Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 semina; Ólafur deildi þekking- unni, ásamt greiningarhæfni, umbótavilja og geðprýðinni, sem þarf til að laða fólk til samstarfs. Það var lítið eftir handa mér. Svo að ég neyddist til að gera sem mest úr því litla, sem eftir var. Og fór sem fór. Á unglingsárunum var Ólafur í fóstri hjá frændfólki okkar í Un- aðsdal á Snæfjallaströnd við Djúp. Þar kviknaði með honum löngunin að gerast bóndi, svo sem verið höfðu forfeður okkar mann fram af manni. Hann var um hríð bóndinn í Selárdal. Það tók hann nokkurn tíma að átta sig á því, að sá tími var liðinn. En „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Ég hamra þessi fátæklegu minningarorð um bróður minn, þar sem ég sit í skugga pálma- trésins undir virkisvegg Hanni- bals Púnverjakappa, í þorpinu okkar Bryndísar í Andalúsíu, þaðan sem herforinginn mikli lagði upp í stríð sitt gegn Róm. Þessi Hannibal er frægur í sög- unni fyrir að vinna allar sínar orr- ustur, en tapa að lokum stríðinu. Nú er það afkomendanna að snúa taflinu við. Jón Baldvin. Miðvikudagsmorgunn 1. júlí. Er að gera mig klára í sund. Sím- inn hringir, frænka mín Guðríður Hannibalsdóttir heilsar mér: Hann Olli er dáinn, láttu það ber- ast. Tíminn stóð kyrr um stund. Lét sundferðina eiga sig. Settist niður og minningarnar flæddu fram. Ólafur Hannibalsson minn kæri frændi og á vissan hátt upp- eldisbróðir, bæði erum við ’35 módelið, en ég sjö mánuðum eldri. Hann kom 7 ára til sum- ardvalar á Unaðsdal á Snæfjalla- strönd strax að loknum skóla á vorin og fór ekki fyrr en í byrjun október árin ’42-’52. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast kærs vinar og frænda, en við vorum systrabörn. Koma Olla í sveitina var eins viss og koma lóunnar, vorboðans og honum fylgdi gleði og gáski. Hann féll vel inn í hóp frændsystkina sinna og oftast voru fleiri sumarbörn auk yngri systkina minna Láru og Auðuns. Hann og Auðunn fundu upp á ýmsu. Er mér þá efst á huga er þeir voru sendir með símskeyti út að Mýri, þ.e. Tyrðilmýri, en hjá okkur í Unaðsdal var símstöð. Það var föstudagur og Djúpbát- urinn kom um kvöldið, veðrið mjög gott og mig minnir í lok júní eða byrjun júlí. Þeim var auðvitað sagt að flýta sér og koma beint heim að erindi loknu. En þá lang- aði að sjá hvað væri fyrir utan Mýri og þar með stækkaði þeirra heimur meir og meir. Forvitnir héldu þeir áfram út alla strönd þar til þeir komu að Skarðsá, réðu ekki við að vaða hana. Heima í Unaðsdal voru allir orðn- ir logandi hræddir. Pabbi var þá enn á lífi, hann og eldri bræður mínir, Kjartan, Jón og Hannibal, þurftu að róa út í Fagranesið. En að því loknu fór pabbi og slæddi í sjónum við Mýrar klettana, ef ske kynni að þeir hefðu dottið þar fram af. En bræður mínir voru sendir á hestum út strönd. Þar mættu þeir „landkönnuðunum“ sem undruðu sig yfir á hvaða ferð þeir væru. Grunaði sem sagt ekki að verið væri að leita að þeim og allir vitstola af hræðslu heima. Þessu lauk sem betur fer vel og man ég ekki frekari dramatík í þeirra uppátækjum. Á unglings- árunum voru þeir orðnir sláttu- menn og fullgildir til margra erf- iðari verka. Á laugardagskvöldum var fyrir öllu að vera snemma búin í fjósinu, ganga frá mjólk í kæli og þvo mjólkurfötur. Síðan að nýta sér dansmúsíkina í útvarpinu og fá sér snúning. Þú varst afskaplega fróður, skemmtilegur og vel heima í svo mörgu, sem leiddi af sér fjörugar og glettnislegar samræður. Það var mikið hlegið og gert að gamni sínu, enda fjöl- mennt á heimilinu og oft gest- kvæmt. Ég tel mig geta mælt fyr- ir munn okkar allra, sem nutum samveru og samstarfs þíns sumr- in í Unaðsdal. Elsku frændi, víst var oft glatt á hjalla í Unaðsdal og margs að minnast. Í dag er af- mælisdagur mömmu, þú mundir hann alltaf og hringdir stundum í mig þennan dag þriðja júlí þegar þannig stóð á. Minningarnar eru margar og ljúfar. Ég vil að lokum þakka af alhug allar okkar sam- verustundir. Nú ert þú kominn í Sumarlandið. Bið Guð