Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Ég er þess nokkuð viss aðflest íslensk mannsbörnkannast nú orðið við Eistna- flug. Það eru kannski ekki allir viss- ir um hvað fer þar fram, svona ná- kvæmlega. Jú, þetta er þungarokkshátíð og varla orðum aukið að kalla þetta árshátíð málm- vísindamanna landsins. Það kemur kannski einhverjum á óvart og ekki síður undirrituðum sjálfum að í ár fer fram eldskírn hans á þessari há- tíð. Tíu hátíðir hafa liðið án þess að ég hafi búið mér til pláss til að fara. Það er, í ljósi þessa, ekki orðum aukið að eftirvæntingin eftir hátíð- inni hafi verið þó nokkur. Flestir vina minna og kunningja eru fasta- gestir og hafa ekki sparað lofræð- urnar um hátíðina og því lá í augum uppi að ég þyrfti að undirbúa mig vel. Ég renndi lauslega í gegnum helstu bönd, um flest hver ég hafði bara heyrt en ekki hlustað á, og átt- aði mig á því að þrátt fyrir að marg- ir álíti mig þungarokkara er ansi margt í heiminum sem ég hef ekki hlustað á. Það breytti því ekki að spennan fyrir hátíðinni jókst. Ég var á leið inn á svæði sem voru ekki til á mínu korti. Friðsemd í fyrirrúmi Ég held ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að hingað til hafi ekki eitt einasta ofbeldismál komið upp í sögu Eistnaflugs og þá er kyn- ferðisofbeldi meðtalið. Margir kunna að spyrja sig hvernig það megi vera. Því virðist ekki hnikað að að öllu jöfnu reynist misjafn sauður í mörgu fé en hinsvegar er bara ein regla á Eistnaflugi: Það er bannað að vera fáviti! Þetta hljómar einfalt en er þó nokkuð margslungið. Það að meiða einhvern annan er að vera fáviti. Það að líta framhjá því að einhver sé að meiða einhvern annan er að vera fáviti. Það að líta framhjá því að ein- hver sé í vanda er að vera fáviti. Það að taka ekki ábyrgð á eigin gjörðum er að vera fáviti. Þú vilt ekki vera fá- vitinn sem eyðileggur Eistnaflug. Þarna er einmitt mergurinn málsins. Ef þú lemur einhvern á Þjóðhátíð ertu tölfræði. Ef þú lemur einhvern á Eistnaflugi ertu að skemma hátíðina fyrir hinum því þangað er fólk komið til að skemmta sér og njóta tónlistar og samveru hvert við annað. Leikurinn hefst Eistnaflug ársins í ár hófst í fyrrakvöld. Því miður átti ég þess ekki kost að vera mættur fyrr en á lokatónleika kvöldsins. Þannig missti ég af flutningi Sólstafa á tón- list við kvikmyndina Hrafninn flýg- ur. Það var þó endahnúturinn sem ég hafði hlakkað hvað mest til að upplifa (því þetta snýst jú allt um Lifun). Jú. mikið rétt, síðasta atriði kvöldsins var flutningur The Vin- tage Caravan og meðreiðarmanna á Lifun eftir Trúbrot. Þó að að það hafi að einhverju leyti angrað mig að hljóðblöndunin hafi verið mun þungarokkslegri en mér þætti hæfa, tikkaði flutningurinn í öll boxin. Sándið var ekta og meðreiðarfólkið, þau Árni Svavar Johnsen, Magnús Jóhann Ragnarsson og Sólveig Matt- hildur Kristjánsdóttir, skilaði sínu þrælvel og svo kom rúsínan í pylsu- endanum. Sjálfur Magnús Kjart- ansson, meðlimur Trúbrots og höf- undur margra laganna, lék sjálfur með á píanó og söng alla sína upp- runalegu parta. Ég held ég geti með sanni sagt að sjaldan hafi hríslast um mig eins mikil gæsahúð og þegar talið var í „To be grateful“. Miðvikudagskvöldið setti því vandlega tóninn fyrir hátíðina og svo ég taki mér í munn orð björg- unarsveitarmanns sem ég ræddi stuttlega við í munn, eru gestir Eistnaflugs „alveg sér þjóðflokkur“. Árshátíð málmvísindadeildar Ljósmyndir/Gaui H Flösufeykir Liðsmenn Vintage Caravan gáfu sig alla í flutninginn. Hér sést söngvarinn Óskar feykja flösu. »Ef þú lemur ein-hvern á Eistnaflugi ertu að skemma hátíð- ina fyrir hinum því þangað er fólk komið til að skemmta sér og njóta tónlistar og samveru hvert við annað. Sólstafir Greinarhöfundur missti af flutningi Sólstafa á tónlist við kvik- myndina Hrafninn flýgur en það gerði ljósmyndari ekki. Trúbrotsmaður Magnús Kjartansson flutti hljómplötuna Lifun með rokk- sveitinni Vintage Caravan og fleiri tónlistarmönnum í fyrrakvöld. Fjölmennt Hátíðargestir í stuði í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Gæsahúð Pistilskrifari fékk gæsahúð þegar talið var í „To be grateful“. Phil Rudd, trommuleikari rokksveitarinnar AC/DC, var dæmdur í átta mánaða stofu- fangelsi í gær á Nýja-Sjálandi fyrir að hóta aðstoðarmanni sínum lífláti og vera með maríjúana og metamfetamín í fórum sínum. Rudd játaði á sig morðhótunina og vörslu fíkniefna en saksóknari féll frá fyrri ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um morð vegna ónægra sönnunargagna. Dómari í málinu, Thomas Ingram, gaf lítið fyrir þau rök að Ingram væri ómissandi fyrir AC/DC, eins og verjandi hans hélt fram, og benti á að Queen hefði fundið annan söngvara í stað Freddie Mercury. „Þú ert ekki í hljómsveitinni og verður ekki í henni aftur fyrr en þú tekst á við vímuefnafíkn þína,“ sagði Ingram við dómsuppkvaðningu. Besta leiðin væri því fyrrnefndur stofufangelsisdómur. Fylgst verður með Rudd allan sólarhringinn á heimili hans í Tauranga á Nýja-Sjálandi. Verjandi Rudd mun hafa áfrýjað dómnum, að því er fram kemur á vef tímaritsins Rolling Stone. Rudd dæmdur í átta mánaða stofufangelsi AFP Stofufangelsi Rudd í héraðsdómi Tauranga. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, gerði könnun á því í fyrra hversu miklum peningum erlendir gestir tónlist- arhátíðarinnar Iceland Airwaves eyddu á höfuðborgarsvæðinu meðan á dvöl þeirra stóð. Helstu niðurstöður eru þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Er- lendum gestum hefur fjölgað milli ára og gistinætur eru fleiri og það skilaði sér í fyrra í heildarneyslu upp á 1.620 m.kr. og er það 420 m.kr. aukning frá árinu 2013. Þá var einnig reiknaður út tekjumargfald- ari, þ.e. heildaráhrif þess þegar ný innspýt- ing fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi og þegar margföldunaráhrif eru tekin með voru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 millj- arða króna, skv. tilkynningu. Erlendir gestir Airwaves eyddu 1,6 milljörðum Morgunblaðið/Eggert Fjölgun Frá tónleikum Flaming Lips á Airwaves í fyrra. Erlendum gestum hefur fjölgað milli ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.