Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, mun láta
af störfum innan tíðar samkvæmt
gagnkvæmu samkomulagi, að því er
kemur fram á heimasíðu fyrir-
tækisins.
Stjórn Norðlenska mun auglýsa
eftir nýjum framkvæmdastjóra um
mánaðamótin og er undirbúningur
þegar hafinn. Sigmundur mun
gegna starfinu þar til nýr fram-
kvæmdastjóri hefur verið ráðinn.
Sigmundur var ráðinn til Norð-
lenska 2001 „og hefur stýrt félaginu
í gegnum mikla uppbyggingu og náð
að samþætta rekstur nokkurra fé-
laga í eitt stórt og öflugt félag,“ segir
Heiðrún Jónsdóttir, stjórnar-
formaður Norðlenska.
Sigmundur segir sjálfur: „Ég
stend sáttur upp úr stól fram-
kvæmdastjóra og lít til baka með
stolti eftir að hafa skapað, með
sterkum hópi starfsfólks, öflugt og
stórt matvælafyrirtæki.“
Norðlenska var stofnað á grunni
Kjötiðnaðarstöðvar KEA árið 2000
er hún var sameinuð Kjötiðjunni á
Húsavík. Í kjölfarið keypti félagið
þrjár kjötvinnslur Goða hf. Á Akur-
eyri eru höfuðstöðvar fyrirtækisins,
stórgripasláturhús og kjötvinnsla, á
Húsavík er sauðfjársláturhús og
kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjár-
sláturhús og í Kópavogi er söluskrif-
stofa.
Eigandi Norðlenska er Búsæld,
félag kjötframleiðenda í Eyjafirði,
Þingeyjarsýslum og á Austur- og
Suðausturlandi. Ársvelta Norð-
lenska árið 2014 var um 5,2 millj-
arðar króna. Stöðugildi í fyrirtækinu
eru 195 að meðaltali.
Mörgum hlýnaði um hjartarætur
þegar gömul Beechcraft-sjóflugvél
lenti á Pollinum á dögunum. Vélin er
nefnilega sams konar og Tryggvi
Helgason átti fyrir margt löngu og
margir norðanmenn flugu með, þótt
hún hafi reyndar verið hefðbundin
en ekki sjóflugvél.
Beechcraftinn sem kom við á
Akureyri núna var á leið til Belgíu á
safn. Henni var flogið frá vestur-
strönd Kanada yfir hafið til megin-
lands Evrópu. Aðeins fimm svona
vélar eru sagðar flughæfar í heim-
inum í dag.
Áhugamenn um fótbolta í bæn-
um höfðu í nógu að snúast um síð-
ustu helgi. Margir fylgdust grannt
með N1 móti KA, þar sem 1.800
strákar léku af miklum móð, og
fjöldi fólks leit líka við á Þórssvæð-
inu þar sem eldri kynslóðin spreytti
sig á Pollamóti Þórs og Icelandair.
Risalokahóf var haldið í KA-
heimilinu á laugardagskvöldið,
„gamalmennin“ komu saman í
Hamri, félagsheimili Þórs, tóku við
verðlaunum sínum og skemmtu sér
og rúsínan í pylsuendanum var svo
dansleikur með SSSól og Reiðmönn-
um vindanna í Boganum. Þar var
gríðarlegt stuð og ljóst að margir
vonast til þess að slíkur viðburður
verði til frambúðar.
Enn af fótbolta: KA og Þór eru
stærstum hluta bæjarbúa mjög
hjartfólgin, en þó aðeins annað hvort
í tilfellum flestra! Viðureignir þeirra
eru alltaf líflegar, svo ekki sé dýpra í
árinni tekið, og margir farnir að búa
sig undir leik liðanna á Akureyrar-
velli síðdegis á laugardaginn.
Akureyrarfélögin eru nú bæði í
1. deild Íslandsmótsins, þeirri næst-
efstu, en vilja að sjálfsögðu bæði
komast í hóp þeirra bestu á ný. Fé-
lögin eru nú fyrir ofan miðja deild en
verða að gyrða sig í brók eigi
draumurinn að rætast.
Bæði lið unnu síðasta leik; Þór
lagði Selfoss 2:1 í deildinni og KA-
menn unnu frækinn sigur á úrvals-
deildarliði Fjölnis í átta liða úrslit-
unum bikarkeppninnar, einnig 2:1.
Leikurinn á laugardag er sá síð-
asti í fyrri umferð 1. deildarinnar og
heimaleikur KA. Í síðustu umferð
deildarinnar í haust mætast Þór og
KA svo á Þórsvellinum og eru
margir strax farnir að hlakka til
þess dags. Það verður eitthvað,
eins og kerlingin mun hafa sagt.
Stuðningsmenn beggja liða
ætla að koma saman tímanlega
fyrir leik og hita upp. Hefur fólk
verið hvatt til að fjölmenna og
styðja sína menn, vonandi verður
margir á vellinum og stemningin
mögnuð eins og svo oft í gegnum
árin.
