- um við ákaflega þakklát. Elsku Guðrún, Ásdís, Marta, Kristín, Hugi og Sólveig, við vottum ykk- ur einlæga samúð og biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Halla, Björn, Tómas Bjartur og Auður Ína. Þegar við Ólafur kynntumst vorum við báðir hættir að vera unglingar í þess orðs merkingu, en þó skynjaði ég strax ungling- inn í Ólafi. Hann var fúlskeggj- aður og afar hárprúður bóndi vestan af fjörðum, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, uppreisnar- seggur gegn öllu valdi, hárbeittur og hugrakkur penni og bylting- arsinni á einhvern sérstakan og sjarmerandi hátt. Samt var hann enginn draumóramaður og fáa menn þekkti ég skynsamari og jarðbundnari en hann. Ólafur var í senn uppreisnargjarn og sátt- fús, en samskipti hans við með- borgarana snerust um að rök- festa og skynsamleg umræða skiluðu báðum aðilum eitthvað fram á veginn. Ólafi var einkar lagið að koma fyrir sig orði og átti það til að stinga svo gjörsamlega upp í við- mælendur sína og á svo jákvæðan og einfaldan hátt að þeim fannst sem þeir hefðu sjálfir átt hug- mynd að tilsvarinu. Hann var heimsmaður í víð- asta skilningi þess orðs. Þá gilti einu hverja hann hitti og við hverja hann átti samskipti. Fyrir honum voru allir menn jafnir, konur og karlar, börn og fullorðn- ir, háir og lágir. Hann skildi flest- um mönnum betur að öll erum við „gestir og hótel okkar jörðin“ – okkur ber að ganga vel um og skila óspilltu búi í hendur næstu kynslóðar. Við Ólafur áttum því láni að fagna að giftast systrum og eign- ast samtals fjórar dætur á svip- uðum tíma og nutu þær þess allar hvað Ólafur var einstaklega barn- góður. Við dætur mínar minn- umst hans með miklu þakklæti og eigum góðar minningar um ein- stakan mann sem var allt í senn: mágur og vinur, fræðari, prakk- ari og leiðtogi. Guðrún mín, Marta og Ásdís, megi minningin um góðan mann, Ólaf Hannibalsson, lýsa okkur öllum fram á veg. Friðrik Pálsson. Á þessum tímamótum, þegar Ólafur Hannibalsson er kvaddur, lít ég yfir farinn veg og minnist þess dags með gleði, þegar þau Ólafur og Guðrún komu með Ás- dísi eldri dóttur sína 5 ára í Ísaks- skóla og trúðu mér fyrir henni. Næstu fjögur ár sem ég var kennari hennar byggðist upp órofa vinátta mín við þessa fá- gætu fjölskyldu. Ég vissi fyrir, hversu mikill gáfu- og afburða- maður Ólafur var. Hann virtist vita allt, vel heima í öllu, fjöl- menntaður, afkastamikill rithöf- undur og einstakur húmoristi. En kynni mín af honum sem föður kornungs nemanda, Ásdísar, og litlu systur hennar Mörtu, gáfu mér nýjan sjónarhól og af honum horfi ég nú. Það sem prýddi hann hvað mest í mínum augum var manngerðin, nokkuð sem lærist ekki í skólum eða við þekkingar- leit. Allt gott sem er meðfætt og innan frá komið byggir sterkasta grunninn undir það hver maður er og verður. Það er þessi mynd af Ólafi sem situr mér fastast í minni. Sem faðir litlu stúlknanna blandaði hann saman því besta af sjálfum sér. Hann var fordóma- laus, án alls yfirlætis eða sýnd- armennsku, kærleiksríkur, alltaf tilbúinn að hlusta og ræða af hóg- værð og hyggjuviti hvað sem var við dætur sínar sem jafningja. Allt í gegn skein húmorinn, heim- spekin og þessi vitræna ást sem öll börn þyrftu að hafa aðgang að. Ólafur vann mest heima við rit- störfin og