að blessa þig og alla þína og milda þeim söknuð og sorg. Svo mælir þinn vinur og frænka. Lilja Helgadóttir. „Ólafur er svo góður fyrir börn“ segir Ingibjörg fjögurra ára af innlifun eftir að hafa setið á stigaskörinni á Freyjugötunni ásamt Ólafi og hinum stelpunum. Kannski ætlaði Ólafur stigaskör- ina sem hvíldarstað en á eftir trítluðu ungar frænkur, fyrst þrjár, síðar fjórar. Það er ekki skrýtið að við frænkurnar sóttum í félagskap Ólafs. Hann miðlaði víðtækri visku sinni á fallegan hátt og af þolinmæði þrátt fyrir að á honum dyndi spurningaflóð sem aðeins býr í hugarheimi barna. Spurningar héldu áfram að renna upp úr okkur stelpunum, hvar sem við vörðum tíma með Ólafi. Í Ömmubústað voru oft líf- legar samræður yfir tebolla. Eitt sinn tókum við eftir vísu sem hrökk upp úr Ólafi í spjalli full- orðna fólksins. Það sem eftir var bústaðarferðarinnar var Ólafur krafinn um hverja vísuna á fætur annarri, og að sjálfsögðu var hann boðinn og búinn að kenna okkur stelpunum fjölda vísna sem hann geymdi í minni sínu og við lögðu samviskusamlega á minnið. Vísurnar voru af ýmsu tagi, hægt var að fara með sumar bæði fram og aftur sem breyttu þá um merkingu þuldar aftur á bak. Prakkarinn Ólafur gat ekki staðist mátið og laumaði inn eins og einni klámvísu. Þykkvabærinn hefur alltaf staðið opinn fyrir okkur systrum. Þar höfum við átt margar ynd- islegar stundir. Til dæmis að lesa í bókaherberginu meðan Guðrún og Ólafur vinna saman við skrif- borðið, Ólafur í horninu við gömlu tölvuna. Reglulega líta þau upp og leita álits hvort hjá öðru. Eða að sitja við borðstofuborðið með tebolla og prjóna og hlusta á Ólaf lesa upp grein sem hann hefur grafið upp um áhugavert efni. Oft höfum við átt góðir stundir við kvöldverðarborð Þykkvabæj- arfjölskyldunnar. Einu sinni sem oftar komum við systur glorsoltn- ar í kvöldmat. Ólafur tók svuntu- klæddur á móti okkur en Guð- rúnu var hvergi að sjá. Ólafur gekk inn í eldhús og bauð okkur glaðlega að gæða okkur á sviða- kjamma með sér. Í þeim orðum töluðum kom Guðrún heim og til- kynnti að það yrði steiktur fiskur í kvöldmatinn fyrir þá sem ekki vildu sviðakjamma. Okkur systr- um var nokkuð létt og völdum fiskinn á meðan kjamminn starði á okkur af disknum hans Ólafs, sem var hæstánægður með sitt þjóðlega val. Við erum svo ánægðar að hafa fengið að njóta nærveru Ólafs í bústaðnum á Þingvöllum nýlega. Það var yndislegt veður, náttúr- an vöknuð til lífsins og endurnar komnar upp á pall í heimsókn. Um kvöldið sátum við saman í stofunni og ákváðum að fara í leik sem fólst í því að nefna öll fylki Bandaríkjanna á sem stystum tíma. Í upphafi hafði Ólafur lítinn áhuga á því að vera með en þegar leikurinn hófst gat hann ekki á sér setið og þuldi upp hvert fylkið á fætur öðru. Þetta er Ólafur að okkar mati í hnotskurn. Hann bjó yfir víð- tækri þekkingu, var alltaf tilbú- inn að uppfræða og veita hjálp- arhönd þegar á reyndi og tók okkur systrum opnum örmum. Við komumst að því þegar við urðum eldri að: „Ólafur er svo góður fyrir alla.“ Marta María og Ingibjörg Guðný. Ólafur Hannibalsson varð snemma mikill örlagavaldur í lífi Arnórs stóra bróður síns. Þegar hinn síðarnefndi var nýkominn heim frá háskólanámi í Moskvu og Kraká kynnti litli bróðir hans hann nefnilega fyrir rauðhærðri þokkadís, vinkonu sinni síðan í menntaskóla. Það var Nína móðir mín og megum við systkinin því líklega þakka Olla tilvist okkar. Fyrir aldurs sakir missti ég af Selárdalsárunum sem frænd- systkini mín varðveita sem sínar kærustu minningar. Þar kom þó að Olli brá búi, flutti suður og steig nokkru síðar það gæfuspor að rugla saman reytum við Guð- rúnu Pétursdóttur. Hans gæfa varð mín gæfa, því ávöxtur þess sambands reyndist verða litlu systurnar sem ég hafði alltaf þráð svo heitt. Þá voru bönd bundin sem eigi munu bresta. Olli var alveg sérstakt eintak, gæddur gríðarlegum gáfum og þeim eiginleika að festa sér í minni allt sem hann las. Slíkar yf- irburðagáfur fara ekki alltaf vel