Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 ✝ Heiðar ÞórBragason fæddist í Reykjavík 14. júní 1947. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 29. júní 2015. Foreldrar hans voru: Aðalsteinn Bragi Agnarsson frá Fremstagili í Langadal, A- Húnavatnssýslu, f. 13. nóv. 1913, d. 17. mars 1999 og Stein- unn Jónsdóttir frá Hellisandi, f. 19. júní 1916, d. 19. des 1994. Systkini Heiðars eru: Erling, f. 1938 (samfeðra), Viggó Emil, f. 1942, Brynjar Örn, f. 1944, Hilmar Jón, f. 1948, Íris Harpa, f. 1950, og Agnes Guðrún, f. 1952. Heiðar kvæntist Margréti Júlíusdóttur, f. 8. des .1944, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Júlíus Steinar, f. 22. apríl 1974, Maki hans: Kristín Margrét Gísladóttir. Börn þeirra eru: Alex Þór, f. 22. júlí 2004, Andri in 1967 til 1969. Var til sjós hjá Landhelgisgæslunni að hluta til samfara Vélskólanáminu 1973 til 1977 en var þó inn á milli vélstóri á kæliskipinu Eddu ár- in 1978 til 1979, var vél- virkjanemi í Kísiliðjunni við Mývatn árin 1979 til 1980, vél- virkjanemi á Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Garðabæ árið 1982, vélstjóri hjá Hafskipum og Ísbirninum árið 1982, yfirvélstóri á Vöku 1983-1984 þar sem hann starf- aði jafnframt við viðhalds og vaktstörf í skipinu 1984-1985. Fyrsti vélstjóri og yfirvélstjóri hjá Nesskipum hf. á ms. Salt- nesi, ms. Selnesi og ms. Ísnesi á árunum 1985-1988. Þá var Heiðar vélstjóri hjá skipafélag- inu Nesi hf. á rækjuskipinu Ms. Vali 1989 til 1990 en hætti til sjós vegna slyss sem hann varð fyrir í Dalvíkurhöfn við að bjarga vinnufélaga sínum sem féll milli skips og bryggju í ofsaveðri. Heiðar vann við sölu- mennsku hjá Vélorku hf. 1990- 1991 og vann hjá Ríkisend- urskoðun um árabil eftir það þar til hann hætti störfum vegna veikinda. Útför Heiðars Þórs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 10. júlí 2015, kl. 13. Týr, f. 2. október 2006 og Sara Mar- grét, f. 24. mars 2015. 2) Hjalti Þór, f. 1. nóvember 1978. Eiginkona hans: Kristín Jónsdóttir, f. 21. ágúst 1979. Börn þeirra eru: Sóldís, f. 7. apríl 2011 og Aníta, f. 10. júní 2015. 3) Jó- hanna Brynja, f. 4. des 1981, d. 4. des 1981. Fósturdóttir Heið- ars og dóttir Margrétar er Gyða Gunnarsdóttir, f. 17. nóv- ember 1969. Heiðar lauk gagnfræðaprófi í verslunardeild Réttarholts- skólans árið 1964, var við enskunám í London árið 1966, lauk 4. stigi í Vélskóla Íslands árið 1977 og sveinsprófi í vél- virkjun árið 1982. Heiðar var af og til háseti á fiskiskipum á árunum 1964 til 1969, vann við stjórnun byggingakrana í upp- byggingu Búrfellsvirkjunar ár- Nú er ævin öll, pabbi minn. Að fá ekki að heyra í þér aftur verð- ur mér mjög erfitt þar sem við höfðum bundist enn sterkari böndum í seinni tíð í þeirri veg- ferð að láta þér líða betur í þín- um veikindum sem þú ert búinn að berjast við síðustu áratugi. Þau voru þung skrefin, pabbi minn, en þú stóðst þig vel. Pabbi var hjartahlýr, greið- vikinn og traustur ásamt því að vera skemmtilegur kall þar sem húmorinn í fasi hans fleytti hon- um langt. Alltaf var hann til stað- ar fyrir okkur fjölskylduna hve- nær sem á þurfti að halda að nóttu sem degi. Barnabörnin hans voru honum dýrmæt og sýndi hann þeim mik- inn áhuga og gaf þeim þann tíma sem þau þurftu. Dætur mínar áttu frábæran afa sem ég hefði óskað að þær hefðu fengið að kynnast enn frekar. Pabbi var vélstjóri á fjölmörgum skipum í íslenska farskipaflotanum á átt- unda og níunda