var þá alltaf til taks þegar skóla lauk. Vinir dætranna voru velkomnir, fengu hressingu og uppbyggilegar samræður, hér var ekki predikað eða talað niður til neins. Ólafur, Guðrún og dæt- urnar urðu mér náin og kær, sem fjölskylda ógleymanleg, sem vin- ir ómetanleg. Herdís Egilsdóttir. Ólafur Hannibalsson bekkjar- bróðir okkar er látinn. Ólafur var í einum af fyrstu árgöngunum sem útskrifuðust sem stúdentar frá Laugarvatni. Það var árið 1956. Ólafur var góður félagi og skemmtilegur. Hann var með af- brigðum sjálfstæður í skoðunum, hugmyndaríkur og uppátækja- samur. Alltaf var gat í hópinn ef hann vantaði, því nærvera hans var ljúf og hressandi. Hann var lipur penni og sérlega orðhagur ræðumaður sem blandaði gríni og alvöru af mikilli leikni. Faðir Ólafs var þekktur stjórnmála- maður og fékk Ólafur því oft „virðulega meðferð“ í pólitískri umræðu en eins og áður segir var hann ræðumaður góður og hafði oftar en ekki betur ef rökræður voru innan skynsamlegs ramma. Því miður voru samverustundir eftir að sameiginlegri skólagöngu lauk ekki nógu margar og þær voru sérstaklega stopular meðan hann var bóndi í Selárdal. Á þeim árum fögnuðum við m.a. 30 ára stúdentsafmæli en Ólafur mætti ekki í gleðina. Hann gat ekki slit- ið sig frá mikilvægum bónda- störfum, grásleppuvertíðin var í hámarki og fleiri verkefni í sveit- inni hindruðu för hans austur að Laugarvatni í það sinn. Við eigum aftur á móti ljúfar minningar frá ferð sem farin var í tilefni af 50 ára stúdentsafmæli okkar. Þá var ekið um Þýskaland, Frakkland og Sviss. Í þeirri ferð voru þau Ólafur og Guðrún kona hans með í för og var mikil gleði ríkjandi alla ferðina sem tókst með eindæmum vel. Eftirminni- leg er athugasemd Ólafs er við ókum fram hjá bóndabýli í mjög brattri hlíð þar sem kýr voru á beit og menn undruðust hvernig þær gætu fótað sig í hallanum. Þá sagði Ólafur: „Þetta hlýtur að vera það sem kallast hallabú- skapur“. Við söknum góðs félaga og vottum Guðrúnu, Huga, Sól- veigu, Kristínu, Ásdísi og Mörtu okkar dýpstu samúð. Laugarvatnsstúdentar 1956, Hilmar Sigurðsson, Jón Ingi Hannesson, Matthías Kjeld. Kveðja frá Laugarvatns- stúdentum 1956. Með örfáum orðum viljum við Laugarvatnsstúdentar 1956 minnast Ólafs Hannibalssonar og þakka honum fyrir samfylgdina. Af hópnum, sem upphaflega taldi tuttugu manns lifa nú eftir þrett- án. Enda þótt Ólafur Hannibals- son hafi ekki verið í bekknum nema síðasta veturinn varð hann fyrir persónuleika sinn slíkur fé- lagi að engan mun var á að finna og þeim sem saman höfðu setið fjóra vetur eða jafnvel fleiri. Ólaf- ur kom víða við á lífsleiðinni bæði í námi og starfi og hafði lag á að vinna vel úr þeirri reynslu sem þannig aflaðist. Þau okkar sem í komust munu lengi minnast ferð- ar er við fórum fyrir níu árum í tilefni af fimmtíu ára stúdentsaf- mælinu um Þýskaland, Sviss og Frakkland. Í rútubíl og á hótelum á vikulangri ferð var ekki laust við að heimavistarandi mennta- skólaáranna svifi yfir vötnum. Margar stundirnar stytti hann okkur þá með óborganlegri sagnalist sinni. Blessuð veri minning Ólafs Hannibalssonar. Jóhann Gunnarsson. Við minnumst góðs félaga og vinar nú þegar Ólafur Hannibals- son er allur. Samstarf okkar á vettvangi þjóðmála hófst þegar við þrír hittumst af tilviljun fyrir utan bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum vorið 2004 og þar kom fljótt fram að við höfðum sömu skoðun og áhyggjur af gangi stjórnmála um þær mund- ir. Við ákváðum þá að stofna Þjóðarhreyfinguna – með lýð- ræði. Fljótlega bættust margir góðir félagar í hópinn. Ólafur var valinn talsmaður Þjóðarhreyfing- arinnar og leysti það verk fram- úrskarandi vel af hendi. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á þjóðmál- um og var rökfastur og ritfær með afbrigðum. Þjóðarhreyfingin – með lýð- ræði, hafði umtalsverð áhrif á átakamál í stjórnmálum þess tíma, og nægir hér að nefna bar- áttuna gegn Fjölmiðlafrumvarp- inu, sem ríkisstjórnin neyddist til að hætta við. Einnig harða and- stöðu Þjóðarhreyfingarinnar þegar ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi Íslands við innrás BNA og Bretlands í Írak. Þá stóð félag- ið fyrir fjársöfnun til kaupa á heil- síðuauglýsingu í The New York Times þar sem stuðningi ríkis- stjórnar Íslands við innrásina í Írak var harðlega mótmælt. Aug- lýsingin The Invasion of Iraq – NOT IN OUR NAME birtist í stórblaðinu 21. janúar 2005 og vakti verulega athygli víða um heim. Vinskapur okkar hófst þó fyrir þennan tíma. Meðal annars stóð- um við bræður í útgáfu á bókinni COD – biography of the fish that changed the world og báðum Ólaf að annast þýðinguna, sem hann leysti auðvitað af snilld. Bókin kom út undir heitinu Ævisaga þorsksins – fiskurinn sem breytti heiminum og nýtur enn vinsælda. Ólafur var þekktur fyrir vönd- uð skrif í blöð og tímarit og pistla í útvarpi. Var hann gjarnan kall- aður „blaðamaðurinn“, enda af- burða blaðamaður. Þá vakti athygli hve góður, fræðandi og skemmtilegur uppal- andi hann var og benti hann á hve mikilvægt væri að skilja og hlusta vel á börnin sem koma inn í þenn- an heim. Þar var hann sannkölluð fyrirmynd. Þegar talað var um sögulega viðburði komum við aldrei að tómum kofunum hjá honum. Það brást ekki að Ólafur kæmi með hnitmiðaða samantekt um málið, orðrétt innihald og dagsetningu – og fékk þá reglulega spurninguna frá okkur: „Og klukkan hvað var það Ólafur?“ Hann var eins og gangandi alfræðisafn. Það voru forréttindi að kynnast svona manni. Það var alltaf gaman að vera samvistum við Ólaf Hannibalsson – þennan skarpa, skemmtilega og strangheiðarlega félaga. Við vottum Guðrúnu Péturs- dóttur og fjölskyldu innilega samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning Ólafs Hannibalssonar. Hans Kristján Árnason og Einar Árnason. Alltaf var bjart yfir Ólafi. Það fannst okkur að minnsta kosti, sem vorum honum samtíða í námi í gullnu borginni á bökkum Mold- ár. Það var eins og birti yfir öllu og öllum þegar hann lét sjá sig. Hann virtist alltaf í góðu skapi, hvað sem á gekk, og hafði ein- stakt lag á því að sjá hið spaugi- lega og kátlega við lífið og til- veruna. Minnisstætt er kvöldið þegar Halldór Laxness hafði samsæti með okkur íslensku stúdentunum á Bikarnum, krá góða dátans Svejks. Ólafur fór þar á kostum og kunni skáldið greinilega vel að meta það. Aðrir munu ugglaust tíunda litríkan feril Ólafs, margvísleg og margbreytt störf og göngu hans um víðáttur stjórnmálanna. Við viljum bara með þessum fáu orð- um tjá þá notalegu hlýju sem kynnin við hann skilja eftir í huga okkar. Haukur