saman við það að vera farsæll fjölskyldumaður og faðir. En Olli var einn af þeim fágætu mönnum. Það er áskorun að stofna nýja fjölskyldu á sextugsaldri og gefa sig allan í það – ganga um gólf með organdi smábörn, ég tala nú ekki um þegar þau reynast hafa sama lundarfar og dægurgerð og faðirinn sjálfur, aldrei tilbúin að ljúka aftur augum fyrir miðnætti. Um leið hélt hann góðu sambandi við uppkomnu börnin þrjú af fyrra hjónabandi. Olli var einfald- lega umburðarlyndur og víðsýnn, djúphugull en samt svo kátur. Það var húmorinn, fremur en gáf- urnar, sem lét fólki líða svo vel í kringum hann. Olli sá einnig áratugum saman til þess að nánustu ættingjar hefðu tækifæri til að hittast með því að halda skötuveislu á Þor- láksmessu. Það sem hófst sem lít- il samkoma systkinabarna í jóla- ösinni óx með hverju árinu, enda er það víst eðli mannsins að fjölga sér. Alltaf var pláss fyrir einn rass í viðbót, einn munn í viðbót að metta, hvort sem hann treysti sér til að innbyrða vel kæsta skötu frá Súganda eður ei. Það var líka fyrir innblástur frá Olla sem við Ásdís dóttir hans réðumst í gerð Inndjúpsins, sjón- varpsþáttaraðar um samfélagið við innanvert Ísafjarðardjúp. Í fyrstu tökuferð vestur var hann enda reglulega í símanum að rekja fyrir okkur ættir væntan- legra viðmælenda og segja sögur af svæðinu. Þeir bræður höfðu einhvern veginn innrætt okkur ást á þessu landsvæði, sem skilaði sér beina leið í verkefnið. Það er sárt að kveðja slíkan höfðingja, mann sem hefur reynst allri minni fjölskyldu svo einstaklega vel. Ég gat þó ekki varist þeirri hugsun þar sem við systkinin og móðir okkar sátum hljóð í stofunni í Þykkvabænum að kvöldi 30. júní – að tæplega áttræður maður, sem lýkur sinni lífsgöngu heima hjá sér, með börnin sín fimm á rúmstokknum, systur sína og ástina í lífinu, um- vafinn slíkum kærleika, virðingu og ást að það var beinlínis áþreif- anlegt – sá maður hefur afrekað meira en margur og lagt sitt af mörkum til að bæta veröldina. Elsku hjartans Guðrún, Ásdís, Marta, Hugi, Sólveig og Kristín. Missir ykkar er mikill. En það er líka vegna þeirrar gæfu ykkar að hafa átt Ólaf Hannibalsson Þóra Arnórsdóttir. Ólafs Hannibalssonar er sárt saknað og nú eru daprir dagar hjá merkri ætt þegar skammt er stórra högga á milli hjá mannin- um með ljáinn. Glampandi leiftur frá margra áratuga kynnum fara um hugann, allt frá fylgd Ólafs á vit Gísla á Uppsölum 1981 til kosningabaráttunnar fyrir al- þingiskosningarnar 2007 þar sem Ólafur skipaði annað sætið á framboðslista Íslandhreyfingar- innar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ólafur var einlægur um- hverfis- og náttúrverndarmaður og minnisstætt var ferðalagið með honum og hans mikilhæfu konu Guðrúnu Pétursdóttur um virkjanasvæði Kárahnjúkavirkj- unar sumarið 2006. Í tign öræf- anna kom glögglega í ljós hvar hjarta þeirra sló. Þegar litið er yfir æviferil Ólafs vekur athygli hve fjölhæfur maðurinn var og hæfileikaríkur og hvað hann leysti vel af hendi hin ólíkustu verkefni. Með þökk og virðingu kveð ég þennan góða vin og bið hans nánustu blessunar. Ómar Ragnarsson. Ekki man ég hvernig á því stóð að við settumst saman í fyrsta bekk í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði, hann sonur skólastjór- ans og verkalýðsforingjans landsþekkta og ég sonur neta- gerðarmanns og kominn úr sveitaskóla innst í Skutulsfirði – og ári yngri. Kannski var það ein- ber tilviljun. En saman sátum við í fjögur ár á þessum viðkvæma tíma þegar ungir hugir fara að skima í kringum sig í átt að ón- uminni veröld hinna fullorðnu. Ísafjörður var býsna lokuð veröld á þessum tíma og ekki margar hættulegar freistingar. Niðri í Silfurgötu var maður sem seldi krökkum tyggigúmmí, þessa undarlegu nýjung sem áreiðanleg var komin sunnan af Keflavíkurflugvelli, kannski smygluð. Og okkur var sagt að hætta þessu fjandans jórtri. Og þar skammt frá var svo staður sem illt orð fór af. Þetta var billj- ardstofa og sagt að þar héldu sig vafasamir