áratugnum og talaði hann mikið um þann tíma, hitti mikið af gömlum sjóurum úti um allan bæ í þeim tilgangi að næra sálina með gömlum sjóara- sögum. Pabbi var alltaf áhugasamur um flugvélarnar sem ég hef starfað við og varð þess aðnjót- andi að koma í heimsókn til mín í vinnuna í Skotlandi árið 2003. Honum fannst flugvélarnar áhugaverðar og reyndi sífellt að setja sig í mín spor með því að reyna að tengja vélstjórareynsl- una sína við flugvélarnar. Erfitt er að sjá á eftir pabba sínum á leið í sína hinstu siglingu sem fór úr höfn að minnsta kosti tíu árum of fljótt og horfi ég á eftir þér með söknuði ásamt inni- legu þakklæti í hjarta mínu fyrir að hafa fengið það hlutskipti í líf- inu að vera sonur þinn. Bless pabbi minn, ég elska þig að eilífu. Hjalti Þór Heiðarsson. Elsku pabbi minn. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að eiga þig sem pabba. Þeg- ar ég lít til baka koma upp í huga mér margar minningar úr ferð okkar saman í gegnum lífið. Úr barnæsku minni standa ofarlega siglingatúrarnir sem ég fór einn systkinanna með þér í. Í þessum ferðum naut ég samverunnar með þér og ævintýranna sem við upplifðum. Þetta var mikil lífs- reynsla fyrir mig, 10-12 ára gamlan, að fá að vera um borð í millilandaskipi sem sigldi um höfin blá með viðkomu á fram- andi stöðum. Þessir túrar og tengslin sem ég og þú mynduðum á sjónum mótuðu mig til frambúðar og fyr- ir það er ég ákaflega þakklátur. Þú lentir í slysi þegar ég var unglingur og afleiðingar þess at- burðar áttu eftir að reynast þér mjög erfiðar. Það hefði verið auðvelt fyrir þig margoft að gef- ast hreinlega upp í öllu því mót- læti sem þú varðst fyrir en það kom aldrei til greina hjá þér. Þú varst nagli en jafnframt elsku- legur nagli sem brosti í gegnum lífið og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst bóngóður með eindæm- um. Þú varst skemmtilega kald- hæðinn, mikill húmoristi og varst óspar á að henda í grínið við ólík- legustu aðstæður. Það var gam- an að ræða við þig um íþróttir og þú hafðir áhuga á þeim flestum. Þau voru skemmtileg fjölmörg skiptin sem við áttum saman yfir enska boltanum, HM, EM og Meistaradeildinni heima hjá okk- ur Kristínu og ekki fannst okkur verra að geta stundum skolað niður nokkrum köldum á meðan við horfðum. Þú varst oft svekkt- ur yfir gengi Arsenal en ekki vantaði grobbið þegar vel gekk. Þú varst elskaður og dáður af afastrákunum þínum, Alex og Andra. Söru fékkstu því miður aðeins að kynnast í 3 mánuði en við munum leyfa henni að kynn- ast þér í gegnum sögur og mynd- ir þegar hún eldist. Alex og Andra þótti alltaf svo vænt um þegar þú komst að horfa á þá á fótboltaæfingum eða í keppni. Þeir elskuðu þegar þú komst í heimsókn til okkar og lékst þér við þá. Þótt þú ættir stundum erfitt með að halda í við afastrák- ana þína í leik þá léstu þér fátt um finnast og bægslaðist áfram. Ég dáðist að hvað þú naust þess að vera í kringum þá. Þú varst stoltur af þeim og sagðir þeim frá því. Þeir sakna þín mikið. Þú varst skemmtilegur, bros- mildur og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Með brosið og góðmennskuna að vopni fórstu í gegnum allar þær raunir sem lífið bauð þér upp á. Eftir skilur þú minninguna um einstakan pabba, afa, tengda- pabba og umfram allt góðan dreng. Góðan dreng sem verður sárt saknað um ókomna tíð. Takk fyrir að vera pabbi minn. Júlíus Steinar Heiðarsson. Nú er fallinn frá elskulegur tengdapabbi minn eftir stutta sjúkrahúslegu. Ég minnist þess hvað hann tók mér opnum örmum þegar Hjalti kynnti mig fyrir honum. Hann brosti, hló og sagði „þú verður Kristín number two þar sem Júlli ætti fyrir Kristínu number one“. Einnig fannst honum gaman að því að pabbi minn og hann höfðu verið saman í vélskólanum og sagði mér ófáar sögurnar frá þeim tíma. Heiðar þreyttist seint að segja manni frá tímanum þegar hann var á sjónum og lífinu í gamla daga. Heiðar var mikill afi. Hugsaði vel um afabörnin sín og var alltaf til í að passa. Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi náð að koma til okkar Hjalta á fæðingardeildina daginn eftir að Aníta okkar fæddist og fengið að sjá hana og halda á henni. Sú mynd sem tekin var af þeim sam- an þann daginn er okkur svo dýrmæt. Við áttum margar góðar stundir saman og hefðu þær mátt vera miklu fleiri. Elsku tengdapabbi, Ég sakna þín en minningin um þig mun lifa í hjarta okkar. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allt. Þín tengdadóttir, Kristín Jónsdóttir. Í dag kveðjum við bróður minn Heiðar Þór sem lést eftir erfið veikindi hinn 29. júní sl. Heiðar átti erfiða ævi síðustu 2-3 áratugina eftir sjóslys sem hann varð fyrir norður á Dalvík og hlaut bæði andlegan og líkamleg- an skaða af. Mig langar meira að minnast hans frá æskuárunum og sem ungs manns. Heiðar var afskaplega glaðvær og hlátur- mildur drengur, mjög stríðinn og sjaldnast logn í kringum hann. Það var eins og hann skipti líf- inu upp í tímabil – eina stundina var hann hörkuduglegur, vann mikið og aflaði vel og svo tók við tímabil þar sem ekkert var unn- ið, bara djammað, djúsað og sofið fram eftir. Þetta passaði ekki skapgerð föður okkar sem vildi röð og reglu á öllum hlutum og vinnu- semi var dyggð – svo oft voru árekstrar á milli þeirra á æsku- heimilinu. Heiðar var mikill par- tímaður og naut kvenhylli – kannski umfram það sem honum var hollt. En svo kynntist hann Möggu sinni og þá tók hann sig á – lauk vélstjóranámi sínu og saman settu þau upp heimili – eignuðust tvo drengi Júlíus Steinar og Hjalta Þór en fyrir átti Magga dótturina Gyðu. Heiðar var í millilandasigling- um á þessum tíma og man ég hvað best eftir greiðasemi hans – en hann var alltaf að bjóða manni að kaupa eitthvað í útlöndum og koma því heim. Enda vöruúrval á Íslandi mun minna í þá daga. Þegar ég flutti í Keldulandið árið 2000 var hann boðinn og bú- inn að hjálpa mér við að gera upp íbúðina mína. Alls staðar þekkti hann iðnaðarmenn og ef vantaði efni vissi hann hvar það var að fá á bestu kjörum. Oft þegar ég kom heim var það sem vantaði komið á stigapallinn fyrir utan dyrnar. Ég vil þakka þér samfylgdina, Heiðar minn, og bið Guð að blessa þig. Þín systir, Íris Harpa. Heiðar Þór Bragason HINSTA KVEÐJA Elsku heimsins besti afi minn. Nú ert þú engill á himn- um og núna áttu heima í moldinni. Ég kem og heim- sæki þig þangað. Ég sakna þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín afastelpa, Sóldís Hjaltadóttir. Elsku afi minn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þín afastelpa, Aníta Hjaltadóttir. ✝ Einar Atlasonblikksmíða- meistari fæddist 5. júní 1958, hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Atli Páls- son, f. 18. ágúst 1933 á Stóru- Völlum í Landsveit og Margrét S. Ein- arsdóttir, f. 22. maí 1939 í Reykjavík. Bræður Einars eru Hallgrímur Atlason blikk- smíðameistari, f. 20. ágúst 1959, maki Guðbjörg Jónsdóttir bankastarfsmaður; Guðjón Atla- arstörf