Jóhannsson, Helgi Haraldsson, Jóhann Páll Árnason. Olli Hannibals var skemmti- legur náungi. Ég átti hvorki löng né náin skipti við hann en samt stöku sinnum og öll voru þau af hinu betra taginu. Atferli hans einkenndist af gamansemi og stjórnmál virðist hann einnig hafa umgengist af nokkurri létt- úð, ekki síst á síðara hluta ævinn- ar. Hann átti það líka sameigin- legt með sumum fornum frændum okkar allra, eins og Staðarhóls-Páli og Brynjólfi bisk- upi að byrja á ýmsum fyrirtækj- um en ljúka ekki nema sumum þeirra. Í fyrra átti ég erindi um hið gamla Barðastrandarpró- fastsdæmi til að heyja efni um sögu kirkjustaða fyrir ritröðina Kirkjur Íslands. Einn þeirra var Selárdalur, og heyrði ég þá nokkrar fallegar sögur af bú- skaparháttum Olla sem ekki komu á óvart. Olla var gefin frásagnarlist. Hann komst líklega í betri kynni en aðrir við hornóttan nágranna sinn, Gísla á Uppsölum, og var það auðvitað í takt við annað geðslag. Hann sagði svo frá að Gísli hefði eitt sinn spurt sig hvað væri að frétta af Haile Selassié, keisara Abbyssiníu, en það mun hafa verið um svipað leyti sem Mussolini steypti hinum unga keisara 1936 og Gísli dró sig inn í skel. Olli sagði sem var að nýbúið væri að steypa keisaranum öðru sinni og hann hefði hrökklast til Svíþjóðar ásamt fjölmennu skylduliði sínu. „Og hvernig skyldi þeim vegna þar?“ spurði Gísli. „Ekki nógu vel,“ sagði Olli, „þetta hefur aldrei þurft að vinna og kann ekkert til verka“. Þá sagði Gísli: „Það ætti þó að vera hægt að nota það á kontór.“ Fyrir tveim árum áttum við nokkrir gamlir Pragverjar góða stund saman með Prasdroj, Budvar, Staropramen og Becher- ovka. Eftir það sendi Olli út þá orðsendingu að kjörorð okkar mætti vera: „Hittumst heilir, skiljumst hálfir.“ Við vorum að ráðslagast með að endurtaka þetta núna í sumar þegar Helgi Haraldsson kæmi í sína árvissu heimsókn frá Ósló, en í miðjum klíðum barst okkur sú fregn að Olli væri kominn í aðra vist. Og kannski hittumst við allir heilir þar. Árni Björnsson. Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, REBEKKU GUÐMANN, Holtateigi 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar á Akureyri og Sjúkrahússins á Akureyri. . Hermann Sigtryggsson, Anna R. Hermannsdóttir, Björgvin Steindórsson, Edda Hermannsdóttir, Andrew Kerr, Birkir Hermann Björgvinsson, Ágústa Sveinsdóttir, María Björk Björgvinsdóttir, Sverrir Karl Ellertsson, Rebekka Elizabeth Kerr, Freyja Dögg, Kristjana Birta og Aníta Bríet. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, AGNARS JÓNSSONAR, Vallargerði 25, Kópavogi. . Agnes Agnarsdóttir, Sigurður Magnússon, Þórey E. Heiðarsdóttir, Magnús S. Thorsteinsson, Agnar Már Heiðarsson, Heiða B. Þórbergsdóttir, Pétur Orri Heiðarsson, Kristín M. Guðjónsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Sólveig Á. Sigurðardóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HALLGRÍMSSONAR, Safamýri 91, Reykjavík. Sérstakar alúðarþakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða. . Anna Ragnheiður Thorarensen, Ragnar Thor Sigurðsson, Ásdís Gissurardóttir, Hallgrímur G. Sigurðsson, Anna Þórhallsdóttir, Sigurður Á. Sigurðsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ólafur Hannibalsson Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.