Veðrið síðdegis á laugardag
verður ekki sérlega gott ef marka
má spár en við því er aðeins eitt
svar: Að klæða sig vel. Jafnvel
gæti rignt hressilega og þá er bara
að hafa regnhlífina með. Mér
finnst rigning góð, geta þó ljós-
myndarar kyrjað. Vitað mál er að
hart verður barist en í rigningu
verður enn meira fjör en ella og
myndirnar skemmtilegri …
Rokksveitin HAM treður upp
á Græna hattinum í kvöld kl. 22 og
á morgun verður Lights on the
Highway með tónleika á staðnum.
Sumartónleikar í Akureyrar-
kirkju halda áfram um helgina;
norsk-íslenski gítarkvartettinn
Björgvin heldur tónleika í kirkj-
unni kl. 17 á sunnudag og er að-
gangur ókeypis.
Kvartett Sigurðar Flosasonar
saxófónleikara heldur þrenna tón-
leika í Hömrum í Hofi um helgina;
kl. 14 á laugardag og kl. 14 og 20 á
sunnudag.
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzó-
sópran og Sólborg Valdimarsdóttir
halda tónleika í dag kl. 14 í Hofi.
Morgunblaðið/Skapti
Þór Jóhann Helgi Hannesson og fyrirliðinn Sveinn Elías
Jónsson fagna sigurmarki Jóhanns gegn Selfossi.
Enn er fótboltinn mörgum
bæjarbúum ofarlega í huga
Morgunblaðið/Skapti
Aftur til fortíðar Beechcraft-flugvélin á Pollinum. Vélin og tveir flug-
menn höfðu stutta viðdvöl á Akureyri á leiðinni frá Kanada til Belgíu.
Morgunblaðið/Skapti
KA Jóhann Helgason fyrirliði og varnarmaðurinn Ívar
Örn Árnason fagna fræknum bikarsigri gegn Fjölni.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
VINNINGASKRÁ
10. útdráttur 9. júlí 2015
418 14364 21986 29237 40508 49549 59968 68818
431 14469 22016 30651 40512 49643 60280 69523
565 14715 22704 30759 40588 50058 60374 70672
655 14716 22787 31019 40628 50152 60855 70936
838 14778 22838 31213 40659 50249 61019 71841
1466 15061 23334 31482 40749 50438 61570 71873
1566 15277 23405 31523 41411 51003 61747 71976
1638 15359 23675 31733 41461 51091 61906 72534
1967 15429 23677 31806 41656 51163 62360 72681
2570 15654 24102 31810 42097 51250 62454 72814
3507 15719 24441 31836 42524 51478 62488 73044
3709 15856 24617 32186 42809 52347 62643 73200
3713 16135 24633 32341 43067 53376 63664 74999
3996 16308 24645 32715 43307 53473 64431 75155
4085 16498 24760 32853 43336 53736 64448 75166
4208 16745 24984 33257 43612 53994 64689 75470
5643 16797 25043 33970 43623 54063 64975 75577
6487 17027 25055 34376 43753 54074 64986 75875
6636 17518 25126 34607 44036 54329 65021 75927
6720 17772 25152 35822 44107 54887 65244 76467
7263 18290 25309 35946 44251 55018 65623 76555
7313 18315 25460 35998 44380 55287 65657 76921
7559 18375 25727 36092 44530 55462 65665 77057
8666 18458 25899 37559 45553 55759 65738 77245
9169 18671 26152 37850 45853 55911 65756 77352
9315 18681 26155 37866 46059 56133 66601 77794
9849 19137 27158 38570 46064 56243 66612 77945
10025 19915 27177 38622 46111 56311 66839 78095
10137 20155 27208 39545 46528 57420 67048 79854
10623 20293 27297 39590 46812 57924 67062 79864
12016 20588 27412 39591 47406 58017 67602 79942
12609 21124 27837 39875 47879 58249 67703
12729 21217 27839 39956 47904 58503 67875
13653 21341 27879 40072 48087 58909 68208
13853 21412 28299 40079 48115 58967 68484
14316 21761 28329 40191 48735 59416 68580
14318 21839 28871 40362 49020 59835 68655
25 9865 26251 37105 44774 52035 65046 72868
1892 14567 28782 37422 47081 52920 65220 74795
2564 16309 28928 37501 47205 54044 65495 74821
3181 16379 29653 37753 47813 54156 65824 75538
3293 17077 29702 37792 48128 54998 66195 77241
3869 17916 29728 37963 49011 56147 66309 77556
4447 18337 31912 41254 50230 58125 66828 78971
4748 19722 33277 41785 50344 59346 68334 78994
4962 22684 33910 41856 50550 59923 70046 79505
6440 24185 34393 42098 50671 60879 71239
6545 24488 35152 42806 51192 62452 71318
6924 25624 35203 43829 51260 63395 71792
8636 26154 36432 44762 51827 63586 72074
Næstu útdrættir fara fram 16, 23, & 30. júlí 2015
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
16616 17950 38057 66500
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
499 21452 31190 35604 56072 64472
5133 23044 31529 41257 58606 64739
7026 23738 34379 42845 61010 69497
16485 29747 34738 52751 63139 73753
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 3 2 8 0
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/