á bænum Ártúnum í Rangárvallasýslu hjá hjónunum Gunnari Magnússyni og Sigríði Símonardóttur og starfaði hann þar mörg sumur og einn vetur sem ráðsmaður. Hann undi sér vel við sveitastörf og hafði sér- stakan áhuga á hestamennsku. Einar lauk sveinsprófi í blikk- smíði árið 1981 og hlaut meist- araréttindi 1984. Um árabil starfaði hann sem blikksmiður hjá Blikksmiðju Gylfa Konráðs- sonar. Árið 1992 stofnaði hann blikksmiðjuna Blikkarann ehf. ásamt Hallgrími bróður sínum og ráku þeir hana saman þar til Einar féll frá. Einar var ókvænt- ur og barnlaus. Útför Einars fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ í dag, 10. júlí 2015, kl. 15. son, sérfræðingur hjá Isavia, f. 1. ágúst 1964, maki Ana Isorena Atla- son leikskólakenn- ari; Atli Atlason viðskiptafræðingur, f. 8. október 1966, maki Elín Svarrer Wang tannlæknir. Einar fæddist í Garðastræti 47 í Reykjavík. Fyrstu ár ævinnar ólst hann upp í Vogahverfinu en fluttist svo með fjölskyldu sinni í Árbæj- arhverfið sem varð æskustöðvar þeirra bræðra. Þegar Einar var 12 ára gamall hóf hann sum- Það er ekki auðvelt fyrir for- eldra að setja á blað minning- arorð um barnið sitt. Það er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa, sama á hvaða aldri við erum. En við höfum ekkert um að velja. Drottinn gaf og Drottinn tók. Sonur okkar Einar lést af völdum krabbameins aðeins 57 ára að aldri. Hann var maður friðar og kærleika. Vildi ekki standa í útistöðum eða illindum við nokkurn mann. Hafði sterk- ar skoðanir á lífinu og tilver- unni, stóð fastur á þeim en að sama skapi virti hann skoðanir annarra. Hann vildi engum manni illt en lagði fremur eitthvað gott til málanna. Einar var víðlesinn og óvenjufróður um ýmsa hluti. Við sögðum stundum að það væri hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiriti. Hann var mikið náttúrubarn. Naut þess að ferðast og þá einkum um fallega landið okkar, þar sem hann naut náttúrufeg- urðarinnar. Einar var mikill áhugamaður um skógrækt og þær eru ófáar trjáplönturnar sem hann gróðursetti á land- skika fjölskyldunnar austur í Landsveit. Hann var góður fagmaður í sínu fagi og hann naut sín vel við störf í blikksmiðjunni, sem hann átti og rak ásamt Hall- grími bróður sínum. Einar var einhleypur og barnlaus en átti mikil og góð tengsl við fjölskyldur bræðra sinna. Hann var afar stoltur af bræðrabörnum sínum, fylgdist vel með þeim og gladdist yfir velgengni þeirra. Okkur foreldr- um sínum var hann góður sonur og vinur. Þó að hann ætti sitt eigið heimili kom hann til okkar daglega. Hann hafði mikla skap- festu, innri ró og æðruleysi, sem kom ekki hvað síst í ljós í veik- indum hans. Þar var ekki til neitt sem hét að gefast upp. Hann barðist til hinstu stund- ar en varð að lokum að láta í minni pokann fyrir þessum vá- gesti sem krabbameinið er. Það skarð sem hann skilur eftir verður vandfyllt. „Integer vitae, scelerisque purus“ – vammlaus, halur og vítalaus. Þannig viljum við muna hann. Bænir okkar munu nú fylgja þessum ljúfa dreng, yfir móðuna miklu, að ströndinni hinu megin, þar sem ríkir eilíft vor, birta og friður. Mamma og pabbi. Ástkær bróðir minn og vinur okkar, Einar Atlason, er nú fall- inn frá eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Einar var elstur okkar fjög- urra bræðra, fæddur þann 5. júní 1958 og var því nýorðinn 57 ára gamall. Okkur er þakklæti efst í huga nú þegar við minn- umst Einars. Hann var einstak- lega bóngóður