náungar í óreglu. Okk- ur var harðbannað að fara þang- að. Það vakti auðvitað óviðráðan- lega forvitni, og við stálumst þangað. Aftur og aftur – og lærð- um að spila krambúl og snóker og urðum bara nokkuð glúrnir í þeirri íþrótt. Og aldrei urðum við fyrir nokkurri áreitni – og skild- um ekki bannið. En reyndar vor- um við aldrei þarna að kvöldi dags. Við þóttum uppátektarsamir og brölluðum margt, en yfirleitt var það meinlaust. Nema einu sinni fórum við yfir strikið. Það var þegar við skrúfuðum lausar ljósaperurnar í skólanum til að fá frí. Frá þessu segi ég í bókinni Í flæðarmálinu – en þar er þetta at- vik reyndar fært í stílinn og gert meira úr en var í reynd. Þetta komst svo upp og varð okkur þungbært. Feður okkar fylltust áhyggjum og töldu að við hefðum ekki góð áhrif hvor á annan. Við létum þó ekki stía okkur í sundur, en gættum okkar betur upp frá því. Ekki mega menn halda að þessi æskuár okkar færu fyrst og fremst í uppátæki og sprell. Við lærðum líka og stóðum okkur þokkalega í skólanum. Þegar við höfðum komist í gegnum hið al- ræmda landspróf og þannig öðl- ast rétt til framhaldsnáms, vor- um við svo heppnir að gagnfræðaskólinn fékk að hafa þriðja bekk í menntaskóla í til- raunaskyni svo að við gætum ver- ið ári lengur heima. Við vorum fá í bekknum þennan vetur, og eitt lítilfjörlegt atvik er mér minnis- stætt. Við byrjuðum að læra þýsku og einhvern tíma kom fyrir „Er hat seinem Diener gekün- digt …“ ef ég man rétt. Og Olli þýddi umsvifalaust: Hann hefur kyndugar dýnur. Kennarinn snöggreiddist og úr varð töluverð rekistefna. En þetta var ekki illa meint. Olli gat einfaldlega ekki setið á sér – eins og stundum bar við. Svo leið þessi vetur og „vinir berast burt á tímans straumi“ eins og segir í kvæðinu. Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og SJÁ SÍÐU 28 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HEIÐAR ÞÓR BRAGASON vélfræðingur, Blikahólum 6, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 29. júní 2015. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13. . Júlíus S. Heiðarsson, Kristín Margrét Gísladóttir, Hjalti Þór Heiðarsson, Kristín Jónsdóttir, Gyða Gunnarsdóttir, Alex Þór, Andri Týr, Sara Margrét, Sóldís og Aníta. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, EINAR BJÖRNSSON, Byggðavegi 149, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 29. júní. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þiðjudaginn 14. júlí kl. 13.30. . Björn Einarsson, Lovísa Kristjánsdóttir, Margrét Ósk B. Björnsdóttir, Einar Bergur Björnsson, Kristján Breki Björnsson. Elskulegur maðurinn minn og bróðir okkar, JÓHANNES GUÐMUNDSSON frá Flekkuvík, Veghúsum 31, Reykjavík, andaðist 4. júlí að hjúkrunarheimilinu Mörk. Jarðsett verður mánudaginn 13. júlí kl. 13. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju. . Erla Eiríksdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kári Guðmundsson, Halldór Guðmundsson. Kletturinn okkar - ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS ÓLAFSSON, er látinn. Minningarathöfn fór fram í kyrrþey. Bálför hefur farið fram. Þökkum af alhug þeim er önnuðust hann í veikindum hans. . Þórdís Guðmundsdóttir, Þórir Benediktsson, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Ólafur Kári Júlíusson, Hanna Sóley Helgadóttir, Benedikt Þórisson, Bjartur Þórisson, Júlíus Helgi Ólafsson, Linda Dís Ólafsdóttir. Eiginmaður minn, KRISTJÁN HJÖRTUR GÍSLASON frá Fossi í Staðarsveit, Fannborg 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. . Rannveig Margrét Jónsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, LÁRA J. HARALDSDÓTTIR, Hveragerði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 2. júlí. Útför fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 13. júlí kl. 15. . Guðmundur Fylkisson, Jens Andri Fylkisson, Jónína Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Fylkisdóttir, Samúel Orri Stefánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.