maður og var ávallt tilbúinn að aðstoða okkur fjölskylduna í stóru sem smáu. Hann var lærður blikksmíða- meistari en var í raun þúsund- þjalasmiður sem gat lagað allt og reddað öllu. Þá var hann ein- staklega vel lesinn og við leyfð- um okkur því að nota hann sem alfræðiorðabók hvenær sem til- efni gafst til. Það var í raun sama hvað kom upp á hjá okk- ur, þá leituðum við til Einars, fyrsta númerið sem var valið var hans. Alltaf var Einar kom- inn um leið og þau eru orðin ófá viðvikin sem hann aðstoðaði okkur með. Einar fylgdist vel með öllu okkar daglega lífi og tók mikinn þátt í því. Hann reyndist okkur fjölskyldunni ómetanlegur vinur og félagi. Hann var fyrstur mættur þegar haldið var upp á afmæli og á öðrum tyllidögum fjöl- skyldunnar, eyddi með okkur jólum og öðrum hátíðisdögum. Við vorum einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að Einar ferðaðist talsvert með okkur í gegnum árin. Þegar við Elín vorum ný- tekin saman lá beint við að fara með henni hringinn í kringum Ísland og kynna fyrir henni land og þjóð. Auðvitað bað ég Einar um að koma með til að tryggja að far- arstjórnin yrði í góðum höndum. Seinna ferðaðist hann með okk- ur nokkrum sinnum til Færeyja og Danmerkur og minnisstæð er ferð stórfjölskyldunnar til Bandaríkjanna árið 2008. Þá áttum við saman góðar stundir í sumarhúsi foreldra okkar á Stóru–Völlum í Land- sveit. Þar undi hann sér vel við gróðursetningu og aðra upp- byggingu sem fylgir slíkum stöðum. Það hallar ekki á neinn að segja að Einar eigi mest í þeim yndislega stað sem þar hefur verið byggður upp. Einar var frábær ferðafélagi, þægilegur og skemmtilegur. Hann var uppspretta óþrjótandi fróðleiks um allt milli himins og jarðar, sér í lagi um sögu og náttúru landsins. Einari var sérstaklega um- hugað um velferð og velgengni barna okkar bræðra og reyndist þeim ómetanlegur frændi og vinur. Þau sakna hans nú meira en orð fá lýst en munu búa að minningunni um hann alla ævi. Það er erfitt að kveðja góðan dreng en minningin lifir með okkur sem kynntumst honum og áttum með honum þessa veg- ferð. Bestu þakkir fyrir allt, Einar minn, og blessuð sé minn- ing þín. Atli, Elín, Elvar, Eva Margit og Atli. Sólskinið er hlátur náttúr- unnar en því skærar sem sólin skín myndar hún dýpri skugga. Þannig var þetta árið að þegar sumarið gekk loks í garð með ylgeislum sínum og fagnaðar- erindi, bárust þau dapurlegu tíðindi að Einar Atlason væri allur. Einar er mér harmdauði enda vorum við góðir vinir frá fornu fari. Þar gilti einu hvort við hitt- umst oft eða sjaldan, söm var vináttan og væntumþykjan. Einar bar sterka persónu, hann var fríður sýnum, glæsi- legur á velli og minnti um margt á hetjur Íslendinga- sagna. Hann var góðum gáfum gæddur eins og hann átti kyn til, framúrskarandi fagmaður í sinni iðngrein, glöggskyggn og úrræðagóður. Eðlislæg yfirvegun kom hon- um vel við hvers konar ákvörð- unartöku, ekki síst þegar við vandasöm verkefni var að etja. Einar var ljúfmenni og sú manngerð sem alltaf er hægt að treysta. Enn sé ég fyrir mér einlægt brosið og enn finn ég þétt hand- takið. Nú hefur húmað að þessum góða dreng en í mínum huga logar minning hans skært. Ég treysti því að forsjónin leiði hann í nýjar víddir gæsku og friðar þar sem fegurðin ríkir ein. Fjölskyldu Einars og ástvin- um votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Jón Þorvaldsson. Einar Atlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.